Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2018 07:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Vísir/ernir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar (MMS) um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. Í vikunni þreyttu nemar í 9. bekk samræmd próf en tölvukerfi MMS réði ekki við álagið sem hlaust af próftöku í ensku og íslensku. Aðeins stærðfræðiprófið gekk snurðulaust fyrir sig. Fulltrúar hagsmunaaðila munu funda í menntamálaráðuneytinu vegna málsins á miðvikudag. „Við erum að kanna hver lagaleg staða þessara prófa er en í vinnslu eru lögfræðiálit hvað það varðar. Meginmarkmiðið er að við getum eftir samráðsfundinn skýrt stöðu og gildi þessara prófa með hagsmuni nemenda að leiðarljósi,“ segir Lilja. Þorsteinn Sæberg, formaður Félags skólastjórnenda, segir við Fréttablaðið að hann telji ekki ástæðu til að börnin taki prófin á nýjan leik. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það verður einhver uppákoma í kringum samræmda próftöku. Þetta er í raun óásættanlegt klúður. Ég efa ekki að ráðherra skoði þetta mál sérstaklega. Hún lýsti því yfir að hún hefði verulegar áhyggjur af þessari framkvæmd og ég deili þeim áhyggjum með henni,“ segir Þorsteinn. Lilja segir að ráðuneytið muni ekki hafa álit á neinum tillögum fyrr en stöðumat liggi fyrir. Réttindi og staða nemenda, með hagsmuni þeirra að meginmarkmiði, sé forgangsatriði. „Við erum að fara yfir hvað fór úrskeiðis og hver ber ábyrgðina á því. Brýnast er núna að endurvinna traust á MMS og ráðuneytið er að vinna að aðgerðum sem miða að því marki,“ segir Lilja. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar (MMS) um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. Í vikunni þreyttu nemar í 9. bekk samræmd próf en tölvukerfi MMS réði ekki við álagið sem hlaust af próftöku í ensku og íslensku. Aðeins stærðfræðiprófið gekk snurðulaust fyrir sig. Fulltrúar hagsmunaaðila munu funda í menntamálaráðuneytinu vegna málsins á miðvikudag. „Við erum að kanna hver lagaleg staða þessara prófa er en í vinnslu eru lögfræðiálit hvað það varðar. Meginmarkmiðið er að við getum eftir samráðsfundinn skýrt stöðu og gildi þessara prófa með hagsmuni nemenda að leiðarljósi,“ segir Lilja. Þorsteinn Sæberg, formaður Félags skólastjórnenda, segir við Fréttablaðið að hann telji ekki ástæðu til að börnin taki prófin á nýjan leik. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það verður einhver uppákoma í kringum samræmda próftöku. Þetta er í raun óásættanlegt klúður. Ég efa ekki að ráðherra skoði þetta mál sérstaklega. Hún lýsti því yfir að hún hefði verulegar áhyggjur af þessari framkvæmd og ég deili þeim áhyggjum með henni,“ segir Þorsteinn. Lilja segir að ráðuneytið muni ekki hafa álit á neinum tillögum fyrr en stöðumat liggi fyrir. Réttindi og staða nemenda, með hagsmuni þeirra að meginmarkmiði, sé forgangsatriði. „Við erum að fara yfir hvað fór úrskeiðis og hver ber ábyrgðina á því. Brýnast er núna að endurvinna traust á MMS og ráðuneytið er að vinna að aðgerðum sem miða að því marki,“ segir Lilja.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33
Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33