Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Dómsmálaráðuneytið telur illgerlegt að standa í svo miklum breytingum fyrir kosningar 26. maí. Vísir/Valli Heitar umræður sköpuðust um það á Alþingi í gær hvort lækka ætti kosningaaldur fyrir sveitarstjórnarkosningar niður í sextán ár úr átján árum. Stefnt er að því að endanleg niðurstaða fáist í dag um það hvort frumvarpið verði að lögum eður ei. Kosið verður til sveitarstjórna um land allt þann 26. maí næstkomandi. Lögum samkvæmt mun atkvæðagreiðsla utan kjörfundar því hefjast í næstu viku. Allt kapp er lagt á að ljúka málinu í dag enda hefst rúmlega tveggja vikna páskafrí þingmanna að þingfundi loknum. Of seint yrði að ljúka málinu dragist það fram í fríið. Milli fyrstu og annarrar umræðu um málið var bætt inn ákvæði þess efnis að þó að sextán ára og eldri geti kosið þá njóti ólögráða kjósendur ekki kjörgengis. Lagt er til að lögin taki gildi samstundis. Þingheimur skiptist í þrennt í afstöðu sinni til frumvarpsins. Í fyrsta lagi þeir sem vilja samþykkja það, í öðru lagi þeir sem eru því andvígir og að lokum þeir sem telja of stutt í sveitarstjórnarkosningar til að framkvæmdin geti tekist vel. „Mér þykir vera hrópandi ósamræmi milli ólíkra réttinda. Til dæmis að við veitum viðkomandi ekki rétt til að bjóða sig fram heldur rétt til að kjósa en þó ekki í alþingiskosningum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Hluti Sjálfstæðismanna taldi að rétt væri að flýta sér hægt, samræma kosningalöggjöfina í heild sinni og skoða hvort rétt væri að breyta lögræðisaldri og öðrum tímamörkum um það hvenær börn öðlast ýmis réttindi. „Það er dálítið fyndið að hlusta á suma sem taka hér til máls sem beita fyrir sig einhvers konar röksemdafærslu Marteins Mosdal að það þurfi að vera ein ríkisleið, einn ríkisaldur á öllum borgaralegum réttindum, sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.„Besta leiðin til að drepa þetta mál algjörlega, ef við blöndum saman kosningaaldri og áfengiskaupaaldri þá hækkum við kosningaaldurinn.“ Í gær bárust þingmönnum athugasemdir frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fram kom að illgerlegt gæti orðið að framkvæma breytinguna. Kosningavefur ráðuneytisins hafi nú þegar verið uppfærður. Erfitt verði að yfirfara allt efni á vefnum ef frumvarpið verður samþykkt. „Herra forseti. Það er ekki einu sinni komið fram hverjir eru í framboði þannig að við vitum að þessi vefur þarfnast uppfærslu,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fjörutíu þingmenn greiddu atkvæði með því að kosningaaldur yrði lækkaður í sextán ár en hluti Sjálfstæðisflokksins sat hjá. Öllu minni samstaða var um breytingatillögur um hvort kjörgengi og kosningaaldur færi saman en þar klofnaði þingheimur. Sömu sögu er að segja um breytingatillögur um gildistökudag frumvarpsins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meirihluti greiddi atkvæði með 16 ára kosningaaldri Frumvarp til laga um lækkun á kosningaaldri til sveitastjórnarkosninga úr 18 ára aldri í 16 ára aldur var samþykkt í 2. umræðu á Alþingi í dag með 43 atkvæði gegn einu. 22. mars 2018 16:09 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Heitar umræður sköpuðust um það á Alþingi í gær hvort lækka ætti kosningaaldur fyrir sveitarstjórnarkosningar niður í sextán ár úr átján árum. Stefnt er að því að endanleg niðurstaða fáist í dag um það hvort frumvarpið verði að lögum eður ei. Kosið verður til sveitarstjórna um land allt þann 26. maí næstkomandi. Lögum samkvæmt mun atkvæðagreiðsla utan kjörfundar því hefjast í næstu viku. Allt kapp er lagt á að ljúka málinu í dag enda hefst rúmlega tveggja vikna páskafrí þingmanna að þingfundi loknum. Of seint yrði að ljúka málinu dragist það fram í fríið. Milli fyrstu og annarrar umræðu um málið var bætt inn ákvæði þess efnis að þó að sextán ára og eldri geti kosið þá njóti ólögráða kjósendur ekki kjörgengis. Lagt er til að lögin taki gildi samstundis. Þingheimur skiptist í þrennt í afstöðu sinni til frumvarpsins. Í fyrsta lagi þeir sem vilja samþykkja það, í öðru lagi þeir sem eru því andvígir og að lokum þeir sem telja of stutt í sveitarstjórnarkosningar til að framkvæmdin geti tekist vel. „Mér þykir vera hrópandi ósamræmi milli ólíkra réttinda. Til dæmis að við veitum viðkomandi ekki rétt til að bjóða sig fram heldur rétt til að kjósa en þó ekki í alþingiskosningum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Hluti Sjálfstæðismanna taldi að rétt væri að flýta sér hægt, samræma kosningalöggjöfina í heild sinni og skoða hvort rétt væri að breyta lögræðisaldri og öðrum tímamörkum um það hvenær börn öðlast ýmis réttindi. „Það er dálítið fyndið að hlusta á suma sem taka hér til máls sem beita fyrir sig einhvers konar röksemdafærslu Marteins Mosdal að það þurfi að vera ein ríkisleið, einn ríkisaldur á öllum borgaralegum réttindum, sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.„Besta leiðin til að drepa þetta mál algjörlega, ef við blöndum saman kosningaaldri og áfengiskaupaaldri þá hækkum við kosningaaldurinn.“ Í gær bárust þingmönnum athugasemdir frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fram kom að illgerlegt gæti orðið að framkvæma breytinguna. Kosningavefur ráðuneytisins hafi nú þegar verið uppfærður. Erfitt verði að yfirfara allt efni á vefnum ef frumvarpið verður samþykkt. „Herra forseti. Það er ekki einu sinni komið fram hverjir eru í framboði þannig að við vitum að þessi vefur þarfnast uppfærslu,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fjörutíu þingmenn greiddu atkvæði með því að kosningaaldur yrði lækkaður í sextán ár en hluti Sjálfstæðisflokksins sat hjá. Öllu minni samstaða var um breytingatillögur um hvort kjörgengi og kosningaaldur færi saman en þar klofnaði þingheimur. Sömu sögu er að segja um breytingatillögur um gildistökudag frumvarpsins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meirihluti greiddi atkvæði með 16 ára kosningaaldri Frumvarp til laga um lækkun á kosningaaldri til sveitastjórnarkosninga úr 18 ára aldri í 16 ára aldur var samþykkt í 2. umræðu á Alþingi í dag með 43 atkvæði gegn einu. 22. mars 2018 16:09 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Meirihluti greiddi atkvæði með 16 ára kosningaaldri Frumvarp til laga um lækkun á kosningaaldri til sveitastjórnarkosninga úr 18 ára aldri í 16 ára aldur var samþykkt í 2. umræðu á Alþingi í dag með 43 atkvæði gegn einu. 22. mars 2018 16:09