Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. mars 2018 08:00 Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar. VÍSIR/ANTON BRINK Laun og hlunnindi bæjarstjóra Garðabæjar námu ríflega 30 milljónum króna í fyrra, eða sem nemur rúmum 2,5 milljónum króna á mánuði. Grunnlaun bæjarstjórans hafa á kjörtímabilinu hækkað um sem nemur tæpri hálfri milljón á mánuði. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista Fólksins í bænum, um laun bæjarfulltrúa og æðstu stjórnenda sem lagt var fram í bæjarráði Garðabæjar í gær. Á síðasta ári fékk Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, 27,5 milljónir króna, eða sem nemur tæpum 2,3 milljónum króna á mánuði, sem bæjarstjóri. Gunnar er sömuleiðis varamaður í bæjarstjórn Garðabæjar og þiggur laun fyrir fundi þar sem hann tekur sæti. Samkvæmt svarinu fékk hann 507 þúsund krónur á síðasta ári fyrir það en fær ekki greitt fyrir aðra fundarsetu. Ofan á þessi laun bætist síðan bifreiðastyrkur til bæjarstjóra sem á síðasta ári nam rúmlega 2,2 milljónum. Garðabær leggur bæjarstjóranum til Land Cruiser-jeppa, líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Að meðaltali námu því allar greiðslur til bæjarstjórans í fyrra um 30,2 milljónum króna, eða sem nemur 2,5 milljónum á mánuði. Í svarinu eru sundurliðaðar greiðslur til bæjarfulltrúa og stjórnenda frá 2014 til 2017. Þar má sjá að grunnlaun bæjarstjórans námu í upphafi kjörtímabilsins 1.796 þúsund krónum á mánuði samanborið við 2.288 þúsund árið 2017. Grunnlaun bæjarstjórans hafa því hækkað um 5,9 milljónir, eða 27 prósent á tímabilinu og mánaðarlaun hans um sem nemur 491.783 krónum. Hafa ber í huga að með tilliti til launavísitölu hafa grunnlaun bæjarstjórans ekki hækkað umfram hana. Ríflega 15 þúsund íbúar eru í Garðabæ en til samanburðar þá má nefna að heildarlaun Dags. B. Eggertssonar borgarstjóra nema rúmum tveimur milljónum á mánuði, líkt og forsætisráðherra Íslands. Af öðrum hæstlaunaða starfsmanni Garðabæjar má nefna að kostnaður vegna launa og hlunninda bæjarritara nam alls 22,3 milljónum króna á síðasta ári, eða sem nemur 1,8 milljónum á mánuði að meðaltali. María Grétarsdóttir, segir tilefni fyrirspurnarinnar hafa verið kröfu um aukið gagnsæi í launakjörum kjörinna fulltrúa. „Mér fannst mikilvægt að það myndi sama gagnsæi gilda í Garðabæ.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á dögunum tillögu starfskjaranefndar um að rétt væri að hækka mánaðarlaun Bjarna Bjarnasonar um 6,9 prósent. Fær tæpa hálfa milljón á mánuði fyrir stjórnarsetu í tveimur dótturfélögum OR. 27. mars 2018 06:00 Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Útvarpsstjóri fékk 250 þúsund króna launahækkun Árslaun og þóknanir til Magnúsar Geirs Þórðarssonar, útvarpstjóra, hækkuðu um 5,7 milljónir á síðasta ári. 26. mars 2018 20:43 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Laun og hlunnindi bæjarstjóra Garðabæjar námu ríflega 30 milljónum króna í fyrra, eða sem nemur rúmum 2,5 milljónum króna á mánuði. Grunnlaun bæjarstjórans hafa á kjörtímabilinu hækkað um sem nemur tæpri hálfri milljón á mánuði. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista Fólksins í bænum, um laun bæjarfulltrúa og æðstu stjórnenda sem lagt var fram í bæjarráði Garðabæjar í gær. Á síðasta ári fékk Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, 27,5 milljónir króna, eða sem nemur tæpum 2,3 milljónum króna á mánuði, sem bæjarstjóri. Gunnar er sömuleiðis varamaður í bæjarstjórn Garðabæjar og þiggur laun fyrir fundi þar sem hann tekur sæti. Samkvæmt svarinu fékk hann 507 þúsund krónur á síðasta ári fyrir það en fær ekki greitt fyrir aðra fundarsetu. Ofan á þessi laun bætist síðan bifreiðastyrkur til bæjarstjóra sem á síðasta ári nam rúmlega 2,2 milljónum. Garðabær leggur bæjarstjóranum til Land Cruiser-jeppa, líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Að meðaltali námu því allar greiðslur til bæjarstjórans í fyrra um 30,2 milljónum króna, eða sem nemur 2,5 milljónum á mánuði. Í svarinu eru sundurliðaðar greiðslur til bæjarfulltrúa og stjórnenda frá 2014 til 2017. Þar má sjá að grunnlaun bæjarstjórans námu í upphafi kjörtímabilsins 1.796 þúsund krónum á mánuði samanborið við 2.288 þúsund árið 2017. Grunnlaun bæjarstjórans hafa því hækkað um 5,9 milljónir, eða 27 prósent á tímabilinu og mánaðarlaun hans um sem nemur 491.783 krónum. Hafa ber í huga að með tilliti til launavísitölu hafa grunnlaun bæjarstjórans ekki hækkað umfram hana. Ríflega 15 þúsund íbúar eru í Garðabæ en til samanburðar þá má nefna að heildarlaun Dags. B. Eggertssonar borgarstjóra nema rúmum tveimur milljónum á mánuði, líkt og forsætisráðherra Íslands. Af öðrum hæstlaunaða starfsmanni Garðabæjar má nefna að kostnaður vegna launa og hlunninda bæjarritara nam alls 22,3 milljónum króna á síðasta ári, eða sem nemur 1,8 milljónum á mánuði að meðaltali. María Grétarsdóttir, segir tilefni fyrirspurnarinnar hafa verið kröfu um aukið gagnsæi í launakjörum kjörinna fulltrúa. „Mér fannst mikilvægt að það myndi sama gagnsæi gilda í Garðabæ.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á dögunum tillögu starfskjaranefndar um að rétt væri að hækka mánaðarlaun Bjarna Bjarnasonar um 6,9 prósent. Fær tæpa hálfa milljón á mánuði fyrir stjórnarsetu í tveimur dótturfélögum OR. 27. mars 2018 06:00 Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Útvarpsstjóri fékk 250 þúsund króna launahækkun Árslaun og þóknanir til Magnúsar Geirs Þórðarssonar, útvarpstjóra, hækkuðu um 5,7 milljónir á síðasta ári. 26. mars 2018 20:43 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á dögunum tillögu starfskjaranefndar um að rétt væri að hækka mánaðarlaun Bjarna Bjarnasonar um 6,9 prósent. Fær tæpa hálfa milljón á mánuði fyrir stjórnarsetu í tveimur dótturfélögum OR. 27. mars 2018 06:00
Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00
Útvarpsstjóri fékk 250 þúsund króna launahækkun Árslaun og þóknanir til Magnúsar Geirs Þórðarssonar, útvarpstjóra, hækkuðu um 5,7 milljónir á síðasta ári. 26. mars 2018 20:43