Óreiða í norðurljósaferðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. mars 2018 12:30 Aðstæður geta allt að því verið hættulegar í norðurljósaferðum að sögn leiðsögumanns þar sem fjöldi fólks safnast saman í kringum rútur og stóra bíla. visir/ernir Leiðsögumaður segir hættulegar aðstæður geta skapast í norðurljósaferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann telur nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. Áfangastaðurinn í norðurljósaferðum veltur á spám um bestu skilyrðin en nokkrir staðir eru þó vinsælastir og eru aðstæður oft með þeim hætti að flestir flykkjast á sama blettinn. Þar má til dæmis nefna svæðið við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd sem ekki er skipulagt fyrir þess konar álag. „Stundum eru kannski þrjátíu til fjörtíu rútur á einum stað eða einum punkti og það er bara eins og að vera í miðborg New York," segir Friðrik Brekkan, leiðsögumaður. „Á hverjum einasta hól og hæð standa þá tvær til þrjár rútur, fimm til sex bílar, jeppar og allt heila galleríið," segir Friðrik. Hann segir mikla hættu geta skapast í þessum aðstæðum. „Þú keyrir í myrkri og allt í einu standa kannski tíu manns úti á miðri götu. Margir ferðamenn átta sig ekki því að þetta eru hálfgerir þjóðvegir þótt þeir séu litlir," segir Friðrik. Hann telur nauðsynlegt að huga að því að stækka stæðin, fjölga útskotum og koma upp salernisaðstöðu á vinsælustu stöðunum sem yrðu þá nýttir betur. Þetta megi gera í samráði við leiðsögumenn og rútubílstjóra sem þekki aðstæðurnar. „Sum af þessum litlu útskotum mætti auðveldlega stækka tíu sinnum, til að dreifa álaginu og til þess að hætta stafi ekki af þessu. Maður veit hvar er fallegt útsýni, maður veit hvar er yfirleitt hægt að stoppa. Þá þarf bara að gera þar útskot," segir Friðrik. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Leiðsögumaður segir hættulegar aðstæður geta skapast í norðurljósaferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann telur nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. Áfangastaðurinn í norðurljósaferðum veltur á spám um bestu skilyrðin en nokkrir staðir eru þó vinsælastir og eru aðstæður oft með þeim hætti að flestir flykkjast á sama blettinn. Þar má til dæmis nefna svæðið við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd sem ekki er skipulagt fyrir þess konar álag. „Stundum eru kannski þrjátíu til fjörtíu rútur á einum stað eða einum punkti og það er bara eins og að vera í miðborg New York," segir Friðrik Brekkan, leiðsögumaður. „Á hverjum einasta hól og hæð standa þá tvær til þrjár rútur, fimm til sex bílar, jeppar og allt heila galleríið," segir Friðrik. Hann segir mikla hættu geta skapast í þessum aðstæðum. „Þú keyrir í myrkri og allt í einu standa kannski tíu manns úti á miðri götu. Margir ferðamenn átta sig ekki því að þetta eru hálfgerir þjóðvegir þótt þeir séu litlir," segir Friðrik. Hann telur nauðsynlegt að huga að því að stækka stæðin, fjölga útskotum og koma upp salernisaðstöðu á vinsælustu stöðunum sem yrðu þá nýttir betur. Þetta megi gera í samráði við leiðsögumenn og rútubílstjóra sem þekki aðstæðurnar. „Sum af þessum litlu útskotum mætti auðveldlega stækka tíu sinnum, til að dreifa álaginu og til þess að hætta stafi ekki af þessu. Maður veit hvar er fallegt útsýni, maður veit hvar er yfirleitt hægt að stoppa. Þá þarf bara að gera þar útskot," segir Friðrik.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira