Khabib hlær að Conor: Ef þú ert svona mikill gangster af hverju komstu ekki inn í rútuna? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. apríl 2018 08:30 Khabib er ekki hræddur við Conor. Hann hlær bara að honum. vísir/getty Lætin í Conor McGregor í gærkvöldi voru gegn Rússanum Khabib Nurmagomedov en Conor kunni ekki að meta að Khabib hefði verið með stæla við vin sinn, Artem Lobov, á þriðjudag. Artem hefur kallað Khabib aumingja í viðtölum áður og Khabib nýtti tækifærið er hann rakst á hann á hóteli UFC í Brooklyn til þess að láta hann heyra það. Sú uppákoma varð þess valdandi að Conor kom til New York. Khabib sat í rútunni sem Conor réðst á og braut rúðu í. Hann flúði svo af vettvangi. Rússinn lætur Conor ekki koma sér úr jafnvægi. „Ég hlæ inn í mér. Braustu rúðu? Af hverju? Komdu inn í rútuna. Þú veist að UFC leyfir mér ekki að fara út úr henni. Ef þú ert svona mikill gangster af hverju kemurðu þá ekki inn í rútuna?“ sagði Khabib við Ariel Helwani hjá MMAFighting í gærkvöldi. „Hér í Brooklyn er mikil gangsterasaga. Viltu tala við mig? Segðu mér þá hvar þú ert. Það er ekkert mál. Ég skal koma á svæðið. Ég er alinn upp við að menn geri út um hlutina einn á einn. Ég ólst ekki upp við að kasta stólum í rúður. Þetta var ekki mín rúta.“ Þessi læti í Íranum hafa gert Rússann enn ákveðnari í því að fá að berja á Conor. „Ég vil ekki að hann fari í fangelsi. Við verðum að berjast. Sendu mér hvar þú ert og við gerum út um þetta. Maður á mann eða vilt þú 10 á 10? Það er ekkert mál.“ MMA Tengdar fréttir Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55 Búið að handtaka Conor | Tveir slösuðust og geta ekki barist Írinn Conor McGregor gekk af göflunum í Barclays Center í Brooklyn í gær og stakk svo af frá vettvangi. Hann gaf sig fram við lögregluna í nótt og situr nú í fangelsi í Brooklyn. 6. apríl 2018 07:45 „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira
Lætin í Conor McGregor í gærkvöldi voru gegn Rússanum Khabib Nurmagomedov en Conor kunni ekki að meta að Khabib hefði verið með stæla við vin sinn, Artem Lobov, á þriðjudag. Artem hefur kallað Khabib aumingja í viðtölum áður og Khabib nýtti tækifærið er hann rakst á hann á hóteli UFC í Brooklyn til þess að láta hann heyra það. Sú uppákoma varð þess valdandi að Conor kom til New York. Khabib sat í rútunni sem Conor réðst á og braut rúðu í. Hann flúði svo af vettvangi. Rússinn lætur Conor ekki koma sér úr jafnvægi. „Ég hlæ inn í mér. Braustu rúðu? Af hverju? Komdu inn í rútuna. Þú veist að UFC leyfir mér ekki að fara út úr henni. Ef þú ert svona mikill gangster af hverju kemurðu þá ekki inn í rútuna?“ sagði Khabib við Ariel Helwani hjá MMAFighting í gærkvöldi. „Hér í Brooklyn er mikil gangsterasaga. Viltu tala við mig? Segðu mér þá hvar þú ert. Það er ekkert mál. Ég skal koma á svæðið. Ég er alinn upp við að menn geri út um hlutina einn á einn. Ég ólst ekki upp við að kasta stólum í rúður. Þetta var ekki mín rúta.“ Þessi læti í Íranum hafa gert Rússann enn ákveðnari í því að fá að berja á Conor. „Ég vil ekki að hann fari í fangelsi. Við verðum að berjast. Sendu mér hvar þú ert og við gerum út um þetta. Maður á mann eða vilt þú 10 á 10? Það er ekkert mál.“
MMA Tengdar fréttir Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55 Búið að handtaka Conor | Tveir slösuðust og geta ekki barist Írinn Conor McGregor gekk af göflunum í Barclays Center í Brooklyn í gær og stakk svo af frá vettvangi. Hann gaf sig fram við lögregluna í nótt og situr nú í fangelsi í Brooklyn. 6. apríl 2018 07:45 „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira
Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55
Búið að handtaka Conor | Tveir slösuðust og geta ekki barist Írinn Conor McGregor gekk af göflunum í Barclays Center í Brooklyn í gær og stakk svo af frá vettvangi. Hann gaf sig fram við lögregluna í nótt og situr nú í fangelsi í Brooklyn. 6. apríl 2018 07:45
„Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08