Borgarlínudans Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 Dagur B. Eggertsson er snjall stjórnmálamaður. Þegar líða fer að kosningum birtist hann sem vorboðinn og syngur fyrir fólkið um betra líf í borginni á næsta kjörtímabili. Fyrir síðustu kosningar lét hann taka af sér myndir þar sem hann hélt um skóflu og skartaði öryggishjálmi á höfði. Hann ætlaði að byggja. Hann ætlaði að leysa húsnæðisvanda ungs fólks. Þá sögu þekkja allir. Og ekki þýðir að höggva í sama knérunn. Fyrir þessar kosningar syngur Dagur minna um íbúðirnar fyrir unga fólkið en meira um Borgarlínuna sem hann kveður munu leysa samgönguvanda borgarbúa. Í grein sem Dagur ritar í Fréttablaðið sl. þriðjudag er hann þó ærlegur með það að fyrstu vagnarnir í Borgarlínunni verði ekki komnir í gagnið fyrr en á þarnæsta kjörtímabili. Hann er snjall og veit að það er betra að lofa bara því sem þarf fyrir atkvæðin, alls ekki meira.70-150 milljarða kosningaloforð Á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag var rætt um þetta kosningamál borgarstjóra. Það vafðist reyndar eilítið fyrir Degi að útskýra hvað fælist í Borgarlínunni. Í ljós kom að hugmyndin er ennþá óútfærð, t.d. hvort það eigi að nota sporvagna eða strætisvagna. En eitt vitum við þó, að Dagur sjálfur telur kostnaðinn við verkefnið a.m.k. 70 milljarða króna. Sérfræðingar sem hafa kynnt sér hugmyndina telja að kostnaðurinn geti hæglega orðið tvöföld sú fjárhæð. Raunhæfar leiðir í stað loforða Það er svo ótal margt annað sem má gera til að bæta samgönguvandann. Sem dæmi um vandann er umferðaröngþveitið á Miklubraut, en það er sú leið sem flestir af þeim sex þúsund starfsmönnum Landspítala aka til og frá vinnu. Á borgarstjórnarfundinum sl. þriðjudag lagði ég þess vegna fram tillögu um að Reykjavíkurborg ætti frumkvæði að samtali við Landspítala, stéttarfélög heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisráðherra í því skyni að kanna hvort breyta megi vaktafyrirkomulagi á Landspítalanum. Með því að færa upphaf og lok dagvakta af mesta háannatíma mætti stytta ferðatíma heilbrigðisstarfsfólks sem og annarra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Það væri a.m.k. raunhæft skref í rétta átt, en ekki loforð sem aldrei verður staðið við. Nýtt framboð Kjósendur eru fyrir löngu búnir að átta sig á því að lítið er að marka loforðin fyrir kosningar, hvort sem þau snúast um að tryggja fólki þak yfir höfuðið, niðurfellingu skatta, ókeypis leikskólapláss eða tugmilljarða samgöngubætur. Kjósendur vilja fyrst og fremst fulltrúa sem eru ábyrgðarfullir og duglegir, sýna áræðni og ráðdeild og umfram allt fulltrúa sem eru skynsamir. Það eru þau gildi sem mér finnst mest um verð. Ég mun bjóða mig fram fyrir nýtt stjórnmálaafl í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí nk.Höfundur er óháður borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson er snjall stjórnmálamaður. Þegar líða fer að kosningum birtist hann sem vorboðinn og syngur fyrir fólkið um betra líf í borginni á næsta kjörtímabili. Fyrir síðustu kosningar lét hann taka af sér myndir þar sem hann hélt um skóflu og skartaði öryggishjálmi á höfði. Hann ætlaði að byggja. Hann ætlaði að leysa húsnæðisvanda ungs fólks. Þá sögu þekkja allir. Og ekki þýðir að höggva í sama knérunn. Fyrir þessar kosningar syngur Dagur minna um íbúðirnar fyrir unga fólkið en meira um Borgarlínuna sem hann kveður munu leysa samgönguvanda borgarbúa. Í grein sem Dagur ritar í Fréttablaðið sl. þriðjudag er hann þó ærlegur með það að fyrstu vagnarnir í Borgarlínunni verði ekki komnir í gagnið fyrr en á þarnæsta kjörtímabili. Hann er snjall og veit að það er betra að lofa bara því sem þarf fyrir atkvæðin, alls ekki meira.70-150 milljarða kosningaloforð Á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag var rætt um þetta kosningamál borgarstjóra. Það vafðist reyndar eilítið fyrir Degi að útskýra hvað fælist í Borgarlínunni. Í ljós kom að hugmyndin er ennþá óútfærð, t.d. hvort það eigi að nota sporvagna eða strætisvagna. En eitt vitum við þó, að Dagur sjálfur telur kostnaðinn við verkefnið a.m.k. 70 milljarða króna. Sérfræðingar sem hafa kynnt sér hugmyndina telja að kostnaðurinn geti hæglega orðið tvöföld sú fjárhæð. Raunhæfar leiðir í stað loforða Það er svo ótal margt annað sem má gera til að bæta samgönguvandann. Sem dæmi um vandann er umferðaröngþveitið á Miklubraut, en það er sú leið sem flestir af þeim sex þúsund starfsmönnum Landspítala aka til og frá vinnu. Á borgarstjórnarfundinum sl. þriðjudag lagði ég þess vegna fram tillögu um að Reykjavíkurborg ætti frumkvæði að samtali við Landspítala, stéttarfélög heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisráðherra í því skyni að kanna hvort breyta megi vaktafyrirkomulagi á Landspítalanum. Með því að færa upphaf og lok dagvakta af mesta háannatíma mætti stytta ferðatíma heilbrigðisstarfsfólks sem og annarra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Það væri a.m.k. raunhæft skref í rétta átt, en ekki loforð sem aldrei verður staðið við. Nýtt framboð Kjósendur eru fyrir löngu búnir að átta sig á því að lítið er að marka loforðin fyrir kosningar, hvort sem þau snúast um að tryggja fólki þak yfir höfuðið, niðurfellingu skatta, ókeypis leikskólapláss eða tugmilljarða samgöngubætur. Kjósendur vilja fyrst og fremst fulltrúa sem eru ábyrgðarfullir og duglegir, sýna áræðni og ráðdeild og umfram allt fulltrúa sem eru skynsamir. Það eru þau gildi sem mér finnst mest um verð. Ég mun bjóða mig fram fyrir nýtt stjórnmálaafl í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí nk.Höfundur er óháður borgarfulltrúi
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar