Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Mál starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur hefur verið fyrirferðamikið í fréttum undanfarnar vikur. VÍSIR/DANÍEL Vöntun hefur verið á skýrum lagaheimildum handa stofnunum til að hafa samskipti sín á milli um einstaklinga sem talin er hætta á að brjóti gegn börnum. Í nýju frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknar, eru lagðar til breytingar á þessu. Í því felst að þeir sem brjóta kynferðislega gegn börnum skuli sæta sérstöku mati. „Það virðist stundum sem kerfið sé þannig að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri sé að gera. Hugmyndin með frumvarpinu er að tengja saman stofnanir,“ segir flutningsmaðurinn. Séu taldar líkur á því að mati loknu að viðkomandi brjóti af sér aftur, er unnt að láta hann sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Þær gætu meðal annars falist í skyldu til að leita meðferðar og eftirliti með internetnotkun. Í alvarlegustu tilfellunum er hægt að kveða á um bann við búsetu á heimili þar sem börn dvelja. Þá er kveðið á um að dómþola sé gert skylt að tilkynna breyttan dvalarstað til Barnaverndarstofu sem og nafnbreytingar. Barnaverndarstofa geti tilkynnt viðkomandi barnaverndarnefnd um flutning einstaklings í umdæmi hennar.Sjá einnig: Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum „Það hefur ekki verið heimilt fyrir stofnanir að hafa samráð við aðrar stofnanir sem að þessum málum koma,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Þótt frumvarpið feli í sér íþyngjandi ráðstafanir í garð dómþola verði börn að njóta vafans. Í frumvarpinu er ekki kveðið á um að nöfn og dvalarstaðir brotamanna séu gerðir opinberir. Anna segir það vel. „Rannsóknir sýna að slíkt hefur öfug áhrif. Það skapar ótta hjá almenningi og kemur ekki í veg fyrir frekari brot.“ „Ég fagna því að þetta sé til umræðu. Vonandi verður niðurstaðan sú að skýrari ferlar liggja fyrir handa lögreglu, barnaverndar- og heilbrigðisyfirvöldum og öðrum sem að málunum koma,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri barnaverndar Reykjavíkur. „Það hefur vantað upp á að skýrt sé hvaða upplýsingum má deila hvenær og með hverjum,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Að mati lögreglu eru framburðir kærenda trúverðugir. 23. mars 2018 18:04 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Vöntun hefur verið á skýrum lagaheimildum handa stofnunum til að hafa samskipti sín á milli um einstaklinga sem talin er hætta á að brjóti gegn börnum. Í nýju frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknar, eru lagðar til breytingar á þessu. Í því felst að þeir sem brjóta kynferðislega gegn börnum skuli sæta sérstöku mati. „Það virðist stundum sem kerfið sé þannig að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri sé að gera. Hugmyndin með frumvarpinu er að tengja saman stofnanir,“ segir flutningsmaðurinn. Séu taldar líkur á því að mati loknu að viðkomandi brjóti af sér aftur, er unnt að láta hann sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Þær gætu meðal annars falist í skyldu til að leita meðferðar og eftirliti með internetnotkun. Í alvarlegustu tilfellunum er hægt að kveða á um bann við búsetu á heimili þar sem börn dvelja. Þá er kveðið á um að dómþola sé gert skylt að tilkynna breyttan dvalarstað til Barnaverndarstofu sem og nafnbreytingar. Barnaverndarstofa geti tilkynnt viðkomandi barnaverndarnefnd um flutning einstaklings í umdæmi hennar.Sjá einnig: Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum „Það hefur ekki verið heimilt fyrir stofnanir að hafa samráð við aðrar stofnanir sem að þessum málum koma,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Þótt frumvarpið feli í sér íþyngjandi ráðstafanir í garð dómþola verði börn að njóta vafans. Í frumvarpinu er ekki kveðið á um að nöfn og dvalarstaðir brotamanna séu gerðir opinberir. Anna segir það vel. „Rannsóknir sýna að slíkt hefur öfug áhrif. Það skapar ótta hjá almenningi og kemur ekki í veg fyrir frekari brot.“ „Ég fagna því að þetta sé til umræðu. Vonandi verður niðurstaðan sú að skýrari ferlar liggja fyrir handa lögreglu, barnaverndar- og heilbrigðisyfirvöldum og öðrum sem að málunum koma,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri barnaverndar Reykjavíkur. „Það hefur vantað upp á að skýrt sé hvaða upplýsingum má deila hvenær og með hverjum,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Að mati lögreglu eru framburðir kærenda trúverðugir. 23. mars 2018 18:04 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59
Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Að mati lögreglu eru framburðir kærenda trúverðugir. 23. mars 2018 18:04
Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30