Bætt aðgengi í höfuðborginni Sif Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2018 19:36 Kæru borgarbúar! Við sem búum í Reykjavík höfum fundið fyrir því að fjöldi bifreiða í umferðinni eykst með hverju ári. Biðraðir á álagstímum og umferðarþungi á stoðbrautum er orðinn fastur liður hversdagsins. Sú lausn sem okkur hefur verið kynnt í Reykjavík er að leggja Borgarlínu sem á að vera framtíðarlausn við umferðarálaginu. Við eigum að skilja bílinn eftir heima og taka Borgalínuna til áfangastaðar í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki svo einfalt eins og samfélagið er uppbyggt í dag. Það að taka Borgarlínu til og frá vinnu hentar ekki öllum og mörgum hryllir við veðurofsa vetrarins og vilja ekki standa úti í öllum veðrum og bíða eftir næstu ferð. Samfélagið er uppbyggt þannig að foreldrar þurfa að skutla börnum milli skóla og tómstunda og ef ferðatími til vinnu í bænum er lengri í Borgarlínu en á eigin bil, þá fer fólk á bílnum. Nú hafa verið nokkrar kynningar á þessu verkefni á vegum Reyjkavíkurborgar, þetta er stórt verkefni og kostnaðurinn er frekar óljós. Nefndar hafa verið tölur á bilinu 70-100 milljarða, en ég hef ekki sé neina nákvæma útlistun á þessu verkefni, hvað þá verk- eða kostnaðaráætlun. Í ljósi þess að aðeins lítill hluti Reykvíkinga notar strætó í dag þá er kostnaðurinn það mikill að hann þarfnast nánari útlistunar. Framkvæmdin eins og hún er kynnt fyrir okkur borgarbúum er að grafa upp Miklubrautina og setja í stokk. Færa á umferðina í stokkinn og losa íbúana við umferðarálagið. Nú þegar er umferðin inn í borgina það mikil að hún er ólíðandi á álagstímum ásamt menguninni sem henni fylgir. Ef það á að grafa upp Miklubrautina þá þarf að beina umferðinni annað. Það eru væntanlega Bústaðavegur, Suðurlandsbraut og Sæbrautin. Nú þegar er álagið mikið á þessum vegum og erfitt að sjá að á meðan verið er að grafa upp Miklubrautina þá sé greið umferð um þessar vegi. Síðan þyfti að leiða umferðina í gegnum smáíbúðahverfin og getur það orðið mikið álag fyrir íbúana því uppgröftur á Miklubraut getur tekið nokkur ár með þeim vinnuvélum sem þarf til að grafa og vörubílum til að flytja burt jarðveginn. Uppgröfur Miklubrautar er því mikið jarðvegsrask til lengri tíma og breytir allri aðkomu að borginni. Við í Höfuðborgarlistanum sjáum mikilvægi þess að létta umferðinni af stoðvegum borgarinnar og leita annara lausna. Við höfum horft til þeirrar staðreyndar að mikil uppbygging mun eiga sér stað í Grafarvogi, Grafarholti og á Kjalarnesi á næstu árum í framhaldi af þéttingu miðborgarinnar. Umferðarþungi í bæinn mun ekki minnka og að loka Miklubraut í nokkur ár meðan verið að leggja hana í stokk setur vegakerfið í borginni í uppnám. Þess vegna höfum við horft til þess að byggja Sundabrautina frá Kjalarnesi til Reykjavíkur með tengingu við Grafarvog. Þannig tengjum við Kjalarnesið og Grafarvog við miðbæinn og það mun minnka álag á veginn frá Ártúnsholti að gatnamótunum við Breiðholtsbraut, einnig mun það minnka álag á gatnamótunum við Grensásveg og áfram inn í borgina. Sundabrautin er leið til að létta á núverandi álagi og beina þeim sem ætla í miðbæinn frá Kjalarnesi, Grafarvogi og Grafarholti á sem stystum tíma inn í borgina og án þess að keyra þurfi í gegnum alla borgina. Við teljum Sundabrautina vera sú lausn sem er minnsta álag fyrir Reykjavíkurbúa og þá er ekki grafið í borginni heldur fer vinnan fram meðfram borginni og samhliða því munu borgarbúar losna við það álag og áreiti sem uppgröfur eftir allri Miklubrautinni er.Höfundur skipar 2. sæti á Höfuðborgarlistanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru borgarbúar! Við sem búum í Reykjavík höfum fundið fyrir því að fjöldi bifreiða í umferðinni eykst með hverju ári. Biðraðir á álagstímum og umferðarþungi á stoðbrautum er orðinn fastur liður hversdagsins. Sú lausn sem okkur hefur verið kynnt í Reykjavík er að leggja Borgarlínu sem á að vera framtíðarlausn við umferðarálaginu. Við eigum að skilja bílinn eftir heima og taka Borgalínuna til áfangastaðar í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki svo einfalt eins og samfélagið er uppbyggt í dag. Það að taka Borgarlínu til og frá vinnu hentar ekki öllum og mörgum hryllir við veðurofsa vetrarins og vilja ekki standa úti í öllum veðrum og bíða eftir næstu ferð. Samfélagið er uppbyggt þannig að foreldrar þurfa að skutla börnum milli skóla og tómstunda og ef ferðatími til vinnu í bænum er lengri í Borgarlínu en á eigin bil, þá fer fólk á bílnum. Nú hafa verið nokkrar kynningar á þessu verkefni á vegum Reyjkavíkurborgar, þetta er stórt verkefni og kostnaðurinn er frekar óljós. Nefndar hafa verið tölur á bilinu 70-100 milljarða, en ég hef ekki sé neina nákvæma útlistun á þessu verkefni, hvað þá verk- eða kostnaðaráætlun. Í ljósi þess að aðeins lítill hluti Reykvíkinga notar strætó í dag þá er kostnaðurinn það mikill að hann þarfnast nánari útlistunar. Framkvæmdin eins og hún er kynnt fyrir okkur borgarbúum er að grafa upp Miklubrautina og setja í stokk. Færa á umferðina í stokkinn og losa íbúana við umferðarálagið. Nú þegar er umferðin inn í borgina það mikil að hún er ólíðandi á álagstímum ásamt menguninni sem henni fylgir. Ef það á að grafa upp Miklubrautina þá þarf að beina umferðinni annað. Það eru væntanlega Bústaðavegur, Suðurlandsbraut og Sæbrautin. Nú þegar er álagið mikið á þessum vegum og erfitt að sjá að á meðan verið er að grafa upp Miklubrautina þá sé greið umferð um þessar vegi. Síðan þyfti að leiða umferðina í gegnum smáíbúðahverfin og getur það orðið mikið álag fyrir íbúana því uppgröftur á Miklubraut getur tekið nokkur ár með þeim vinnuvélum sem þarf til að grafa og vörubílum til að flytja burt jarðveginn. Uppgröfur Miklubrautar er því mikið jarðvegsrask til lengri tíma og breytir allri aðkomu að borginni. Við í Höfuðborgarlistanum sjáum mikilvægi þess að létta umferðinni af stoðvegum borgarinnar og leita annara lausna. Við höfum horft til þeirrar staðreyndar að mikil uppbygging mun eiga sér stað í Grafarvogi, Grafarholti og á Kjalarnesi á næstu árum í framhaldi af þéttingu miðborgarinnar. Umferðarþungi í bæinn mun ekki minnka og að loka Miklubraut í nokkur ár meðan verið að leggja hana í stokk setur vegakerfið í borginni í uppnám. Þess vegna höfum við horft til þess að byggja Sundabrautina frá Kjalarnesi til Reykjavíkur með tengingu við Grafarvog. Þannig tengjum við Kjalarnesið og Grafarvog við miðbæinn og það mun minnka álag á veginn frá Ártúnsholti að gatnamótunum við Breiðholtsbraut, einnig mun það minnka álag á gatnamótunum við Grensásveg og áfram inn í borgina. Sundabrautin er leið til að létta á núverandi álagi og beina þeim sem ætla í miðbæinn frá Kjalarnesi, Grafarvogi og Grafarholti á sem stystum tíma inn í borgina og án þess að keyra þurfi í gegnum alla borgina. Við teljum Sundabrautina vera sú lausn sem er minnsta álag fyrir Reykjavíkurbúa og þá er ekki grafið í borginni heldur fer vinnan fram meðfram borginni og samhliða því munu borgarbúar losna við það álag og áreiti sem uppgröfur eftir allri Miklubrautinni er.Höfundur skipar 2. sæti á Höfuðborgarlistanum.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar