Loforð og lúxusíbúðir Eyþór Arnalds skrifar 5. apríl 2018 07:00 Fyrir fjórum árum var flestum ljóst að húsnæðisskortur væri í uppsiglingu. Flest sveitarfélög fóru í aðgerðir til að bregðast við vandanum með því að tryggja nægt lóðaframboð. Núverandi borgarstjóri lofaði miklu eða um 3.000 leiguíbúðum til viðbótar við íbúðir á almennum markaði. Fjórum árum síðar bólar lítið á efndum, enda var heildarfjöldi allra byggðra íbúða á síðasta ári aðeins 322 íbúðir sem er langt undir öllum markmiðum borgarinnar sjálfrar. En hvaða áhrif hefur þetta sleifarlag haft? Þegar fasteignaverð er skoðað sést að verðið hefur hækkað um 50-60% á aðeins fjórum árum. Þessi mikla hækkun bitnar mest á þeim sem eru að reyna að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Jafnframt lendir þessi mikla verðhækkun á þeim ekki eiga eign og þurfa að reiða sig á leigumarkaðinn. En hvernig íbúðir hafa verið byggðar? Þegar fasteignaauglýsingarnar eru skoðaðar er algengt að sjá íbúðum lýst sem „lúxusíbúðum“. Eða jafnvel „luxury appartments“. Þetta á við um lóðir sem borgin sjálf hefur úthlutað á kjörtímabilinu. Þetta eru íbúðir með allra hæsta fasteignaverðið og gagnast því fáum. Af hverju er þetta svona dýrt? Stærsta ástæða hækkandi verðs er skortur á eignum, en fleira kemur til. Reykjavíkurborg innheimtir gatnagerðargjald til að standa straum af kostnaði. Ofan á það er síðan lagt á byggingarréttargjald sem er orðið gríðarlega hátt í Reykjavík. Í sumum tilfellum er lagt á „innviðagjald“ sem hækkar grunnkostnaðinn enn frekar. Þá verða margir fyrir áralöngum töfum þrátt fyrir að hafa fjárfest í byggingarlóð og lendir fjármagnskostnaðurinn á lóðarhafanum. Allur þessi viðbótarkostnaður lendir á endanum á íbúðarkaupandanum og því taka margir til þess ráðs að gera út á „lúxusmarkaðinn“. Vandinn er sá að fáir hafa efni á svona dýrum íbúðum og því flytja mjög margir burt í önnur sveitarfélög. Breytum þessu Loforðin ein duga skammt. Efndirnar skipta öllu máli. Sú stefna sem hefur verið rekin síðustu fjögur ár hefur leitt af sér fækkun íbúa á miðsvæði Reykjavíkur og fólksflótta yfir í önnur sveitarfélög. Þeir sem flytja burt þvert á vilja sinn þurfa síðan að aka lengri vegalengdir sem aftur auka á umferðarþungann. Það er morgunljóst að það þarf að breyta um stefnu í vor. Við viljum leyfa íbúðabyggð á hagstæðari stöðum en nú er gert. Þar koma Keldur og uppbygging í Vesturbænum við Grandann í Örfirisey sterklega inn. Leggja áherslu á minni einingar fyrir þá sem vilja, en jafnframt leyfa á ný að byggja sérbýli í Reykjavík. Hætta að reyna að stýra fólki um of og veita íbúum valfrelsi um búsetu. Þannig breytum við borginni til hins betra.Höfundur skipar 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum var flestum ljóst að húsnæðisskortur væri í uppsiglingu. Flest sveitarfélög fóru í aðgerðir til að bregðast við vandanum með því að tryggja nægt lóðaframboð. Núverandi borgarstjóri lofaði miklu eða um 3.000 leiguíbúðum til viðbótar við íbúðir á almennum markaði. Fjórum árum síðar bólar lítið á efndum, enda var heildarfjöldi allra byggðra íbúða á síðasta ári aðeins 322 íbúðir sem er langt undir öllum markmiðum borgarinnar sjálfrar. En hvaða áhrif hefur þetta sleifarlag haft? Þegar fasteignaverð er skoðað sést að verðið hefur hækkað um 50-60% á aðeins fjórum árum. Þessi mikla hækkun bitnar mest á þeim sem eru að reyna að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Jafnframt lendir þessi mikla verðhækkun á þeim ekki eiga eign og þurfa að reiða sig á leigumarkaðinn. En hvernig íbúðir hafa verið byggðar? Þegar fasteignaauglýsingarnar eru skoðaðar er algengt að sjá íbúðum lýst sem „lúxusíbúðum“. Eða jafnvel „luxury appartments“. Þetta á við um lóðir sem borgin sjálf hefur úthlutað á kjörtímabilinu. Þetta eru íbúðir með allra hæsta fasteignaverðið og gagnast því fáum. Af hverju er þetta svona dýrt? Stærsta ástæða hækkandi verðs er skortur á eignum, en fleira kemur til. Reykjavíkurborg innheimtir gatnagerðargjald til að standa straum af kostnaði. Ofan á það er síðan lagt á byggingarréttargjald sem er orðið gríðarlega hátt í Reykjavík. Í sumum tilfellum er lagt á „innviðagjald“ sem hækkar grunnkostnaðinn enn frekar. Þá verða margir fyrir áralöngum töfum þrátt fyrir að hafa fjárfest í byggingarlóð og lendir fjármagnskostnaðurinn á lóðarhafanum. Allur þessi viðbótarkostnaður lendir á endanum á íbúðarkaupandanum og því taka margir til þess ráðs að gera út á „lúxusmarkaðinn“. Vandinn er sá að fáir hafa efni á svona dýrum íbúðum og því flytja mjög margir burt í önnur sveitarfélög. Breytum þessu Loforðin ein duga skammt. Efndirnar skipta öllu máli. Sú stefna sem hefur verið rekin síðustu fjögur ár hefur leitt af sér fækkun íbúa á miðsvæði Reykjavíkur og fólksflótta yfir í önnur sveitarfélög. Þeir sem flytja burt þvert á vilja sinn þurfa síðan að aka lengri vegalengdir sem aftur auka á umferðarþungann. Það er morgunljóst að það þarf að breyta um stefnu í vor. Við viljum leyfa íbúðabyggð á hagstæðari stöðum en nú er gert. Þar koma Keldur og uppbygging í Vesturbænum við Grandann í Örfirisey sterklega inn. Leggja áherslu á minni einingar fyrir þá sem vilja, en jafnframt leyfa á ný að byggja sérbýli í Reykjavík. Hætta að reyna að stýra fólki um of og veita íbúum valfrelsi um búsetu. Þannig breytum við borginni til hins betra.Höfundur skipar 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar