Gunnar: Ekki minn stíll að djöflast í mönnum á internetinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2018 12:00 Eins og greint var frá í morgun berst Gunnar Nelson á móti Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldi í Liverpool 27. maí og snýr þar með í búrið á ný eftir tíu mánaða fjarveru. Hefði UFC fengið að ráða hefði Gunnar barist sem aðalstjarnan á UFC-kvöldinu í Lundúnum í mars en þar vildu menn sjá Liverpool-strákinn Darren Till mæta Gunnari. Ekkert varð úr þeim bardaga því Till sagðist vera veikur þrátt fyrir að margar vikur ættu eftir að líða þar til að bardaganum kæmi. Hann var svo ekki veikari en það, að Till skemmti sér konunglega í Brasilíu skömmu eftir að segjast veikur.Darren Till virtist ekki þora í Gunnar Nelson.vísir/gettyTalaði um aðra en Gunnar „Þegar kemur að bardagastíl væri ég slæmur mótherji fyrir Till. Ég er fyrir neðan hann á styrkleikalistanum og hann er á fínum skriði. Áhættan að taka bardaga á móti mér er slík að þeir líta væntanlega á það sem svo að það sé ekki þess virði,“ segir Gunnar sem útskýrir flótta Till að einhverju leyti. „Ég veit svo sem ekkert um þetta nákvæmlega, en ég held að Till sé ekkert svakalega spenntur fyrir því að mæta mér. Mér finnst það á öllu miðað við hvernig hann talar á netinu og hvernig hann talar svo seinna mér.“ „Till talaði mikið um alla aðra en mig þrátt fyrir að það hefði verið flottur bardagi í Liverpool. Það var búið að tala um það. Síðan gæti bara vel verið að umboðsmaður hans segi honum að gleyma því að mæta mér. Það er ekki vitlaus pæling hjá þeim,“ segir Gunnar við íþróttadeild.Gunnar nennir ekki netrifrildum.vísir/gettyEkkert internetrót Till var búinn að rífa kjaft á netinu í svolítinn tíma og sagðist meira en klár í að mæta Gunnari í búrinu. Annað kom svo á daginn. Gunnar var orðinn svo þyrstur í að berjast að hann tók þátt í umræðunum á Twitter í fyrsta sinn ásamt þjálfara sínum, John Kavanagh. „John hefur alltaf aðeins verið að kynda undir mönnum af og til. Ég er mjög lítið í því. Það er ekki minn stíll og er bara ekki ég. Ég nenni ekki að vera að djöflast í mönnum á netinu,“ segir Gunnar. „Ég gerði það aðeins við Darren Till og hélt að það hefði heppnast. Þá hugsaði ég með mér að kannski myndi ég gera þetta oftar, en síðan gerðist ekki neitt.“ „Þetta er ekki minn stíll. Ég þarf aðeins að fara út fyrir mitt hugarfar til þess að fara að róta í mönnum á internetinu. Það er ekki ég,“ segir Gunnar Nelson. Viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.So @ufc have offered @GunniNelson v @darrentill2 main event #UFCLondon we've agreed so hoping to hear confirmation soon how do you guys like the match up? I'm reminded of the Thatch fight, big strong striker but I think Till is tougher challenge. One way to find out... pic.twitter.com/b7U81FpzBf— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 24, 2018 MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira
Eins og greint var frá í morgun berst Gunnar Nelson á móti Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldi í Liverpool 27. maí og snýr þar með í búrið á ný eftir tíu mánaða fjarveru. Hefði UFC fengið að ráða hefði Gunnar barist sem aðalstjarnan á UFC-kvöldinu í Lundúnum í mars en þar vildu menn sjá Liverpool-strákinn Darren Till mæta Gunnari. Ekkert varð úr þeim bardaga því Till sagðist vera veikur þrátt fyrir að margar vikur ættu eftir að líða þar til að bardaganum kæmi. Hann var svo ekki veikari en það, að Till skemmti sér konunglega í Brasilíu skömmu eftir að segjast veikur.Darren Till virtist ekki þora í Gunnar Nelson.vísir/gettyTalaði um aðra en Gunnar „Þegar kemur að bardagastíl væri ég slæmur mótherji fyrir Till. Ég er fyrir neðan hann á styrkleikalistanum og hann er á fínum skriði. Áhættan að taka bardaga á móti mér er slík að þeir líta væntanlega á það sem svo að það sé ekki þess virði,“ segir Gunnar sem útskýrir flótta Till að einhverju leyti. „Ég veit svo sem ekkert um þetta nákvæmlega, en ég held að Till sé ekkert svakalega spenntur fyrir því að mæta mér. Mér finnst það á öllu miðað við hvernig hann talar á netinu og hvernig hann talar svo seinna mér.“ „Till talaði mikið um alla aðra en mig þrátt fyrir að það hefði verið flottur bardagi í Liverpool. Það var búið að tala um það. Síðan gæti bara vel verið að umboðsmaður hans segi honum að gleyma því að mæta mér. Það er ekki vitlaus pæling hjá þeim,“ segir Gunnar við íþróttadeild.Gunnar nennir ekki netrifrildum.vísir/gettyEkkert internetrót Till var búinn að rífa kjaft á netinu í svolítinn tíma og sagðist meira en klár í að mæta Gunnari í búrinu. Annað kom svo á daginn. Gunnar var orðinn svo þyrstur í að berjast að hann tók þátt í umræðunum á Twitter í fyrsta sinn ásamt þjálfara sínum, John Kavanagh. „John hefur alltaf aðeins verið að kynda undir mönnum af og til. Ég er mjög lítið í því. Það er ekki minn stíll og er bara ekki ég. Ég nenni ekki að vera að djöflast í mönnum á netinu,“ segir Gunnar. „Ég gerði það aðeins við Darren Till og hélt að það hefði heppnast. Þá hugsaði ég með mér að kannski myndi ég gera þetta oftar, en síðan gerðist ekki neitt.“ „Þetta er ekki minn stíll. Ég þarf aðeins að fara út fyrir mitt hugarfar til þess að fara að róta í mönnum á internetinu. Það er ekki ég,“ segir Gunnar Nelson. Viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.So @ufc have offered @GunniNelson v @darrentill2 main event #UFCLondon we've agreed so hoping to hear confirmation soon how do you guys like the match up? I'm reminded of the Thatch fight, big strong striker but I think Till is tougher challenge. One way to find out... pic.twitter.com/b7U81FpzBf— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 24, 2018
MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira
Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00
Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn