Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. mars 2018 07:00 Trump og Kim gnæfa yfir suðurkóreskum hermanni í Seúl. Nordicphotos/AFP Vísir/AFP Bandaríkin Ekki stendur til að slaka á viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu eða gefa tommu eftir að neinu leyti í aðdraganda fundar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem tilkynnt var um í síðustu viku. Þetta sagði Mike Pompeo, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA í gær. Um er að ræða fyrsta fund leiðtoga þessara tveggja ríkja. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvar þeir Trump og Kim munu hittast en búist er við því að fundurinn fari fram í maí. Þá mun Kim einnig eiga fund með suðurkóreska forsetanum Moon Jae-in á landamærum ríkjanna á Kóreuskaga í apríl. Pompeo sagði enn fremur að þótt Bandaríkin ætluðu ekki að gefa eftir myndi einræðisríkið þurfa að standa við orð sín um að hætta kjarnorku- og eldflaugatilraunum alfarið áður en fundurinn fer fram. „Við höfum aldrei áður verið í þeirri stöðu að hagkerfi Norður-Kóreu sé svo hætt komið, að yfirvöld hafi sætt svo miklum þrýstingi, að einræðisstjórnin biðji um viðræður á þeim forsendum sem Kim Jong-un hefur samþykkt. Sjálfur tjáði Trump sig um viðræðurnar á fjöldafundi í Pennsylvaníu á laugardag. „Ég trúi því að þau vilji frið. Ég held það sé tími til kominn,“ sagði forsetinn. „Hver veit hvað gerist?“ sagði Trump um væntanlegan fund og bætti við: „Kannski yfirgef ég fundinn í snatri. En kannski setjumst við niður saman og gerum besta samning í heiminum.“ Fundur Kim og Trumps myndi marka tímamót í utanríkisstefnu Bandaríkjanna, að því er Bloomberg greinir frá. Hann væri algjörlega fordæmalaus. Bloomberg vitnar sömuleiðis í sérfræðinga sem telja að mögulega sé einræðisherrann einungis að reyna að kaupa sér tíma til að halda áfram kjarnorkuvopnaþróun án þess að þurfa að hafa áhyggjur af frekari þvingunum. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata, sagðist í gær ekki hrifin. Með því að samþykkja að setjast niður með Kim væri Trump að viðurkenna ógnarstjórn hans opinberlega. „Ef forsetinn nær árangri í viðræðum sem þessum er það alltaf gott fyrir Bandaríkin. En ég hef áhyggjur af því að Kim muni notfæra sér forsetann,“ sagði Warren og bætti því við að utanríkisráðuneytið væri nú þjakað af afsögnum lykilstarfsmanna. Til að mynda væri enginn sendiherra nú í Suður-Kóreu. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Trump segir möguleika á „stórkostlegum“ samningi fyrir heiminn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna segir að fyrirhugaður fundur hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geti annaðhvort skilað engum árangri eða skapað "stórkostlegan samning fyrir heiminn.“ 11. mars 2018 07:20 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Bandaríkin Ekki stendur til að slaka á viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu eða gefa tommu eftir að neinu leyti í aðdraganda fundar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem tilkynnt var um í síðustu viku. Þetta sagði Mike Pompeo, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA í gær. Um er að ræða fyrsta fund leiðtoga þessara tveggja ríkja. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvar þeir Trump og Kim munu hittast en búist er við því að fundurinn fari fram í maí. Þá mun Kim einnig eiga fund með suðurkóreska forsetanum Moon Jae-in á landamærum ríkjanna á Kóreuskaga í apríl. Pompeo sagði enn fremur að þótt Bandaríkin ætluðu ekki að gefa eftir myndi einræðisríkið þurfa að standa við orð sín um að hætta kjarnorku- og eldflaugatilraunum alfarið áður en fundurinn fer fram. „Við höfum aldrei áður verið í þeirri stöðu að hagkerfi Norður-Kóreu sé svo hætt komið, að yfirvöld hafi sætt svo miklum þrýstingi, að einræðisstjórnin biðji um viðræður á þeim forsendum sem Kim Jong-un hefur samþykkt. Sjálfur tjáði Trump sig um viðræðurnar á fjöldafundi í Pennsylvaníu á laugardag. „Ég trúi því að þau vilji frið. Ég held það sé tími til kominn,“ sagði forsetinn. „Hver veit hvað gerist?“ sagði Trump um væntanlegan fund og bætti við: „Kannski yfirgef ég fundinn í snatri. En kannski setjumst við niður saman og gerum besta samning í heiminum.“ Fundur Kim og Trumps myndi marka tímamót í utanríkisstefnu Bandaríkjanna, að því er Bloomberg greinir frá. Hann væri algjörlega fordæmalaus. Bloomberg vitnar sömuleiðis í sérfræðinga sem telja að mögulega sé einræðisherrann einungis að reyna að kaupa sér tíma til að halda áfram kjarnorkuvopnaþróun án þess að þurfa að hafa áhyggjur af frekari þvingunum. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata, sagðist í gær ekki hrifin. Með því að samþykkja að setjast niður með Kim væri Trump að viðurkenna ógnarstjórn hans opinberlega. „Ef forsetinn nær árangri í viðræðum sem þessum er það alltaf gott fyrir Bandaríkin. En ég hef áhyggjur af því að Kim muni notfæra sér forsetann,“ sagði Warren og bætti því við að utanríkisráðuneytið væri nú þjakað af afsögnum lykilstarfsmanna. Til að mynda væri enginn sendiherra nú í Suður-Kóreu.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Trump segir möguleika á „stórkostlegum“ samningi fyrir heiminn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna segir að fyrirhugaður fundur hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geti annaðhvort skilað engum árangri eða skapað "stórkostlegan samning fyrir heiminn.“ 11. mars 2018 07:20 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30
Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46
Trump segir möguleika á „stórkostlegum“ samningi fyrir heiminn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna segir að fyrirhugaður fundur hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geti annaðhvort skilað engum árangri eða skapað "stórkostlegan samning fyrir heiminn.“ 11. mars 2018 07:20