Ólga á meðal grunnskólakennara Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. mars 2018 19:30 Mikil ólga er á meðal grunnskólakennara sem felldu í gær nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin með tæpum 70 prósentum atkvæða. Kennaraforystan metur nú næstu skref. Í grein á Vísi á mánudag gagnrýndi Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara tvo aðila sem taka sæti í nýrri samninganefnd grunnskólakennara 18. maí næstkomandi. En báðir hlutu kjör til trúnaðarstarfa fyrir félagið í febrúar síðastliðnum. Ólafur hefur sagt áróður pólitískra aðila gegn kjarasamningi sem grunnskólakennarar felldu með tæpum 70 prósentum atkvæða, í gær hafa verið grímulausan. „Það er ekkert sem að ég var að skrifa um sem að blasir ekki við hverjum sem er,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari tekur sæti í samninganefndinni í maí ásamt Jóni Inga Gíslasyni en í grein Ólafs segir hann að þau hafi markvisst hvatt félagsmenn til þess að fella nýgerðan kjarasamning undir myllumerkinu #fellumfeitt. „Það er nú svo sem ekkert leyndarmál að ég og Ólafur höfum ekki verið sammála í því hvert kjör kennara eiga að stefna eða hvernig samningar eiga að vera og ég hef löngum talið að það sé hægt að gera betur. Það er alveg klárt mál að 3 prósenta launahækkun í 2,5 prósenta verðbólgu er ekki eitthvað sem kennarar munu nokkurn tímann sætta sig við,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari. „Þegar þú ert að semja við einhvern, og hann býður þér þetta, þá áttu tvo möguleika í stöðunni eins og ég hef sagt. Annað hvort semur þú eins mikið og þú getur við þær aðstæður eða þú blæst til átaka og við mátum það þannig að úr því það var ekki meira í boði að það væri skynsamlegra að fara þá og leggja þetta í dóm okkar félagsmanna heldur en að blása til átaka,“ segir Ólafur. Forysta grunnskólakennara of samninganefndin hittist á fundi í dag og fór yfir stöðuna og munu hittast aftur eftir helgi þar sem næstu skref verða rædd. Þess ber þó að geta að aðeins 57 dagar eru þar til ný forysta og ný samninganefnd taka við í Félagi grunnskólakennara.Komið þið til með að gera eitthvað fyrir þann tíma? „Það er okkar hlutverk að reyna að semja og við gefumst ekkert upp á því,“ segir Ólafur. „Maður hefur heyrt það á Ólafi og hann hefur jafnvel sagt að þá bara gerist ekki neitt fyrr en 18. maí, þegar ný nefnd tekur við,“ segir Ásthildur.Hver er staða núverandi forystu og samninganefndar í ljósi þess að þessi kjarasamningur var felldur. Eruð þið rúin trausti? „Það má örugglega færa einhver rök fyrir því en þá verða menn líka að horfa á hitt að við lögðum þetta fram í því samhengi sem það er gert, það er að segja þetta er stuttur samningur og það var okkar mat að væri mun skynsamlegra að loka þessu á þessum tíma,“ segir Ólafur. Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Framsókn hafi herjað á samninginn 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Mikil ólga er á meðal grunnskólakennara sem felldu í gær nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin með tæpum 70 prósentum atkvæða. Kennaraforystan metur nú næstu skref. Í grein á Vísi á mánudag gagnrýndi Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara tvo aðila sem taka sæti í nýrri samninganefnd grunnskólakennara 18. maí næstkomandi. En báðir hlutu kjör til trúnaðarstarfa fyrir félagið í febrúar síðastliðnum. Ólafur hefur sagt áróður pólitískra aðila gegn kjarasamningi sem grunnskólakennarar felldu með tæpum 70 prósentum atkvæða, í gær hafa verið grímulausan. „Það er ekkert sem að ég var að skrifa um sem að blasir ekki við hverjum sem er,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari tekur sæti í samninganefndinni í maí ásamt Jóni Inga Gíslasyni en í grein Ólafs segir hann að þau hafi markvisst hvatt félagsmenn til þess að fella nýgerðan kjarasamning undir myllumerkinu #fellumfeitt. „Það er nú svo sem ekkert leyndarmál að ég og Ólafur höfum ekki verið sammála í því hvert kjör kennara eiga að stefna eða hvernig samningar eiga að vera og ég hef löngum talið að það sé hægt að gera betur. Það er alveg klárt mál að 3 prósenta launahækkun í 2,5 prósenta verðbólgu er ekki eitthvað sem kennarar munu nokkurn tímann sætta sig við,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari. „Þegar þú ert að semja við einhvern, og hann býður þér þetta, þá áttu tvo möguleika í stöðunni eins og ég hef sagt. Annað hvort semur þú eins mikið og þú getur við þær aðstæður eða þú blæst til átaka og við mátum það þannig að úr því það var ekki meira í boði að það væri skynsamlegra að fara þá og leggja þetta í dóm okkar félagsmanna heldur en að blása til átaka,“ segir Ólafur. Forysta grunnskólakennara of samninganefndin hittist á fundi í dag og fór yfir stöðuna og munu hittast aftur eftir helgi þar sem næstu skref verða rædd. Þess ber þó að geta að aðeins 57 dagar eru þar til ný forysta og ný samninganefnd taka við í Félagi grunnskólakennara.Komið þið til með að gera eitthvað fyrir þann tíma? „Það er okkar hlutverk að reyna að semja og við gefumst ekkert upp á því,“ segir Ólafur. „Maður hefur heyrt það á Ólafi og hann hefur jafnvel sagt að þá bara gerist ekki neitt fyrr en 18. maí, þegar ný nefnd tekur við,“ segir Ásthildur.Hver er staða núverandi forystu og samninganefndar í ljósi þess að þessi kjarasamningur var felldur. Eruð þið rúin trausti? „Það má örugglega færa einhver rök fyrir því en þá verða menn líka að horfa á hitt að við lögðum þetta fram í því samhengi sem það er gert, það er að segja þetta er stuttur samningur og það var okkar mat að væri mun skynsamlegra að loka þessu á þessum tíma,“ segir Ólafur.
Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Framsókn hafi herjað á samninginn 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50