Segir starfsemi og regluverk helst minna á villta vestrið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2018 14:30 Mál þungaðrar konu sem lenti í lífshættu eftir nálastungumeðferð er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis. Vísir/Getty Formaður Nálastungufélags Íslands segir starfsemi og regluverk um nálastungumeðferðir hér á landi helst minna á villta vestrið. Félagið hefur barist fyrir löggildingu starfsheitisins í áraraðir en ekkert opinbert eftirlit er með starfseminni hér á landi. Mál þungaðrar konu sem lenti í lífshættu eftir nálastungumeðferð er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis. Konan leitaði til bráðamóttöku í kjölfar áverka eftir nálastungur líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum og hefur Landspítalinn tilkynnt um atvikið til lögreglu.Hafa barist fyrir löggildingu í 20 ár Í tilkynningu sem Nálastungufélag Íslands sendi frá sér í gær kemur fram að í raun geti hvaða aðilar sem er stundað þessa iðju, án þess að hafa hlotið til þess viðunandi sérfræðimenntun. Þórunn Birna Guðmundsdóttir er formaður Nálastungufélags Íslands. „Við erum búin að vera að berjast fyrir þessu í 17-18 ár, hátt í 20 ár að fá löggildingu fyrir okkar stétt, umsóknin liggur og bíður afgreiðslu alveg frá 2006 eða fyrr og við höfum farið aftur og aftur til heilbrigðisráðherra, á sínum tíma, og aldrei hefur neitt verið gert,“ segir Þórunn Birna. Helgarnámskeið alls ekki nóg Félagið mælir með því að fólk leiti eingöngu til faglærðra sérfræðinga sem hlotið hafa viðunandi menntun í nálastungum. „Ég er búin að ljúka sex ára námi með doktorsgráðu og ég veit að helgarnámskeið eða nokkra mánaða námskeið er bara alls ekki nóg. Og það ættu allir bara að skilja og líka heilbrigðisráðherra. Landlæknir og heilbrigðisstarfsmenn.“ Hún tekur fram að félagið hafi ekki vitneskju um hjá hvaða aðila þungaða konan fór í nálastungu, en viðkomandi sé þó ekki aðili að félaginu. „Ég hef alltaf lýst þessu sem bara villta vestrinu, við hérna á Íslandi í austrænum lækningum, austurlenskri læknisfræði, sem er ekki bara nálastungur, hér er bara villta vestrið þegar kemur að þessu. Auðvitað hræðir þetta fólk og hefur alltaf gert, þetta er ekkert nýtt af nálinni í heiminum að eitthvað svona geti komið upp,“ segir Þórunn Birna Guðmundsdóttir, formaður Nálastungufélags Íslands. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Formaður Nálastungufélags Íslands segir starfsemi og regluverk um nálastungumeðferðir hér á landi helst minna á villta vestrið. Félagið hefur barist fyrir löggildingu starfsheitisins í áraraðir en ekkert opinbert eftirlit er með starfseminni hér á landi. Mál þungaðrar konu sem lenti í lífshættu eftir nálastungumeðferð er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis. Konan leitaði til bráðamóttöku í kjölfar áverka eftir nálastungur líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum og hefur Landspítalinn tilkynnt um atvikið til lögreglu.Hafa barist fyrir löggildingu í 20 ár Í tilkynningu sem Nálastungufélag Íslands sendi frá sér í gær kemur fram að í raun geti hvaða aðilar sem er stundað þessa iðju, án þess að hafa hlotið til þess viðunandi sérfræðimenntun. Þórunn Birna Guðmundsdóttir er formaður Nálastungufélags Íslands. „Við erum búin að vera að berjast fyrir þessu í 17-18 ár, hátt í 20 ár að fá löggildingu fyrir okkar stétt, umsóknin liggur og bíður afgreiðslu alveg frá 2006 eða fyrr og við höfum farið aftur og aftur til heilbrigðisráðherra, á sínum tíma, og aldrei hefur neitt verið gert,“ segir Þórunn Birna. Helgarnámskeið alls ekki nóg Félagið mælir með því að fólk leiti eingöngu til faglærðra sérfræðinga sem hlotið hafa viðunandi menntun í nálastungum. „Ég er búin að ljúka sex ára námi með doktorsgráðu og ég veit að helgarnámskeið eða nokkra mánaða námskeið er bara alls ekki nóg. Og það ættu allir bara að skilja og líka heilbrigðisráðherra. Landlæknir og heilbrigðisstarfsmenn.“ Hún tekur fram að félagið hafi ekki vitneskju um hjá hvaða aðila þungaða konan fór í nálastungu, en viðkomandi sé þó ekki aðili að félaginu. „Ég hef alltaf lýst þessu sem bara villta vestrinu, við hérna á Íslandi í austrænum lækningum, austurlenskri læknisfræði, sem er ekki bara nálastungur, hér er bara villta vestrið þegar kemur að þessu. Auðvitað hræðir þetta fólk og hefur alltaf gert, þetta er ekkert nýtt af nálinni í heiminum að eitthvað svona geti komið upp,“ segir Þórunn Birna Guðmundsdóttir, formaður Nálastungufélags Íslands.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52