Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2018 11:32 Frá samstöðufundi ljósmæðra sem efnt var til fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara fyrir síðasta samningafund. Búið er að boða til annars samstöðufundar í dag klukkan 13 þegar fundur í kjaradeilunni hefst. Vísir/Rakel Ósk Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. Samningafundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hefst klukkan 13 í dag en kjaraviðræður hafa verið í gangi síðastliðið eitt og hálft ár. Síðasti fundur í deilunni var 22. mars. Aðspurð kveðst Katrín ekki búast við löngum og ströngum fundi hjá ríkissáttasemjara. „En við erum alveg til í langan og strangan fund ef það verða einhverjar samræður, svo sannarlega,“ segir Katrín.„Maður situr alveg klökkur að lesa allar kveðjurnar“ Búið er að boða til samstöðufundar með ljósmæðrum við húsnæði ríkissáttasemjara þegar fundurinn hefst í dag og hafa um 240 manns boðað komu sína á Facebook-síðu viðburðarins. Katrín segir ljósmæður finna fyrir ótrúlegum stuðningi og það sé kannski helst það sem haldi brosinu á ljósmæðrum í baráttunni. Hún segir þennan mikla stuðning í raun hafa komið á óvart. „Maður hefur alltaf fundið fyrir velvild í samfélaginu og auðvitað fylgir okkar störfum mikið tilfinningarót og þakklæti. En þetta er alveg framar okkar björtustu vonum. Maður situr alveg klökkur að lesa allar kveðjurnar undanfarna daga. Þetta er alveg ótrúlega dýrmætt.“ Aðspurð hvort að staðan sé einfaldlega sú að of mikið beri í milli hjá deiluaðilum segir Katrín svo vera. Ljósmæður eru að krefjast leiðréttingar á launasetningunni en Katrín segir að sér finnist sem stéttin mæti ekki skilningi hjá stjórnvöldum. „Nei, mér finnst það ekki og maður upplifir í rauninni að samninganefndin sé umboðslaus til þess að semja við okkur því það kemur ekkert, því miður,“ segir Katrín.Hefur ekki trú á að ljósmæður fari í verkfall að svo stöddu Katrín vill ekki fara nákvæmlega út í tölur eða prósentur varðandi launaleiðréttinguna en greint hefur verið frá því að lægstu laun ljósmæðra séu um 430 þúsund krónur. Þá voru meðllaun ljósmæðra rúmlega 745 þúsund krónur í september í fyrra og í byrjun síðasta sumar rúmar 900 þúsund krónur, en þarna er átt við heildarlaun með vaktaálagi og vinnu utan hefðbundinnar vinnuviku. Einnig er það svo að margar ljósmæður lækka í launum samkvæmt stofnanasamningum þegar þær hafa útskrifast úr ljósmæðranáminu þar sem ljósmæður raðast í lægra launaþrep en hjúkrunarfræðingar. Ljósmæður fóru í verkfall árið 2015 til að knýja á um betri kjör en fengu á sig gerðardóm líkt og tæplega 20 önnur aðildarfélög BHM í ágúst 2015. Katrín hefur ekki trú á því að ljósmæður fari aftur í verkfalli að svo stöddu. „Það hefur ekki skilað neinu fyrir okkur. Það var settur á gerðardómur síðast og fleiri konur eiga inni laun, tugi þúsunda og sumar hundruð þúsunda, fyrir unna vinnu í síðasta verkfalli. Þannig að okkur finnst það bitlaust eins og er. En það sem er að gerasta er að stéttin er að lappast niður. Það eru fjölda margar uppsagnir komnar inn og konur eru bara að snúa sér annað. Þetta er orðin svo löng og lýjandi barátta.“ Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir sagði upp starfi sínu sem ljósmóðir og segir viðhorfið í kjaradeilunni vera vonbrigði. 29. mars 2018 16:00 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Ljósmæður að bugast Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun 2. apríl 2018 18:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. Samningafundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hefst klukkan 13 í dag en kjaraviðræður hafa verið í gangi síðastliðið eitt og hálft ár. Síðasti fundur í deilunni var 22. mars. Aðspurð kveðst Katrín ekki búast við löngum og ströngum fundi hjá ríkissáttasemjara. „En við erum alveg til í langan og strangan fund ef það verða einhverjar samræður, svo sannarlega,“ segir Katrín.„Maður situr alveg klökkur að lesa allar kveðjurnar“ Búið er að boða til samstöðufundar með ljósmæðrum við húsnæði ríkissáttasemjara þegar fundurinn hefst í dag og hafa um 240 manns boðað komu sína á Facebook-síðu viðburðarins. Katrín segir ljósmæður finna fyrir ótrúlegum stuðningi og það sé kannski helst það sem haldi brosinu á ljósmæðrum í baráttunni. Hún segir þennan mikla stuðning í raun hafa komið á óvart. „Maður hefur alltaf fundið fyrir velvild í samfélaginu og auðvitað fylgir okkar störfum mikið tilfinningarót og þakklæti. En þetta er alveg framar okkar björtustu vonum. Maður situr alveg klökkur að lesa allar kveðjurnar undanfarna daga. Þetta er alveg ótrúlega dýrmætt.“ Aðspurð hvort að staðan sé einfaldlega sú að of mikið beri í milli hjá deiluaðilum segir Katrín svo vera. Ljósmæður eru að krefjast leiðréttingar á launasetningunni en Katrín segir að sér finnist sem stéttin mæti ekki skilningi hjá stjórnvöldum. „Nei, mér finnst það ekki og maður upplifir í rauninni að samninganefndin sé umboðslaus til þess að semja við okkur því það kemur ekkert, því miður,“ segir Katrín.Hefur ekki trú á að ljósmæður fari í verkfall að svo stöddu Katrín vill ekki fara nákvæmlega út í tölur eða prósentur varðandi launaleiðréttinguna en greint hefur verið frá því að lægstu laun ljósmæðra séu um 430 þúsund krónur. Þá voru meðllaun ljósmæðra rúmlega 745 þúsund krónur í september í fyrra og í byrjun síðasta sumar rúmar 900 þúsund krónur, en þarna er átt við heildarlaun með vaktaálagi og vinnu utan hefðbundinnar vinnuviku. Einnig er það svo að margar ljósmæður lækka í launum samkvæmt stofnanasamningum þegar þær hafa útskrifast úr ljósmæðranáminu þar sem ljósmæður raðast í lægra launaþrep en hjúkrunarfræðingar. Ljósmæður fóru í verkfall árið 2015 til að knýja á um betri kjör en fengu á sig gerðardóm líkt og tæplega 20 önnur aðildarfélög BHM í ágúst 2015. Katrín hefur ekki trú á því að ljósmæður fari aftur í verkfalli að svo stöddu. „Það hefur ekki skilað neinu fyrir okkur. Það var settur á gerðardómur síðast og fleiri konur eiga inni laun, tugi þúsunda og sumar hundruð þúsunda, fyrir unna vinnu í síðasta verkfalli. Þannig að okkur finnst það bitlaust eins og er. En það sem er að gerasta er að stéttin er að lappast niður. Það eru fjölda margar uppsagnir komnar inn og konur eru bara að snúa sér annað. Þetta er orðin svo löng og lýjandi barátta.“
Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir sagði upp starfi sínu sem ljósmóðir og segir viðhorfið í kjaradeilunni vera vonbrigði. 29. mars 2018 16:00 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Ljósmæður að bugast Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun 2. apríl 2018 18:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir sagði upp starfi sínu sem ljósmóðir og segir viðhorfið í kjaradeilunni vera vonbrigði. 29. mars 2018 16:00
Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30
Ljósmæður að bugast Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun 2. apríl 2018 18:45