Háspenna og hárbeittur húmor í sumarsmellunum sem eru handan við hornið Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 14:40 Margir bíða spenntir eftir þessum myndum. Sumarið er runnið upp hér á Íslandi samkvæmt dagatalinu og styttist biðin eftir sumarsmellum ársins þegar kemur að bíóhúsunum. Í næstu viku verður frumsýnd hér á landi stórmyndin Avengers: Infinity War sem segir frá baráttu Avengers-ofurhópsins við illmennið Thanos sem þráir ekkert heitara en að eyða um helmingi alls lífs í alheiminum til að koma á einhverju sem hann telur vera jafnvægi.Í maí næstkomandi mætir villingurinn Deadpool í bíó þar sem hann þarf að setja saman ofurhetjuteymi til að vernda ungan dreng fyrir tímaferðalangnum Cable. Síðasta stiklan úr þessari framhaldsmynd hefur verið opinberuð og um sprenghlægilega afurð að ræða. Til að mynda fá áhorfendur að kynnast hetjunni Domino sem lýsir því yfir að heppni sé ofurhetjuhæfileiki hennar og hinum venjulega Peter sem býr ekki yfir neinum hæfileika en fær engu að síður að vera með í ofurhetjuteymi Deadpool.Síðasta stiklan úr framhaldsmyndinni Jurassic World: Fallen Kingdom var frumsýnd í gær en þar fá áhorfendur að fylgjast með söguhetjum myndarinnar, leiknar af Chris Pratt og Bryce Dallas Howard, reyna hvað þær geta að bjarga risaeðlum undan eldgosi á eyjunni Isla Nublar. Á sama tíma kemur í ljós að fégráðugir vísindamenn hafa hannað nýja risaeðlu, Indoraptor, sem er sögð hættulegasta skepna sem gengið hefur á jörðinni. Myndin verður frumsýnd hér á landi í júní. Bíó og sjónvarp Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Sumarið er runnið upp hér á Íslandi samkvæmt dagatalinu og styttist biðin eftir sumarsmellum ársins þegar kemur að bíóhúsunum. Í næstu viku verður frumsýnd hér á landi stórmyndin Avengers: Infinity War sem segir frá baráttu Avengers-ofurhópsins við illmennið Thanos sem þráir ekkert heitara en að eyða um helmingi alls lífs í alheiminum til að koma á einhverju sem hann telur vera jafnvægi.Í maí næstkomandi mætir villingurinn Deadpool í bíó þar sem hann þarf að setja saman ofurhetjuteymi til að vernda ungan dreng fyrir tímaferðalangnum Cable. Síðasta stiklan úr þessari framhaldsmynd hefur verið opinberuð og um sprenghlægilega afurð að ræða. Til að mynda fá áhorfendur að kynnast hetjunni Domino sem lýsir því yfir að heppni sé ofurhetjuhæfileiki hennar og hinum venjulega Peter sem býr ekki yfir neinum hæfileika en fær engu að síður að vera með í ofurhetjuteymi Deadpool.Síðasta stiklan úr framhaldsmyndinni Jurassic World: Fallen Kingdom var frumsýnd í gær en þar fá áhorfendur að fylgjast með söguhetjum myndarinnar, leiknar af Chris Pratt og Bryce Dallas Howard, reyna hvað þær geta að bjarga risaeðlum undan eldgosi á eyjunni Isla Nublar. Á sama tíma kemur í ljós að fégráðugir vísindamenn hafa hannað nýja risaeðlu, Indoraptor, sem er sögð hættulegasta skepna sem gengið hefur á jörðinni. Myndin verður frumsýnd hér á landi í júní.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira