Hálfur lífeyrir Björn Berg Gunnarsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar (TR) eru með eldfimari umræðuefnum. Sitt sýnist hverjum um hlutverk stofnunarinnar og hvað teljist sanngjarnt þegar kemur að samspili tekna og greiðslna en lítið er þó rætt um hálfan lífeyri, nokkuð undarlega nýjung sem kynnt var til leiks um áramótin. Greiðslur lífeyris TR skerðast vegna tekna. Hlutfallið er 45% hjá sambúðarfólki og 56,9% hjá þeim sem búa einir. Á þessu eru þó undantekningar. Almennt frítekjumark er 25.000 kr. á mánuði og að auki er sérstakt 100.000 kr. frítekjumark vegna launatekna. Þá hefur séreignarsparnaður engin áhrif á greiðslur ellilífeyris. Þetta á við um hefðbundna töku greiðslna frá stofnuninni en hálfur lífeyrir skerðist hins vegar ekki um krónu vegna tekna, hvernig svo sem stendur á því. Hálfan lífeyri er hægt að sækja um að því gefnu að við höfum náð 65 ára aldri og sótt um slíkar greiðslur samtímis hjá TR og lífeyrissjóðum. Samanlagður hálfur lífeyrir frá stofnunni og lífeyrissjóðum verður að lágmarki að jafngilda fullum lífeyri hjá TR. Séu lífeyrisréttindi mjög lítil er því ekki hægt að sækja um þessa útfærslu. Hugmyndin er ágæt. Það getur verið freistandi að minnka við sig starfshlutfall en ekki víst að fjárhagur fólks leyfi að tekjurnar minnki. Því er brugðið á það ráð að heimila okkur að sækja hálfar greiðslur frá lífeyrissjóðum og TR til að minnka tekjutapið. Það er þó eilítið sérstakt að þeir sem kjósi þessa leið sleppi alfarið við skerðingar. Sá sem safnað hefur góðum lífeyrisréttindum, segjum 600.000 kr. á mánuði, veit að hann mun ekki fá neinar greiðslur frá Tryggingastofnun þegar hann hættir að vinna. Sé sótt um hálfan lífeyri myndast allt í einu réttindi, yfir 100.000 krónum á mánuði. Er nema von að fjármál við starfslok flækist fyrir mörgum?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar (TR) eru með eldfimari umræðuefnum. Sitt sýnist hverjum um hlutverk stofnunarinnar og hvað teljist sanngjarnt þegar kemur að samspili tekna og greiðslna en lítið er þó rætt um hálfan lífeyri, nokkuð undarlega nýjung sem kynnt var til leiks um áramótin. Greiðslur lífeyris TR skerðast vegna tekna. Hlutfallið er 45% hjá sambúðarfólki og 56,9% hjá þeim sem búa einir. Á þessu eru þó undantekningar. Almennt frítekjumark er 25.000 kr. á mánuði og að auki er sérstakt 100.000 kr. frítekjumark vegna launatekna. Þá hefur séreignarsparnaður engin áhrif á greiðslur ellilífeyris. Þetta á við um hefðbundna töku greiðslna frá stofnuninni en hálfur lífeyrir skerðist hins vegar ekki um krónu vegna tekna, hvernig svo sem stendur á því. Hálfan lífeyri er hægt að sækja um að því gefnu að við höfum náð 65 ára aldri og sótt um slíkar greiðslur samtímis hjá TR og lífeyrissjóðum. Samanlagður hálfur lífeyrir frá stofnunni og lífeyrissjóðum verður að lágmarki að jafngilda fullum lífeyri hjá TR. Séu lífeyrisréttindi mjög lítil er því ekki hægt að sækja um þessa útfærslu. Hugmyndin er ágæt. Það getur verið freistandi að minnka við sig starfshlutfall en ekki víst að fjárhagur fólks leyfi að tekjurnar minnki. Því er brugðið á það ráð að heimila okkur að sækja hálfar greiðslur frá lífeyrissjóðum og TR til að minnka tekjutapið. Það er þó eilítið sérstakt að þeir sem kjósi þessa leið sleppi alfarið við skerðingar. Sá sem safnað hefur góðum lífeyrisréttindum, segjum 600.000 kr. á mánuði, veit að hann mun ekki fá neinar greiðslur frá Tryggingastofnun þegar hann hættir að vinna. Sé sótt um hálfan lífeyri myndast allt í einu réttindi, yfir 100.000 krónum á mánuði. Er nema von að fjármál við starfslok flækist fyrir mörgum?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar