Góður starfsandi á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þrátt fyrir uppsagnir Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 6. apríl 2018 17:31 Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði sem heyrir undir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Visir/Pjetur Í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 2017-2018 kemur fram að starfsfólki þyki erfitt að sitja undir fréttum þess efnis að erfiður vinnumórall, grasserandi neikvæðni og þungt andrúmsloft ríki á vinnustaðnum. Jafnframt kemur fram í tilkynningunni að deilur milli lækna hafi komið upp og að stofnunin hafi gengið í gegnum stórt sameiningarferli sem hafi haft í för með sér breytingar á starfsemi. Allir þessir þættir hafi svo haft í för með sér meira álag á starfsfólk. Í tilkynningu stjórnarinnar kemur fram að þrátt fyrir allt þetta sem gengið hefur á ríki góður starfsandi og vinskapur meðal almenns starfsfólks. Stjórn starfsmannafélagsins þykir leiðinlegt að upplifun fráfarandi starfsfólks sé sú sem hefur verið lýst í fréttum og vill árétta að almennt ríki góður starfsandi meðal starfsmanna stofnunarinnar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:Yfirlýsing frá stjórn starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 2017 og 2018.Undanfarna daga hefur í fjölmiðlum verið fjallað um uppsagnir stjórnenda á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fram kemur í fréttum að málið snúist að hluta til um slæman starfsanda, erfiðan vinnumóral, þungt andrúmsloft og grasserandi neikvæðni. Okkur starfsfólki finnst erfitt að sitja undir þessum fréttum, okkur sárnar og finnst að okkur vegið með þessari framsetningu.Víða um land hafa verið erfiðleikar í rekstri heilbrigðisstofnana. Illa hefur gengið að manna lykilstöður og ekki hefur fengist nægjanlegt fjármagn til rekstrar. Auk fyrrgreindra erfiðleika hafa komið upp deilur milli lækna hér á Hvest og stofnunin hefur einnig gengið í gegnum stórt sameiningarferli sem hefur haft í för með sér breytingar á starfsemi. Allir þessir þættir skapa aukið álag á starfsfólk. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þá hefur ríkt góður starfsandi og vinskapur meðal almenns starfsfólks. Við höfum eftir fremsta megni lagt okkur fram við að sinna okkar störfum og samskiptum við skjólstæðinga þannig að fagmennska og gæði séu í forgangi. Gert okkar ítrasta til að halda skjólstæðingum utan við þær deilur sem upp hafa komið og reynt að miðla áfram gleðinni sem felst í þeim gefandi störfum sem við heilbrigðisstarfsfólk sinnum. Starfsmannafélag starfar af krafti við stofnunina og félagslíf verið mikið og gott. Haldnar eru árshátíðir þar sem allir leggja sig fram við að skemmta sér og öðrum. Farið í óvissuferðir, gönguferðir, haldin fjölskyldugrill og skíðadagar svo nokkuð sé nefnt. Þátttaka í slíkum viðburðum eflir starfsanda og auðveldar nýju starfsfólki að kynnast samstarfsfólki og falla inn i hópinn.Okkur þykir leitt að upplifun fráfarandi starfsmanna hafi verið sú sem í fréttum er lýst en viljum árétta að almennt meðal starfsmanna er góður starfsandi og við hlökkum til að þjónusta íbúa Vestfjarða á komandi árum með faglegu starfi í heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrír yfirmenn hafa sagt upp hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Uppsagnirnar bárust fyrir páska. 4. apríl 2018 10:16 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 2017-2018 kemur fram að starfsfólki þyki erfitt að sitja undir fréttum þess efnis að erfiður vinnumórall, grasserandi neikvæðni og þungt andrúmsloft ríki á vinnustaðnum. Jafnframt kemur fram í tilkynningunni að deilur milli lækna hafi komið upp og að stofnunin hafi gengið í gegnum stórt sameiningarferli sem hafi haft í för með sér breytingar á starfsemi. Allir þessir þættir hafi svo haft í för með sér meira álag á starfsfólk. Í tilkynningu stjórnarinnar kemur fram að þrátt fyrir allt þetta sem gengið hefur á ríki góður starfsandi og vinskapur meðal almenns starfsfólks. Stjórn starfsmannafélagsins þykir leiðinlegt að upplifun fráfarandi starfsfólks sé sú sem hefur verið lýst í fréttum og vill árétta að almennt ríki góður starfsandi meðal starfsmanna stofnunarinnar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:Yfirlýsing frá stjórn starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 2017 og 2018.Undanfarna daga hefur í fjölmiðlum verið fjallað um uppsagnir stjórnenda á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fram kemur í fréttum að málið snúist að hluta til um slæman starfsanda, erfiðan vinnumóral, þungt andrúmsloft og grasserandi neikvæðni. Okkur starfsfólki finnst erfitt að sitja undir þessum fréttum, okkur sárnar og finnst að okkur vegið með þessari framsetningu.Víða um land hafa verið erfiðleikar í rekstri heilbrigðisstofnana. Illa hefur gengið að manna lykilstöður og ekki hefur fengist nægjanlegt fjármagn til rekstrar. Auk fyrrgreindra erfiðleika hafa komið upp deilur milli lækna hér á Hvest og stofnunin hefur einnig gengið í gegnum stórt sameiningarferli sem hefur haft í för með sér breytingar á starfsemi. Allir þessir þættir skapa aukið álag á starfsfólk. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þá hefur ríkt góður starfsandi og vinskapur meðal almenns starfsfólks. Við höfum eftir fremsta megni lagt okkur fram við að sinna okkar störfum og samskiptum við skjólstæðinga þannig að fagmennska og gæði séu í forgangi. Gert okkar ítrasta til að halda skjólstæðingum utan við þær deilur sem upp hafa komið og reynt að miðla áfram gleðinni sem felst í þeim gefandi störfum sem við heilbrigðisstarfsfólk sinnum. Starfsmannafélag starfar af krafti við stofnunina og félagslíf verið mikið og gott. Haldnar eru árshátíðir þar sem allir leggja sig fram við að skemmta sér og öðrum. Farið í óvissuferðir, gönguferðir, haldin fjölskyldugrill og skíðadagar svo nokkuð sé nefnt. Þátttaka í slíkum viðburðum eflir starfsanda og auðveldar nýju starfsfólki að kynnast samstarfsfólki og falla inn i hópinn.Okkur þykir leitt að upplifun fráfarandi starfsmanna hafi verið sú sem í fréttum er lýst en viljum árétta að almennt meðal starfsmanna er góður starfsandi og við hlökkum til að þjónusta íbúa Vestfjarða á komandi árum með faglegu starfi í heilbrigðisþjónustu.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrír yfirmenn hafa sagt upp hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Uppsagnirnar bárust fyrir páska. 4. apríl 2018 10:16 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Þrír yfirmenn hafa sagt upp hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Uppsagnirnar bárust fyrir páska. 4. apríl 2018 10:16