Erfðaefni Facebook Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. mars 2018 07:00 Hneykslið í kringum óleyfileg kaup pólitískra málaliða hjá Cambridge Analytica á gögnum um fimmtíu milljónir Facebook-notenda, og beiting þessara gagna sem vopns í sálfræðihernaði gegn kjósendum í Bandaríkjunum og Bretlandi, er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem viðkvæmar upplýsingar um notendur hafa runnið úr greipum Facebook. Þetta tiltekna mál er enn ein staðfestingin á því að Facebook er ekki treystandi fyrir persónuupplýsingum notenda sinna. Við höfum séð þetta allt áður, þó ekki með jafn umfangsmiklum og alvarlegum hætti, en næstu skref eru fyrirsjáanleg. Facebook mun lofa bót og betrun. Mögulega verða innleiddir nýir öryggisstaðlar til að þrengja enn frekar að gagnasöfnun. En eitt er þó víst. Facebook mun aldrei breytast. Facebook er háð vexti. Án hans hefur þetta miðtaugakerfi internetsins engan tilgang. Það sem knýr þennan hrikalega vöxt áfram er ört vaxandi gagnaskrá fyrirtækisins þar sem gögn og persónuupplýsingar hundraða milljóna Facebook-notenda, og jafnvel þeirra sem ekki nota samfélagsmiðilinn, eru geymd og standa auglýsendum og öðrum til boða og hagnýtingar. Ekkert fær breytt þessu erfðaefni Facebook. Samfélagsmiðillinn þjónar þeim eina tilgangi að afla tekna með söfnun upplýsinga. Hin mikla lygi Marks Zuckerberg er að halda því fram að markmið sé að skapa betri og tengdari heim. Vonarglætu er að finna í nýrri og umfangsmikilli persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (General Data Protection Regulation, eða GDPR) sem mun gera notendum kleift að gera mun víðtækari kröfur um meðferð persónuupplýsinga sinna. Reglugerðin verður innleidd 25. maí næstkomandi. Eins jákvæður áfangi og innleiðing GDPR er þá breytir reglugerðin engu um eðli Facebook. Þörf er á enn harðari aðgerðum ríkisins til að vernda þegna sína, til dæmis með því að stöðva útbreiðslu nafnlauss og andlýðræðislegs áróðurs. Facebook er ekki á förum, enda svalar miðillinn lífsnauðsynlegri þörf okkar fyrir því að tengjast hvert öðru, skapa samfélög og móta sjálfsmynd okkar. Á sama tíma megum við ekki leyfa miðlinum að afskræma sýn okkar á veröldina og samfélag okkar í gróðafíkn sinni. Þegar þessir þættir eru teknir saman, annars vegar raunveruleg og eðlileg þörf okkar fyrir að nota Facebook og hins vegar sú staðreynd að samfélagsmiðillinn ber ekki hag okkar fyrir brjósti, þá blasir við að yfirvöld og eftirlitsaðilar þurfa að skerast í leikinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Hneykslið í kringum óleyfileg kaup pólitískra málaliða hjá Cambridge Analytica á gögnum um fimmtíu milljónir Facebook-notenda, og beiting þessara gagna sem vopns í sálfræðihernaði gegn kjósendum í Bandaríkjunum og Bretlandi, er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem viðkvæmar upplýsingar um notendur hafa runnið úr greipum Facebook. Þetta tiltekna mál er enn ein staðfestingin á því að Facebook er ekki treystandi fyrir persónuupplýsingum notenda sinna. Við höfum séð þetta allt áður, þó ekki með jafn umfangsmiklum og alvarlegum hætti, en næstu skref eru fyrirsjáanleg. Facebook mun lofa bót og betrun. Mögulega verða innleiddir nýir öryggisstaðlar til að þrengja enn frekar að gagnasöfnun. En eitt er þó víst. Facebook mun aldrei breytast. Facebook er háð vexti. Án hans hefur þetta miðtaugakerfi internetsins engan tilgang. Það sem knýr þennan hrikalega vöxt áfram er ört vaxandi gagnaskrá fyrirtækisins þar sem gögn og persónuupplýsingar hundraða milljóna Facebook-notenda, og jafnvel þeirra sem ekki nota samfélagsmiðilinn, eru geymd og standa auglýsendum og öðrum til boða og hagnýtingar. Ekkert fær breytt þessu erfðaefni Facebook. Samfélagsmiðillinn þjónar þeim eina tilgangi að afla tekna með söfnun upplýsinga. Hin mikla lygi Marks Zuckerberg er að halda því fram að markmið sé að skapa betri og tengdari heim. Vonarglætu er að finna í nýrri og umfangsmikilli persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (General Data Protection Regulation, eða GDPR) sem mun gera notendum kleift að gera mun víðtækari kröfur um meðferð persónuupplýsinga sinna. Reglugerðin verður innleidd 25. maí næstkomandi. Eins jákvæður áfangi og innleiðing GDPR er þá breytir reglugerðin engu um eðli Facebook. Þörf er á enn harðari aðgerðum ríkisins til að vernda þegna sína, til dæmis með því að stöðva útbreiðslu nafnlauss og andlýðræðislegs áróðurs. Facebook er ekki á förum, enda svalar miðillinn lífsnauðsynlegri þörf okkar fyrir því að tengjast hvert öðru, skapa samfélög og móta sjálfsmynd okkar. Á sama tíma megum við ekki leyfa miðlinum að afskræma sýn okkar á veröldina og samfélag okkar í gróðafíkn sinni. Þegar þessir þættir eru teknir saman, annars vegar raunveruleg og eðlileg þörf okkar fyrir að nota Facebook og hins vegar sú staðreynd að samfélagsmiðillinn ber ekki hag okkar fyrir brjósti, þá blasir við að yfirvöld og eftirlitsaðilar þurfa að skerast í leikinn.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar