Helga Möller móðgar Clausen-systur Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2018 10:08 Þórunn Erla telur umfjöllun RÚV um framlag Íslands hið undarlegasta en þær Clausen-systur eru síður en svo ánægðar með afgreiðslu Helgu á laginu. „Vá dómharkan og neikvæðnin!“ skrifaði Ragnheiður Elín Clausen þula á Facebook-vegg sinn á laugardagskvöldið. Hún veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Hún hafði verið að fylgjast með Eurovisionþætti Felix Bergssonar Alla leið þar sem íslenska framlagið hlaut ekki lofsamlega einkunn. Ekki síst frá Helgu Möller söngkonu, en hún fór fyrst út til að keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 1986 ásamt Eiríki Haukssyni og Pálma Gunnarssyni. Önnur í þættinum, þau Friðrik Dór, Guðrún Gunnarsdóttir og Jóhannes Þór voru ekki hrifin heldur, en Felix vildi hins vegar sjá björtu hliðarnar.Ragnheiður Elín á ekki til orðVísir greindi sérstaklega frá þessari útreið sem lag Þórunnar Erlu Clausen í flutningi Ara Ólafssonar hlaut. Helga sagði lagið gamaldags og það kom henni á óvart að það skyldi hafa sigrað í undankeppninni hér heima. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og Eurovisonsérfræðingur, bætti reyndar um betur og sagði að sér þætti lagið ótrúlega leiðinlegt, óeftirminnilegt og að Ísland ætti nánast engan séns á að komast upp.Þetta er alveg nýtt, yfirleitt er íslenska framlagið hlaðið lofi í þáttum sem þessum, burtséð frá öllu og öllu og væntingavísitalan skrúfuð í botn. Þannig að ekki þarf að koma á óvart að Ragnheiði hafi brugðið í brún, en hún er einlægur Eurovision-áhugamaður og hefur farið utan til að fylgjast með keppninni, ekki síst í seinni tíð en systir hennar Þórunn Erna Clausen hefur átt góðu gengi að fagna í keppninni sem höfundur og flytjandi. „Ég á ekki til orð. Man ekki eftir svona umfjöllun,“ segir Ragnheiður Elín alveg standandi bit.Furðulegt að RÚV skuli afgreiða sitt framlag á þennan hátt Þórunn Erna er einmitt höfundur sigurlagsins og hún leggur orð í belg á síðu systur sinnar. Segist reyndar ekki hafa séð þáttinn ennþá. „En finnst alltaf einkennilegt þegar einhver setur sig í mjög neikvætt dómarasæti gagnvart listsköpun fólks og vinnu. Það er víst ekki hægt að semja tónlist sem hentar öllum. Þetta er gert öðruvísi í öðrum löndum sjáum við, þar stendur sjónvarpsstöðin vel á bakvið lögin og reyna að lýsa þeim á jákvæðan hátt en ekki svona gert ...“ Eurovision Tengdar fréttir Helga Möller hefur ekki mikla trú á lagi Ara Ólafs Lagið Our choice, framlag okkar Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, var tekið fyrir í þættinum Alla leið á RÚV í kvöld. 7. apríl 2018 21:47 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
„Vá dómharkan og neikvæðnin!“ skrifaði Ragnheiður Elín Clausen þula á Facebook-vegg sinn á laugardagskvöldið. Hún veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Hún hafði verið að fylgjast með Eurovisionþætti Felix Bergssonar Alla leið þar sem íslenska framlagið hlaut ekki lofsamlega einkunn. Ekki síst frá Helgu Möller söngkonu, en hún fór fyrst út til að keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 1986 ásamt Eiríki Haukssyni og Pálma Gunnarssyni. Önnur í þættinum, þau Friðrik Dór, Guðrún Gunnarsdóttir og Jóhannes Þór voru ekki hrifin heldur, en Felix vildi hins vegar sjá björtu hliðarnar.Ragnheiður Elín á ekki til orðVísir greindi sérstaklega frá þessari útreið sem lag Þórunnar Erlu Clausen í flutningi Ara Ólafssonar hlaut. Helga sagði lagið gamaldags og það kom henni á óvart að það skyldi hafa sigrað í undankeppninni hér heima. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og Eurovisonsérfræðingur, bætti reyndar um betur og sagði að sér þætti lagið ótrúlega leiðinlegt, óeftirminnilegt og að Ísland ætti nánast engan séns á að komast upp.Þetta er alveg nýtt, yfirleitt er íslenska framlagið hlaðið lofi í þáttum sem þessum, burtséð frá öllu og öllu og væntingavísitalan skrúfuð í botn. Þannig að ekki þarf að koma á óvart að Ragnheiði hafi brugðið í brún, en hún er einlægur Eurovision-áhugamaður og hefur farið utan til að fylgjast með keppninni, ekki síst í seinni tíð en systir hennar Þórunn Erna Clausen hefur átt góðu gengi að fagna í keppninni sem höfundur og flytjandi. „Ég á ekki til orð. Man ekki eftir svona umfjöllun,“ segir Ragnheiður Elín alveg standandi bit.Furðulegt að RÚV skuli afgreiða sitt framlag á þennan hátt Þórunn Erna er einmitt höfundur sigurlagsins og hún leggur orð í belg á síðu systur sinnar. Segist reyndar ekki hafa séð þáttinn ennþá. „En finnst alltaf einkennilegt þegar einhver setur sig í mjög neikvætt dómarasæti gagnvart listsköpun fólks og vinnu. Það er víst ekki hægt að semja tónlist sem hentar öllum. Þetta er gert öðruvísi í öðrum löndum sjáum við, þar stendur sjónvarpsstöðin vel á bakvið lögin og reyna að lýsa þeim á jákvæðan hátt en ekki svona gert ...“
Eurovision Tengdar fréttir Helga Möller hefur ekki mikla trú á lagi Ara Ólafs Lagið Our choice, framlag okkar Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, var tekið fyrir í þættinum Alla leið á RÚV í kvöld. 7. apríl 2018 21:47 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Helga Möller hefur ekki mikla trú á lagi Ara Ólafs Lagið Our choice, framlag okkar Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, var tekið fyrir í þættinum Alla leið á RÚV í kvöld. 7. apríl 2018 21:47