Tesla segir sjálfstýribúnað gera heiminn öruggari þrátt fyrir banaslys Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 00:01 Ætlast er til þess að ökumenn Tesla-bíla séu með hendur á stýri jafnvel þó að sjálfstýringin sé í gangi. Vísir/AFP Forsvarsmenn rafbílaframleiðandans Tesla fullyrða að sjálfstýribúnaður í bílum fyrirtækisins geri heiminn „tvímælalaust öruggari“. Tesla-jepplingur sem ók á vegartálma með þeim afleiðingum að ökumaðurinn lést fyrir rúmri viku var á sjálfstýringu þegar slysið átti sér stað. Tveggja barna faðir á fertugsaldri sem starfaði sem verkfræðingur hjá tæknirisanum Apple lést í slysinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum 23. mars. Fjölskylda hans segir að hann hafi sagt starfsmönnum Tesla-bílaumboðs að bíllinn tæki alltaf sveigju að steinsteypuöryggistálmi sem hann rakst á endanum á, að því er segir í frétt Washington Post. Tesla segist harma dauða ökumannsins en að nokkrir þættir hafi leitt til slyssins. Þannig hafi öryggistálmi orðið fyrir höggi í öðrum árekstri og því hafi hann ekki dreift högginu sem skyldi þegar Teslan rakst á hann. Ökumaðurinn sjálfur hafi einnig borið nokkra sök. Þannig virðist hann ekki hafa haft augun með akstrinum þrátt fyrir að ökumenn Tesla-bíla eigi alltaf að hafa hendur á stýri jafnvel þó að sjálfstýring sé í gangi. „Ökumaðurinn hafði fengið nokkrar sjón- og eina hljóðviðvörun um að taka við stýrinu fyrr í ökuferðinni og hendur bílsstjórans greindust ekki á stýrinu í sex sekúndur fyrir áreksturinn,“ segir í yfirlýsingu Tesla. Tálminn hafi blasað við 150 metrum fyrir framan bílinn og í um það bil fimm sekúndur áður en hann skall á honum.Ekki hægt að koma í veg fyrir öll slysFyrirtækið stendur með sjálfstýringu sinni og segir hana fækka árekstrum um allt að 40%. Ökumaður bíls með sjálfstýrihugbúnaðr sé 3,7 sinnum ólíklegri til þess að lenda í banaslysi en aðrir. „Tesla-sjálfstýring kemur ekki í veg fyrir öll slys, slík viðmið væru ómöguleg, en hún gerir þau mun ólíklegri. Hún gerir heiminn tvímælalaust öruggari fyrir farþega bíla, gangandi vegfarendur og hjólreiðarfólk,“ segir fyrirtækið. Tesla Tengdar fréttir Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Forsvarsmenn rafbílaframleiðandans Tesla fullyrða að sjálfstýribúnaður í bílum fyrirtækisins geri heiminn „tvímælalaust öruggari“. Tesla-jepplingur sem ók á vegartálma með þeim afleiðingum að ökumaðurinn lést fyrir rúmri viku var á sjálfstýringu þegar slysið átti sér stað. Tveggja barna faðir á fertugsaldri sem starfaði sem verkfræðingur hjá tæknirisanum Apple lést í slysinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum 23. mars. Fjölskylda hans segir að hann hafi sagt starfsmönnum Tesla-bílaumboðs að bíllinn tæki alltaf sveigju að steinsteypuöryggistálmi sem hann rakst á endanum á, að því er segir í frétt Washington Post. Tesla segist harma dauða ökumannsins en að nokkrir þættir hafi leitt til slyssins. Þannig hafi öryggistálmi orðið fyrir höggi í öðrum árekstri og því hafi hann ekki dreift högginu sem skyldi þegar Teslan rakst á hann. Ökumaðurinn sjálfur hafi einnig borið nokkra sök. Þannig virðist hann ekki hafa haft augun með akstrinum þrátt fyrir að ökumenn Tesla-bíla eigi alltaf að hafa hendur á stýri jafnvel þó að sjálfstýring sé í gangi. „Ökumaðurinn hafði fengið nokkrar sjón- og eina hljóðviðvörun um að taka við stýrinu fyrr í ökuferðinni og hendur bílsstjórans greindust ekki á stýrinu í sex sekúndur fyrir áreksturinn,“ segir í yfirlýsingu Tesla. Tálminn hafi blasað við 150 metrum fyrir framan bílinn og í um það bil fimm sekúndur áður en hann skall á honum.Ekki hægt að koma í veg fyrir öll slysFyrirtækið stendur með sjálfstýringu sinni og segir hana fækka árekstrum um allt að 40%. Ökumaður bíls með sjálfstýrihugbúnaðr sé 3,7 sinnum ólíklegri til þess að lenda í banaslysi en aðrir. „Tesla-sjálfstýring kemur ekki í veg fyrir öll slys, slík viðmið væru ómöguleg, en hún gerir þau mun ólíklegri. Hún gerir heiminn tvímælalaust öruggari fyrir farþega bíla, gangandi vegfarendur og hjólreiðarfólk,“ segir fyrirtækið.
Tesla Tengdar fréttir Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30