Senda sólknúinn plastjeppa í 30 daga ferð á Suðurskautslandið Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. mars 2018 20:00 Sólknúinn plastjeppi verður prufukeyrður á íslenskum jöklum á næstu dögum í undirbúningi fyrir 30 daga för á Suðurskautslandið. Verkefninu er stýrt af hollenskum góðgerðasamtökum sem vilja vekja fólk til vitundar um endurnýtingu plastúrgangs. Þrátt fyrir að líta út eins og leikmunur úr James Bond mynd er bíllinn fullfær til aksturs, og það sem meira er – nánast alfarið búinn til úr endurnýttum plastúrgangi. Það er hins vegar ekkert James Bond-legt við hámarkshraða bílsins, sem nemur um átta og hálfum kílómetra á klukkustund. Þrátt fyrir þetta er hann óneitanlega mikil undrasmíð og var mannmergð fyrir utan Perlu norðursins þar sem hann var kynntur í dag, en verkefnið er unnið í samvinnu við hina íslensku Arctic Trucks. Hugmyndasmiðurinn hollenski, Edwin ter Velde, segir að sig hafi alltaf langað í umhverfisvænan bíl. „Ég hef því miður ekki efni á Teslu, en það er gott að eiga umhverfisvænan bíl, þannig að ég bjó bara einn slíkan til sjálfur,“ segir Edwin.Gista í bílnum í 30 daga Edwin og kona hans Liesbeth halda á Suðurskautslandið í nóvember. Á ferð sinni munu þau gista í bílnum í fimbulkulda við erfiðar aðstæður. Lítil kynding er í bílnum, en þau stefna að því að klæða sig vel og borða um 8-9 þúsund hitaeiningar á dag til að halda á sér hita. „Frá grunnbúðunum munum við aka þvert yfir suðurpólinn og til baka. Alls er ferðalagið um 2.300 kílómetrar og hækkunin um 3.000 metrar,“ segir Edwin. Bíllinn er nánast eingöngu úr bræddum plasteiningum sem eru formaðar í þrívíddarprentara, auk koltrefja og efnis sem svipar til kevlar. Þrátt fyrir að vera alls um 16 metra langur með tengivögnum vegur bíllinn aðeins 1 og hálft tonn. Edwin segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var að henda plastumbúðum af matvælum heima í Hollandi. Hann ákvað að hætta alfarið að fleygja úrgangi og nýta hann frekar til góðs. Hópurinn vonar að Suðurskautsverkefnið veiti fleirum sama innblástur. „Við viljum veita fólki innblástur og sýna því að ef þú kýst að henda ekki úrgangi þá fara hlutirnir að gerast. Á þessu er mikil þörf, enda blasa gríðarleg vandamál við okkur tengd úrgangi, sem fyrst og fremst er plast,“ segir Edwin að lokum. Suðurskautslandið Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Sólknúinn plastjeppi verður prufukeyrður á íslenskum jöklum á næstu dögum í undirbúningi fyrir 30 daga för á Suðurskautslandið. Verkefninu er stýrt af hollenskum góðgerðasamtökum sem vilja vekja fólk til vitundar um endurnýtingu plastúrgangs. Þrátt fyrir að líta út eins og leikmunur úr James Bond mynd er bíllinn fullfær til aksturs, og það sem meira er – nánast alfarið búinn til úr endurnýttum plastúrgangi. Það er hins vegar ekkert James Bond-legt við hámarkshraða bílsins, sem nemur um átta og hálfum kílómetra á klukkustund. Þrátt fyrir þetta er hann óneitanlega mikil undrasmíð og var mannmergð fyrir utan Perlu norðursins þar sem hann var kynntur í dag, en verkefnið er unnið í samvinnu við hina íslensku Arctic Trucks. Hugmyndasmiðurinn hollenski, Edwin ter Velde, segir að sig hafi alltaf langað í umhverfisvænan bíl. „Ég hef því miður ekki efni á Teslu, en það er gott að eiga umhverfisvænan bíl, þannig að ég bjó bara einn slíkan til sjálfur,“ segir Edwin.Gista í bílnum í 30 daga Edwin og kona hans Liesbeth halda á Suðurskautslandið í nóvember. Á ferð sinni munu þau gista í bílnum í fimbulkulda við erfiðar aðstæður. Lítil kynding er í bílnum, en þau stefna að því að klæða sig vel og borða um 8-9 þúsund hitaeiningar á dag til að halda á sér hita. „Frá grunnbúðunum munum við aka þvert yfir suðurpólinn og til baka. Alls er ferðalagið um 2.300 kílómetrar og hækkunin um 3.000 metrar,“ segir Edwin. Bíllinn er nánast eingöngu úr bræddum plasteiningum sem eru formaðar í þrívíddarprentara, auk koltrefja og efnis sem svipar til kevlar. Þrátt fyrir að vera alls um 16 metra langur með tengivögnum vegur bíllinn aðeins 1 og hálft tonn. Edwin segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var að henda plastumbúðum af matvælum heima í Hollandi. Hann ákvað að hætta alfarið að fleygja úrgangi og nýta hann frekar til góðs. Hópurinn vonar að Suðurskautsverkefnið veiti fleirum sama innblástur. „Við viljum veita fólki innblástur og sýna því að ef þú kýst að henda ekki úrgangi þá fara hlutirnir að gerast. Á þessu er mikil þörf, enda blasa gríðarleg vandamál við okkur tengd úrgangi, sem fyrst og fremst er plast,“ segir Edwin að lokum.
Suðurskautslandið Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira