Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. apríl 2018 08:00 Auglýsingabannið felur í sér mismunun gagnvart innlendum framleiðendum og fjölmiðlum, segir Ólafur. Vísir/ERNIR Þau góðu rök sem ráðherra segir að þurfi að vera fyrir hendi til að bann við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum verði afnumið liggja fyrir og eru öllum ljós. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA). Á tímabilinu frá 2015 til 2017 hefur íslenskum fjölmiðlum verið gert að greiða alls 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir fyrir að brjóta gegn banni við áfengisauglýsingum, banni sem Ólafur segir fela í sér fráleita mismunun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í Fréttablaðinu í gær að lýðheilsusjónarmið muni fyrst og fremst ráða för þegar afstaða verður tekin til tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla um að bann við áfengisauglýsingum verði afnumið. Góð rök þurfi að vera fyrir því að lögunum verði breytt. Ólafur segir reynslu og rannsóknir annarra ríkja sýna að áfengisauglýsingar auki ekki neyslu áfengis sem slíks, heldur hafi fremur áhrif á hvaða tegunda áfengis fólks neytir.Sjá einnig: Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banniÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Neysla áfengis hefur aukist gríðarlega hér undanfarin ár, án þess að auglýsingar hafi verið leyfðar. Þetta hangir því ekki saman.“ Sanngirnis- og viðskiptarökin fyrir því að leyfa áfengisauglýsingar eru einnig skýr að mati Ólafs. „Hér sér fólk mjög mikið af áfengisauglýsingum, á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir lögsögu íslenskra stjórnvalda, í tímaritum og blöðum sem flutt eru hingað inn og beinum útsendingum, ekki síst frá íþróttakappleikjum. Hingað streyma inn auglýsingar frá alþjóðlegum vörumerkjum á sama tíma og innlendum framleiðendum er bannað að auglýsa sína vöru.“ Ólafur gagnrýnir að nýtt áfengisfrumvarp Þorsteins Víglundssonar og fleiri þingmanna sé því afturför frá fyrra frumvarpi hvað þetta varðar og valdi vonbrigðum.„Þetta er allt saman fráleitt viðskipta- og markaðsumhverfi fyrir vaxandi atvinnugrein sem er innlend áfengisframleiðsla.“ Fréttablaðið tók saman úrskurði á vef Fjölmiðlanefndar sem snúa að brotum gegn banni við áfengisauglýsingum. Tíu mál er þetta varðar hafa komið inn á borð nefndarinnar, öll á árunum 2015 til 2017. Þar hefur fjölmiðlum verið gert að greiða alls rúmar 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir. Bæði Ríkisútvarpið og 365 miðlar hafa í þrjú skipti hvort þurft að greiða sektir. Ríkisútvarpið rúmlega 1,3 milljónir og 365 miðlar rúmar 3,2 milljónir en DV 750 þúsund krónur í eitt skipti. Fjölmargir dómar hafa að auki fallið í málum sem þessum fyrir dómstólum í gegnum tíðina. Ólafur segir FA hafa útbúið drög að siðareglum um áfengisauglýsingar sem félagsmenn þeirra myndu undirgangast ef þær yrðu leyfðar. Þar sé kveðið á um að auglýsingum verði ekki beint að börnum og unglingum né heldur verði áhrif og ímynd áfengisneyslu fegruð með nokkrum hætti. Hluti þessara skilyrða var að sögn Ólafs tekinn inn í nýja áfengisfrumvarpið, sem setji framleiðendum þó enn of þröngar skorður og viðhaldi mismunun. „Góðu rökin fyrir því að afnema þetta auglýsingabann liggja alveg fyrir. Meginatriðið er að bannið skilar ekki tilgangi sínum og bitnar fyrst og fremst á sumum fjölmiðlum og framleiðendum en ekki öllum.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Þau góðu rök sem ráðherra segir að þurfi að vera fyrir hendi til að bann við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum verði afnumið liggja fyrir og eru öllum ljós. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA). Á tímabilinu frá 2015 til 2017 hefur íslenskum fjölmiðlum verið gert að greiða alls 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir fyrir að brjóta gegn banni við áfengisauglýsingum, banni sem Ólafur segir fela í sér fráleita mismunun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í Fréttablaðinu í gær að lýðheilsusjónarmið muni fyrst og fremst ráða för þegar afstaða verður tekin til tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla um að bann við áfengisauglýsingum verði afnumið. Góð rök þurfi að vera fyrir því að lögunum verði breytt. Ólafur segir reynslu og rannsóknir annarra ríkja sýna að áfengisauglýsingar auki ekki neyslu áfengis sem slíks, heldur hafi fremur áhrif á hvaða tegunda áfengis fólks neytir.Sjá einnig: Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banniÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Neysla áfengis hefur aukist gríðarlega hér undanfarin ár, án þess að auglýsingar hafi verið leyfðar. Þetta hangir því ekki saman.“ Sanngirnis- og viðskiptarökin fyrir því að leyfa áfengisauglýsingar eru einnig skýr að mati Ólafs. „Hér sér fólk mjög mikið af áfengisauglýsingum, á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir lögsögu íslenskra stjórnvalda, í tímaritum og blöðum sem flutt eru hingað inn og beinum útsendingum, ekki síst frá íþróttakappleikjum. Hingað streyma inn auglýsingar frá alþjóðlegum vörumerkjum á sama tíma og innlendum framleiðendum er bannað að auglýsa sína vöru.“ Ólafur gagnrýnir að nýtt áfengisfrumvarp Þorsteins Víglundssonar og fleiri þingmanna sé því afturför frá fyrra frumvarpi hvað þetta varðar og valdi vonbrigðum.„Þetta er allt saman fráleitt viðskipta- og markaðsumhverfi fyrir vaxandi atvinnugrein sem er innlend áfengisframleiðsla.“ Fréttablaðið tók saman úrskurði á vef Fjölmiðlanefndar sem snúa að brotum gegn banni við áfengisauglýsingum. Tíu mál er þetta varðar hafa komið inn á borð nefndarinnar, öll á árunum 2015 til 2017. Þar hefur fjölmiðlum verið gert að greiða alls rúmar 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir. Bæði Ríkisútvarpið og 365 miðlar hafa í þrjú skipti hvort þurft að greiða sektir. Ríkisútvarpið rúmlega 1,3 milljónir og 365 miðlar rúmar 3,2 milljónir en DV 750 þúsund krónur í eitt skipti. Fjölmargir dómar hafa að auki fallið í málum sem þessum fyrir dómstólum í gegnum tíðina. Ólafur segir FA hafa útbúið drög að siðareglum um áfengisauglýsingar sem félagsmenn þeirra myndu undirgangast ef þær yrðu leyfðar. Þar sé kveðið á um að auglýsingum verði ekki beint að börnum og unglingum né heldur verði áhrif og ímynd áfengisneyslu fegruð með nokkrum hætti. Hluti þessara skilyrða var að sögn Ólafs tekinn inn í nýja áfengisfrumvarpið, sem setji framleiðendum þó enn of þröngar skorður og viðhaldi mismunun. „Góðu rökin fyrir því að afnema þetta auglýsingabann liggja alveg fyrir. Meginatriðið er að bannið skilar ekki tilgangi sínum og bitnar fyrst og fremst á sumum fjölmiðlum og framleiðendum en ekki öllum.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00