Er of mikið lesið í Snapchat? Björn Berg Gunnarsson skrifar 4. apríl 2018 07:00 Samfélagsmiðlar reyna að safna sem flestum notendum og veita auglýsendum í kjölfarið aðgengi að þeim. Markmiðið er að hagnast á þeim persónuupplýsingum sem við veitum með notkun okkar en halda okkur ánægðum samtímis. Ef eitthvað verður til þess að draga úr vinsældum miðils hefur það að sjálfsögðu áhrif á tekjumöguleika hans. Það mætti því telja eðlilegt að vegna Cambridge Analytica skandalsins á dögunum hafi hlutabréfaverð Facebook lækkað um 15 prósent. Snapchat var skráð á markað fyrir rúmu ári. Síðan þá hefur hlutabréfaverðið sveiflast villt og galið og hreyfingar í hlutabréfaverði hafa oft verið tengdar við tilkynningar frá einstaka notendum í frægari kantinum. Nýlegt dæmi er þegar söngkonan Rihanna gagnrýndi réttilega auglýsingu miðilsins, sem var hreint ótrúlega smekklaus. Hlutabréf fyrirtækisins lækkuðu um fjögur prósent samdægurs og sögðu fjölmiðlar 80 milljarða króna þannig hafa horfið vegna ummæla stjörnunnar. Svipaða sögu má segja af viðbrögðum Kylie Jenner við uppfærslu forritsins þar sem hún gaf í skyn að allir væru hættir að snappa. Gengið lækkaði um sex prósent þann sama dag. Hversu þungt vega þó þessar fréttir þegar litið er á stóru myndina? Að meðaltali hækkar eða lækkar hlutabréfaverð Snapchat um meira en fjögur prósent í hverri einustu viku, sem telst afar mikil verðbreyting og fréttnæm í sjálfu sér. Tólf sinnum hefur verðið lækkað um meira en sex prósent og 16 sinnum hefur það hækkað um hið sama. Útboðsgengið í aðdraganda skráningar var 17 og undanfarið hálft ár hefur gengið verið öðrum hvorum megin við 15. Það er þrátt fyrir allar fréttirnar hærra en það var síðasta haust. Það er vissulega áhugavert að einstaklingar geti haft mikil áhrif á hlutabréfaverð með stöku tísti eða færslu á Instagram en getur verið að við séum stundum að lesa of mikið í verðbreytingar Snapchat?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagsmiðlar reyna að safna sem flestum notendum og veita auglýsendum í kjölfarið aðgengi að þeim. Markmiðið er að hagnast á þeim persónuupplýsingum sem við veitum með notkun okkar en halda okkur ánægðum samtímis. Ef eitthvað verður til þess að draga úr vinsældum miðils hefur það að sjálfsögðu áhrif á tekjumöguleika hans. Það mætti því telja eðlilegt að vegna Cambridge Analytica skandalsins á dögunum hafi hlutabréfaverð Facebook lækkað um 15 prósent. Snapchat var skráð á markað fyrir rúmu ári. Síðan þá hefur hlutabréfaverðið sveiflast villt og galið og hreyfingar í hlutabréfaverði hafa oft verið tengdar við tilkynningar frá einstaka notendum í frægari kantinum. Nýlegt dæmi er þegar söngkonan Rihanna gagnrýndi réttilega auglýsingu miðilsins, sem var hreint ótrúlega smekklaus. Hlutabréf fyrirtækisins lækkuðu um fjögur prósent samdægurs og sögðu fjölmiðlar 80 milljarða króna þannig hafa horfið vegna ummæla stjörnunnar. Svipaða sögu má segja af viðbrögðum Kylie Jenner við uppfærslu forritsins þar sem hún gaf í skyn að allir væru hættir að snappa. Gengið lækkaði um sex prósent þann sama dag. Hversu þungt vega þó þessar fréttir þegar litið er á stóru myndina? Að meðaltali hækkar eða lækkar hlutabréfaverð Snapchat um meira en fjögur prósent í hverri einustu viku, sem telst afar mikil verðbreyting og fréttnæm í sjálfu sér. Tólf sinnum hefur verðið lækkað um meira en sex prósent og 16 sinnum hefur það hækkað um hið sama. Útboðsgengið í aðdraganda skráningar var 17 og undanfarið hálft ár hefur gengið verið öðrum hvorum megin við 15. Það er þrátt fyrir allar fréttirnar hærra en það var síðasta haust. Það er vissulega áhugavert að einstaklingar geti haft mikil áhrif á hlutabréfaverð með stöku tísti eða færslu á Instagram en getur verið að við séum stundum að lesa of mikið í verðbreytingar Snapchat?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar