Valur þarf stórleik frá aukaleikurunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. apríl 2018 12:30 Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur mætast Deildarmeistarar Hauka taka á móti Val í fyrsta leik úrslita í Domino’s-deild kvenna á heimavelli í kvöld en vinna þarf þrjá leiki í úrslitaeinvíginu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Haukakonur geta unnið meistaratitilinn í fjórða sinn í sögu félagsins, tveimur árum eftir að hafa horft á eftir titlinum til Snæfells eftir oddaleik en Valskonur eru að leika til úrslita í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tvisvar á undanförnum fimm árum hafa Valskonur fallið út í undanúrslitaeinvíginu eftir oddaleik en í ár komust þær yfir þröskuldinn og eru komnar í úrslitin. Fréttablaðið heyrði í Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Snæfells, til að rýna í einvígið en þetta verður í fyrsta sinn í fimm ár sem Snæfell er ekki í úrslitaeinvíginu. „Þetta verður barátta tveggja vel mannaðra liða, það eru mörg lítil einvígi inni á vellinum sem verður gaman að fylgjast með. Bæði liðin tóku smá dýfu í vetur en þetta eru tvö bestu liðin,“ segir Ingi. Í einvíginu mætast systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur. „Það er ansi magnað að Guðbjörg hefur yfirleitt ekki átt sína bestu daga gegn Helenu en Helena á yfirleitt frábæra leiki þegar þær systurnar mætast. Guðbjörg er nú orðin það reynd að hún lætur þetta ekki hafa áhrif á sig núna.“ Þetta verður fimmti leikur liðanna í vetur en Haukaliðið hefur unnið þrjá af fjórum hingað til. „Það mun reyna á Haukaliðið í þessu einvígi, þær munu sakna Dýrfinnu [Arnardóttur] á báðum endum vallarins,“ segir Ingi en Helena verður í lykilhlutverki. „Helena hefur verið að spila frábærlega, sérstaklega eftir að þau fengu Whitney Frazier inn. Hún hefur bætt Helenu því þær passa betur saman, Cherise Daniels var of lík henni og þær voru oft í raun að keppast um sömu hlutina,“ segir Ingi sem segir ekki auðvelt að stoppa Helenu. „Það er ekkert hægt að stoppa Helenu, ef þú tekur af henni skotið fer hún að dreifa boltanum því hún sér völlinn afar vel. Hún er frábær inni á vellinum og langbesti íslenski leikmaðurinn.“ Ingi segir að Valsliðið þurfi að fá framlag frá öllu liðinu til þess að skila sigrinum. „Valsliðið þarf að fá stórleiki frá fleiri stelpum, eins og þær hafa verið að fá, til að ná að leggja Haukaliðið. Í síðasta leiknum gegn Keflavík var Dagbjört [Dögg Karlsdóttir] frábær og Elín Sóley [Hrafnkelsdóttir] sem var ekki búin að ná sér á strik færði liðinu heilmikið. Þær þurfa á þessu að halda ef þær ætla að leggja Haukana,“ segir Ingi sem býst við mikilli spennu. „Ég á von á mjög skemmtilegu einvígi, ég held að það sé mikið hungur hjá báðum liðum til að klára tímabilið með titli.“ Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Deildarmeistarar Hauka taka á móti Val í fyrsta leik úrslita í Domino’s-deild kvenna á heimavelli í kvöld en vinna þarf þrjá leiki í úrslitaeinvíginu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Haukakonur geta unnið meistaratitilinn í fjórða sinn í sögu félagsins, tveimur árum eftir að hafa horft á eftir titlinum til Snæfells eftir oddaleik en Valskonur eru að leika til úrslita í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tvisvar á undanförnum fimm árum hafa Valskonur fallið út í undanúrslitaeinvíginu eftir oddaleik en í ár komust þær yfir þröskuldinn og eru komnar í úrslitin. Fréttablaðið heyrði í Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Snæfells, til að rýna í einvígið en þetta verður í fyrsta sinn í fimm ár sem Snæfell er ekki í úrslitaeinvíginu. „Þetta verður barátta tveggja vel mannaðra liða, það eru mörg lítil einvígi inni á vellinum sem verður gaman að fylgjast með. Bæði liðin tóku smá dýfu í vetur en þetta eru tvö bestu liðin,“ segir Ingi. Í einvíginu mætast systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur. „Það er ansi magnað að Guðbjörg hefur yfirleitt ekki átt sína bestu daga gegn Helenu en Helena á yfirleitt frábæra leiki þegar þær systurnar mætast. Guðbjörg er nú orðin það reynd að hún lætur þetta ekki hafa áhrif á sig núna.“ Þetta verður fimmti leikur liðanna í vetur en Haukaliðið hefur unnið þrjá af fjórum hingað til. „Það mun reyna á Haukaliðið í þessu einvígi, þær munu sakna Dýrfinnu [Arnardóttur] á báðum endum vallarins,“ segir Ingi en Helena verður í lykilhlutverki. „Helena hefur verið að spila frábærlega, sérstaklega eftir að þau fengu Whitney Frazier inn. Hún hefur bætt Helenu því þær passa betur saman, Cherise Daniels var of lík henni og þær voru oft í raun að keppast um sömu hlutina,“ segir Ingi sem segir ekki auðvelt að stoppa Helenu. „Það er ekkert hægt að stoppa Helenu, ef þú tekur af henni skotið fer hún að dreifa boltanum því hún sér völlinn afar vel. Hún er frábær inni á vellinum og langbesti íslenski leikmaðurinn.“ Ingi segir að Valsliðið þurfi að fá framlag frá öllu liðinu til þess að skila sigrinum. „Valsliðið þarf að fá stórleiki frá fleiri stelpum, eins og þær hafa verið að fá, til að ná að leggja Haukaliðið. Í síðasta leiknum gegn Keflavík var Dagbjört [Dögg Karlsdóttir] frábær og Elín Sóley [Hrafnkelsdóttir] sem var ekki búin að ná sér á strik færði liðinu heilmikið. Þær þurfa á þessu að halda ef þær ætla að leggja Haukana,“ segir Ingi sem býst við mikilli spennu. „Ég á von á mjög skemmtilegu einvígi, ég held að það sé mikið hungur hjá báðum liðum til að klára tímabilið með titli.“
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira