Sýndi mótþróa og gekk laus mínútum síðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2018 10:28 Sveinn Gestur ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni, í dómsal. Vísir/Ernir Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í Landsrétti í máli ákæurvaldsins á hendur honum, en þó ekki lengur en til föstudagsins 15. júní. Sveinn Gestur var í héraðsdómi í desember dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, Sveinn hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar þar sem málið bíður meðferðar. Það er ekki enn komið á dagskrá Landsréttar.Neitaði að koma fyrir dóminn Sveinn Gestur hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 8. júní í fyrra og var síðast gert að sæta gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp sama dag og fyrrgreindur dómur. Var gæsluvarðhald markaður tími til 12. mars 2018 klukkan 16 og undi Sveinn þeim úrskurði. Þann 12. mars klukkan 15:45 krafðist saksóknari áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Sveini Gesti og var verjandi Sveins Gests mættur fyrir hans hönd í héraðsdóm. Dóminum höfðu borist þær upplýsingar að Sveinn hefði sýnt mótþróa þegar færa átti hann fyrir dóminn, hann hefði neitað að koma fyrir dóminn. Óskaði verjandi eftir stuttum fresti til að hægt væri að koma Sveini Gesti úr fangelsinu á Hólmsheiði í héraðsdóm til að vera viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins. Klukkan 16 rann hins vegar gæsluvarðhaldið yfir Sveini Gesti út án þess að það hefði verið framlengt, enda dómari, verjandi og saksóknari í dómsal að bíða komu Sveins Gests.Skapaði aðstæðurnar sjálfur Kemur fram í gögnum að Sveinn Gestur hafi gengið laus í innan við fimm mínútur áður en hann var handtekinn aftur og færður í dómsal þar sem krafan um gæsluvarðhald var tekin fyrir klukkan 17. Var Sveinn Gestur úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til dómur í máli hans fellur í Landsrétti, þó ekki síður en 15. júní. Þennan úrskurð kærði verjandi Sveins Gests til Landsréttar á þeirri forsendu að varðhald hefði runnið út án þess að krafa hefði verið sett fram um frekara varðhald. Landsréttur benti á að ástæða þess að krafan hefði ekki verið tekin fyrir hefði verið vegna aðstæðna sem Sveinn Gestur hefði sjálfur skapað. „Þótt sakborningur eigi ávallt rétt til þess að koma fyrir dóm þegar krafist er framlengingar á gæsluvarðhaldi, standa lög ekki til þess að vísa beri frá slíkri kröfu, þegar ekki reynist unnt að kynna hana fyrir sakborningi áður en fyrra gæsluvarðhaldi lýkur vegna ástæðna sem raktar verða til sakbornings sjálfs.“ Var kröfu verjanda hans því hafnað og úrskurðurinn úr héraði staðfestur. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur gekk laus fyrir mistök Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, var óvænt sleppt úr haldi í gær. 13. mars 2018 05:56 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í Landsrétti í máli ákæurvaldsins á hendur honum, en þó ekki lengur en til föstudagsins 15. júní. Sveinn Gestur var í héraðsdómi í desember dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, Sveinn hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar þar sem málið bíður meðferðar. Það er ekki enn komið á dagskrá Landsréttar.Neitaði að koma fyrir dóminn Sveinn Gestur hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 8. júní í fyrra og var síðast gert að sæta gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp sama dag og fyrrgreindur dómur. Var gæsluvarðhald markaður tími til 12. mars 2018 klukkan 16 og undi Sveinn þeim úrskurði. Þann 12. mars klukkan 15:45 krafðist saksóknari áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Sveini Gesti og var verjandi Sveins Gests mættur fyrir hans hönd í héraðsdóm. Dóminum höfðu borist þær upplýsingar að Sveinn hefði sýnt mótþróa þegar færa átti hann fyrir dóminn, hann hefði neitað að koma fyrir dóminn. Óskaði verjandi eftir stuttum fresti til að hægt væri að koma Sveini Gesti úr fangelsinu á Hólmsheiði í héraðsdóm til að vera viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins. Klukkan 16 rann hins vegar gæsluvarðhaldið yfir Sveini Gesti út án þess að það hefði verið framlengt, enda dómari, verjandi og saksóknari í dómsal að bíða komu Sveins Gests.Skapaði aðstæðurnar sjálfur Kemur fram í gögnum að Sveinn Gestur hafi gengið laus í innan við fimm mínútur áður en hann var handtekinn aftur og færður í dómsal þar sem krafan um gæsluvarðhald var tekin fyrir klukkan 17. Var Sveinn Gestur úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til dómur í máli hans fellur í Landsrétti, þó ekki síður en 15. júní. Þennan úrskurð kærði verjandi Sveins Gests til Landsréttar á þeirri forsendu að varðhald hefði runnið út án þess að krafa hefði verið sett fram um frekara varðhald. Landsréttur benti á að ástæða þess að krafan hefði ekki verið tekin fyrir hefði verið vegna aðstæðna sem Sveinn Gestur hefði sjálfur skapað. „Þótt sakborningur eigi ávallt rétt til þess að koma fyrir dóm þegar krafist er framlengingar á gæsluvarðhaldi, standa lög ekki til þess að vísa beri frá slíkri kröfu, þegar ekki reynist unnt að kynna hana fyrir sakborningi áður en fyrra gæsluvarðhaldi lýkur vegna ástæðna sem raktar verða til sakbornings sjálfs.“ Var kröfu verjanda hans því hafnað og úrskurðurinn úr héraði staðfestur.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur gekk laus fyrir mistök Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, var óvænt sleppt úr haldi í gær. 13. mars 2018 05:56 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Sveinn Gestur gekk laus fyrir mistök Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, var óvænt sleppt úr haldi í gær. 13. mars 2018 05:56