Þekking er gjaldmiðill framtíðar Jón Atli Benediktsson skrifar 22. mars 2018 17:00 Uppbygging rannsókna og doktorsnáms við Háskóla Íslands undanfarna tvo áratugi hefur komið skólanum í fremstu röð alþjóð legra rannsóknaháskóla. Þjóðir heims fjárfesta í rannsóknarháskólum til að byggja upp samfélag sem drifið er áfram af menntun, rannsóknum og nýsköpun. Hér á landi hefur verið stigið skref í þá átt með uppbyggingu háskólastigsins en til að byggja upp blómlegt þekkingarsamfélag á Íslandi til framtíðar þarf samstillt átak háskóla, stjórnvalda og atvinnulífs. Atvinnulífið þarf að sjá sér hag í því að vinna með háskólum og háskólar þurfa að sjá ábata af því að vinna með atvinnulífinu. Þannig er hægt að tryggja hagnýtingu þekkingar og að ungt fólk hafi fjölbreytt tækifæri til að nýta háskólamenntun sína og sjái sér þannig hag í að búa hér á landi. Rannsóknir háskóla og doktorsnám er mikilvægur þáttur í þessari menntasókn. Hagnýting þekkingar er forsenda þess að hægt sé að takast á við samfélagslegar áskoranir á borð við loftslagsbreytingar og misskiptingu auðs og til að fyrirtæki geti þróað starfsemi sína. Opinberar stofnanir, nýsköpunarfyrirtæki og atvinnulíf kalla sífellt eftir sérhæfðari þekkingu og háþróaðri tæknilausnum. Mörg framsæknustu fyrirtæki heims hafa því byggt upp öflugt samstarf við háskóla til að sækja þangað þekkingu og tækninýjungar sem sprottnar eru úr grunnrannsóknum á ólíkum fræðasviðum. Hátæknirisar á borð við Google og Apple sækjast t.d. markvisst eftir samstarfi við háskóla og rannsóknastofnanir og er þróun þessara fyrirtækja háð slíkri þekkingarsköpun. Mikilvæg framþróun síðustu áratuga – s.s. GPS-tæknin, snertiskjárinn og internetið – hefði aldrei náðst án fjárfestingar samfélagsins í háskólamenntun, rannsóknum og doktorsnámi í fjölbreyttum fræðigreinum. Háskóli Íslands hefur þegar stigið markviss skref til að skapa lifandi og gagnvirkan samstarfsvettvang við atvinnulífið. Dæmi um þetta er uppbygging Vísindagarða í Vatnsmýrinni í samvinnu við Reykjavíkurborg þar sem Háskólinn og nýsköpunarfyrirtæki eru leidd saman. Þá hefur Háskólinn haft forystu um stofnun þekkingarveitunnar „Auðnu“ sem er vettvangur til að veita hugverkum og nýrri tækni úr háskólum og rannsóknastofnunum til samfélags og atvinnulífs. Erlendar úttektir hafa sýnt að skortur á slíku samstarfi og slíkri þekkingarveitu hefur verið veikleiki kerfisins hér á landi. Sóknarfærin hér fyrir íslenskt samfélag eru nánast óþrjótandi. Beint samband er á milli fjárfestingar í rannsóknum, nýsköpun og þróun annars vegar og framleiðniaukningar og hagvaxtar hins vegar. Áhrifin eru víðtækust í þeim ríkjum sem fjárfesta mest í háskólastarfi. Sýnt hefur verið fram á að hver aukin króna til rannsókna og nýsköpunar skilar vexti þjóðartekna sem nemur fimmfaldri þeirri aukningu. Fjárfesting í rannsóknum og menntun skilar sér þannig margfalt til baka til samfélagsins í auknum hagvexti og lífsgæðum.Sameiginlegt viðfangsefni Samkvæmt nýsköpunarvísitölu Sameinuðu þjóðanna stendur Ísland sterkt að vígi þegar litið er til árangurs vísindarannsókna og alþjóðlegs samstarfs, en síður þegar kemur að þáttum á borð við nýtingu hátækni, útflutning og framleiðni. Hluti vandans er að við verjum ekki nægilegum fjármunum í rannsóknir og þróun, jafnt í háskólum sem fyrirtækjum. Við þurfum sameiginlega að setja okkur metnaðarfull markmið til að vera samkeppnishæf við nágrannaþjóðir okkar. Evrópusambandið stefnir að því að verja þremur prósentum af landsframleiðslu aðildarríkjanna í rannsóknir og þróun og skapa með því fjölda nýrra starfa og auka hagvöxt. Framsækin ríki á borð við Bandaríkin, Japan og Suður-Kóreu fjárfesta nú þegar þrjú til fjögur prósent af landsframleiðslu sinni í rannsóknaháskólum, alþjóðasamstarfi, hagnýtingu og nýsköpun til að tryggja samkeppnishæfni sína. Slík fjárfesting skilar sér beint til atvinnulífsins og samfélagsins alls. Það er sameiginlegt viðfangsefni okkar, háskólasamfélagsins, atvinnulífsins og stjórnvalda að stuðla að hagnýtingu þekkingar í þágu sjálfbærni samfélagsins, velferðar allra og til að efla samkeppnishæfni þjóðarinnar. Farsæld samfélags okkar til framtíðar er í húfi.Höfundur er rektor Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Skóla - og menntamál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Uppbygging rannsókna og doktorsnáms við Háskóla Íslands undanfarna tvo áratugi hefur komið skólanum í fremstu röð alþjóð legra rannsóknaháskóla. Þjóðir heims fjárfesta í rannsóknarháskólum til að byggja upp samfélag sem drifið er áfram af menntun, rannsóknum og nýsköpun. Hér á landi hefur verið stigið skref í þá átt með uppbyggingu háskólastigsins en til að byggja upp blómlegt þekkingarsamfélag á Íslandi til framtíðar þarf samstillt átak háskóla, stjórnvalda og atvinnulífs. Atvinnulífið þarf að sjá sér hag í því að vinna með háskólum og háskólar þurfa að sjá ábata af því að vinna með atvinnulífinu. Þannig er hægt að tryggja hagnýtingu þekkingar og að ungt fólk hafi fjölbreytt tækifæri til að nýta háskólamenntun sína og sjái sér þannig hag í að búa hér á landi. Rannsóknir háskóla og doktorsnám er mikilvægur þáttur í þessari menntasókn. Hagnýting þekkingar er forsenda þess að hægt sé að takast á við samfélagslegar áskoranir á borð við loftslagsbreytingar og misskiptingu auðs og til að fyrirtæki geti þróað starfsemi sína. Opinberar stofnanir, nýsköpunarfyrirtæki og atvinnulíf kalla sífellt eftir sérhæfðari þekkingu og háþróaðri tæknilausnum. Mörg framsæknustu fyrirtæki heims hafa því byggt upp öflugt samstarf við háskóla til að sækja þangað þekkingu og tækninýjungar sem sprottnar eru úr grunnrannsóknum á ólíkum fræðasviðum. Hátæknirisar á borð við Google og Apple sækjast t.d. markvisst eftir samstarfi við háskóla og rannsóknastofnanir og er þróun þessara fyrirtækja háð slíkri þekkingarsköpun. Mikilvæg framþróun síðustu áratuga – s.s. GPS-tæknin, snertiskjárinn og internetið – hefði aldrei náðst án fjárfestingar samfélagsins í háskólamenntun, rannsóknum og doktorsnámi í fjölbreyttum fræðigreinum. Háskóli Íslands hefur þegar stigið markviss skref til að skapa lifandi og gagnvirkan samstarfsvettvang við atvinnulífið. Dæmi um þetta er uppbygging Vísindagarða í Vatnsmýrinni í samvinnu við Reykjavíkurborg þar sem Háskólinn og nýsköpunarfyrirtæki eru leidd saman. Þá hefur Háskólinn haft forystu um stofnun þekkingarveitunnar „Auðnu“ sem er vettvangur til að veita hugverkum og nýrri tækni úr háskólum og rannsóknastofnunum til samfélags og atvinnulífs. Erlendar úttektir hafa sýnt að skortur á slíku samstarfi og slíkri þekkingarveitu hefur verið veikleiki kerfisins hér á landi. Sóknarfærin hér fyrir íslenskt samfélag eru nánast óþrjótandi. Beint samband er á milli fjárfestingar í rannsóknum, nýsköpun og þróun annars vegar og framleiðniaukningar og hagvaxtar hins vegar. Áhrifin eru víðtækust í þeim ríkjum sem fjárfesta mest í háskólastarfi. Sýnt hefur verið fram á að hver aukin króna til rannsókna og nýsköpunar skilar vexti þjóðartekna sem nemur fimmfaldri þeirri aukningu. Fjárfesting í rannsóknum og menntun skilar sér þannig margfalt til baka til samfélagsins í auknum hagvexti og lífsgæðum.Sameiginlegt viðfangsefni Samkvæmt nýsköpunarvísitölu Sameinuðu þjóðanna stendur Ísland sterkt að vígi þegar litið er til árangurs vísindarannsókna og alþjóðlegs samstarfs, en síður þegar kemur að þáttum á borð við nýtingu hátækni, útflutning og framleiðni. Hluti vandans er að við verjum ekki nægilegum fjármunum í rannsóknir og þróun, jafnt í háskólum sem fyrirtækjum. Við þurfum sameiginlega að setja okkur metnaðarfull markmið til að vera samkeppnishæf við nágrannaþjóðir okkar. Evrópusambandið stefnir að því að verja þremur prósentum af landsframleiðslu aðildarríkjanna í rannsóknir og þróun og skapa með því fjölda nýrra starfa og auka hagvöxt. Framsækin ríki á borð við Bandaríkin, Japan og Suður-Kóreu fjárfesta nú þegar þrjú til fjögur prósent af landsframleiðslu sinni í rannsóknaháskólum, alþjóðasamstarfi, hagnýtingu og nýsköpun til að tryggja samkeppnishæfni sína. Slík fjárfesting skilar sér beint til atvinnulífsins og samfélagsins alls. Það er sameiginlegt viðfangsefni okkar, háskólasamfélagsins, atvinnulífsins og stjórnvalda að stuðla að hagnýtingu þekkingar í þágu sjálfbærni samfélagsins, velferðar allra og til að efla samkeppnishæfni þjóðarinnar. Farsæld samfélags okkar til framtíðar er í húfi.Höfundur er rektor Háskóla Íslands.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar