Kallar fram fallegar minningar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2018 08:30 Christian Karembeu smellir kossi á HM-bikarinn sem hann hjálpaði Frökkum að vinna árið 1998. Vísir/HARI HM-bikarinn glæsilegi, sem Ísland keppir um ásamt 31 annarri þjóð á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar, kom á Klakann í gær á vegum Coca-Cola. Með í för var Christian Karembeu sem varð heimsmeistari með Frökkum á heimavelli fyrir 20 árum. „Bikarinn kallar bara fram fallegar minningar því við unnum hann 1998. Það er ástæðan fyrir því að ég er hér. Það er frábært að geta deilt minningunum með fólki og færa bikarinn nær aðdáendunum,“ segir Karembeu við Fréttablaðið. Karembeu var einnig hluti af franska liðinu sem varð Evrópumeistari árið 2000. Síðan þá hefur Frakkland ekki unnið stóran titil. Margir spá að það geti breyst í Rússlandi í sumar enda hafa Frakkar á að skipa gríðarlega sterku liði. Karembeu kveðst bjartsýnn fyrir hönd franska liðsins en þjálfari þess er Didier Deschamps sem var fyrirliði Frakka þegar þeir urðu heims- og Evrópumeistarar í um aldamótin. „Á Evrópumótinu fyrir tveimur árum fóru Frakkar í úrslit. Það var frábært fyrir okkur að vinna heimsmeistara Þjóðverja [í undanúrslitunum]. Í 8 liða úrslitunum unnum við gott lið Íslands 5-2. Deschamps er að búa til lið sem á að geta komist í úrslit í Rússlandi og unnið heimsmeistaratitilinn, 20 árum á eftir okkur,“ segir Karembeu. Eins og áður segir eiga Frakkar marga frábæra leikmenn sem spila með bestu félagsliðum Evrópu. „Það hefur verið unnið gott grasrótarstarf í Frakklandi og félögin eru með góðar akademíur. Þau hafa búið til marga hæfileikaríka leikmenn,“ segir Karembeu. Hann viðurkennir að það sé hausverkur fyrir sinn gamla félaga, Deschamps, að velja franska liðið. „Stundum er erfitt fyrir hann að velja einn góðan leikmann fram yfir annan. Það er ekki auðvelt að þurfa að gera upp á milli manna.“ Karembeu, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Real Madrid, hefur áður komið til Íslands, árið 1998. Þá mættu Frakkar Íslendingum á Laugardalsvelli, í fyrsta leik þeirra eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Leikurinn var í undankeppni EM 2000 og endaði með 1-1 jafntefli. Ríkharður Daðason skoraði mark Íslands en Christophe Dugarry jafnaði fyrir Frakkland og bjargaði stigi fyrir heimsmeistarana. Karembeu var í byrjunarliði Frakka þennan dag, 5. september, og man vel eftir leiknum. „Þetta var ekki auðveldur leikur fyrir okkur. Ísland komst yfir en við komum til baka og leikurinn endaði með jafntefli. Þetta var langt frá því létt fyrir okkur,“ segir Karembeu. En hvaða möguleika telur hann að Ísland eigi á HM í sumar? „Öll liðin eiga möguleika. Ísland komst í 8 liða úrslit á EM en Frakkland í úrslit. Núna ættuð þið að komast í úrslit og við að verða heimsmeistarar,“ segir Karembeu og skellir upp úr. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
HM-bikarinn glæsilegi, sem Ísland keppir um ásamt 31 annarri þjóð á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar, kom á Klakann í gær á vegum Coca-Cola. Með í för var Christian Karembeu sem varð heimsmeistari með Frökkum á heimavelli fyrir 20 árum. „Bikarinn kallar bara fram fallegar minningar því við unnum hann 1998. Það er ástæðan fyrir því að ég er hér. Það er frábært að geta deilt minningunum með fólki og færa bikarinn nær aðdáendunum,“ segir Karembeu við Fréttablaðið. Karembeu var einnig hluti af franska liðinu sem varð Evrópumeistari árið 2000. Síðan þá hefur Frakkland ekki unnið stóran titil. Margir spá að það geti breyst í Rússlandi í sumar enda hafa Frakkar á að skipa gríðarlega sterku liði. Karembeu kveðst bjartsýnn fyrir hönd franska liðsins en þjálfari þess er Didier Deschamps sem var fyrirliði Frakka þegar þeir urðu heims- og Evrópumeistarar í um aldamótin. „Á Evrópumótinu fyrir tveimur árum fóru Frakkar í úrslit. Það var frábært fyrir okkur að vinna heimsmeistara Þjóðverja [í undanúrslitunum]. Í 8 liða úrslitunum unnum við gott lið Íslands 5-2. Deschamps er að búa til lið sem á að geta komist í úrslit í Rússlandi og unnið heimsmeistaratitilinn, 20 árum á eftir okkur,“ segir Karembeu. Eins og áður segir eiga Frakkar marga frábæra leikmenn sem spila með bestu félagsliðum Evrópu. „Það hefur verið unnið gott grasrótarstarf í Frakklandi og félögin eru með góðar akademíur. Þau hafa búið til marga hæfileikaríka leikmenn,“ segir Karembeu. Hann viðurkennir að það sé hausverkur fyrir sinn gamla félaga, Deschamps, að velja franska liðið. „Stundum er erfitt fyrir hann að velja einn góðan leikmann fram yfir annan. Það er ekki auðvelt að þurfa að gera upp á milli manna.“ Karembeu, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Real Madrid, hefur áður komið til Íslands, árið 1998. Þá mættu Frakkar Íslendingum á Laugardalsvelli, í fyrsta leik þeirra eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Leikurinn var í undankeppni EM 2000 og endaði með 1-1 jafntefli. Ríkharður Daðason skoraði mark Íslands en Christophe Dugarry jafnaði fyrir Frakkland og bjargaði stigi fyrir heimsmeistarana. Karembeu var í byrjunarliði Frakka þennan dag, 5. september, og man vel eftir leiknum. „Þetta var ekki auðveldur leikur fyrir okkur. Ísland komst yfir en við komum til baka og leikurinn endaði með jafntefli. Þetta var langt frá því létt fyrir okkur,“ segir Karembeu. En hvaða möguleika telur hann að Ísland eigi á HM í sumar? „Öll liðin eiga möguleika. Ísland komst í 8 liða úrslit á EM en Frakkland í úrslit. Núna ættuð þið að komast í úrslit og við að verða heimsmeistarar,“ segir Karembeu og skellir upp úr.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira