Þurfi að styrkja umgjörð kennarastarfsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2018 13:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra vill styrkja umgjörð kennarastarfsins. Vísir/Stefán Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, velti því fyrir sér hverjar framtíðarhorfurnar væru hjá þjóð sem gæti ekki hugsað vel um kennarana sína til að undirstrika þá skoðun sína að styrkja beri alla umgjörð kennarastarfsins. Hún var gestur Egils Helgasonar í Silfrinu, stjórnmálaþætti Ríkisútvarpsins. Hún ræddi um nýafstaðið landsþing Framsóknarflokksins og alvarlega stöðu í menntamálum. Egill tók mið af slæmu gengi íslenskra nemenda í PISA-könnunum, alþjóðlegri langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði og stærðfræði, vandræðum Menntamálastofnunar með netþjón þegar átti að leggja samræmd próf fyrir nemendur, niðurstöðum málfræðirannsóknar sem sýndu að meirihluti ungmenna vill fremur tala ensku en íslensku þegar hann spurði Lilju hvað hún hygðist taka til bragðs gagnvart þeirri stöðu sem nú er uppi í menntamálum á Íslandi. Lilja segir mikilvægt að ráðast í aðgerðir sem miða að því að styrkja alla umgjörð í kringum kennarastarfið. Í því samhengi vill hún læra af reynslu Finna sem, eftir seinni heimsstyrjöld, réðust í róttækar breytingar á menntakerfinu. Leiðarljós þeirrar vinnu hafi verið að styrkja umgjörð kennarastarfsins. Í dag sé það til að mynda eftirsóknarvert fara í kennaranám í Finnlandi auk þess sem nánast ekkert brotthvarf er í stéttinni.Gríðarlegt álag í skólunum„Af hverju er þetta svona? Hvernig ætlum við að leysa þetta? Ég tel að ein af stóru lausnunum sé að styrkja umgjörð kennarastarfsins, minnka það álag sem er inni í grunnskólunum. Ég heyri það alls staðar sem ég kem. Ég er búin að vera mjög dugleg að heimsækja skóla síðan ég tók við embætti og þeir segja: það sé gríðarlegt álag, við þurfum meiri aðstoð fyrir nemendur sem standa höllum fæti og svo er annað sem ég hef mikinn áhuga á, það er þau börn sem hafa annað móðurmál en Íslandi. Þeim hefur verið að vegna mjög illa í PISA-könnuninni.“ Hún óttast að ef ekki verði gripið í taumana þegar í stað sé það augljóst að við munum sjá aukna stéttaskiptingu í framtíðinni. Eitt þeirra verkefna sem Lilja stendur frammi fyrir sem mennta-og menningarmálaráðherra er að auka traust til Menntamálastofnunar. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, velti því fyrir sér hverjar framtíðarhorfurnar væru hjá þjóð sem gæti ekki hugsað vel um kennarana sína til að undirstrika þá skoðun sína að styrkja beri alla umgjörð kennarastarfsins. Hún var gestur Egils Helgasonar í Silfrinu, stjórnmálaþætti Ríkisútvarpsins. Hún ræddi um nýafstaðið landsþing Framsóknarflokksins og alvarlega stöðu í menntamálum. Egill tók mið af slæmu gengi íslenskra nemenda í PISA-könnunum, alþjóðlegri langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði og stærðfræði, vandræðum Menntamálastofnunar með netþjón þegar átti að leggja samræmd próf fyrir nemendur, niðurstöðum málfræðirannsóknar sem sýndu að meirihluti ungmenna vill fremur tala ensku en íslensku þegar hann spurði Lilju hvað hún hygðist taka til bragðs gagnvart þeirri stöðu sem nú er uppi í menntamálum á Íslandi. Lilja segir mikilvægt að ráðast í aðgerðir sem miða að því að styrkja alla umgjörð í kringum kennarastarfið. Í því samhengi vill hún læra af reynslu Finna sem, eftir seinni heimsstyrjöld, réðust í róttækar breytingar á menntakerfinu. Leiðarljós þeirrar vinnu hafi verið að styrkja umgjörð kennarastarfsins. Í dag sé það til að mynda eftirsóknarvert fara í kennaranám í Finnlandi auk þess sem nánast ekkert brotthvarf er í stéttinni.Gríðarlegt álag í skólunum„Af hverju er þetta svona? Hvernig ætlum við að leysa þetta? Ég tel að ein af stóru lausnunum sé að styrkja umgjörð kennarastarfsins, minnka það álag sem er inni í grunnskólunum. Ég heyri það alls staðar sem ég kem. Ég er búin að vera mjög dugleg að heimsækja skóla síðan ég tók við embætti og þeir segja: það sé gríðarlegt álag, við þurfum meiri aðstoð fyrir nemendur sem standa höllum fæti og svo er annað sem ég hef mikinn áhuga á, það er þau börn sem hafa annað móðurmál en Íslandi. Þeim hefur verið að vegna mjög illa í PISA-könnuninni.“ Hún óttast að ef ekki verði gripið í taumana þegar í stað sé það augljóst að við munum sjá aukna stéttaskiptingu í framtíðinni. Eitt þeirra verkefna sem Lilja stendur frammi fyrir sem mennta-og menningarmálaráðherra er að auka traust til Menntamálastofnunar.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30
Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52