Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. apríl 2018 13:33 Þessi rándýra Photoshop vinnsla er í boði vefmiðilsins Cointelegraph, sem flytur fréttir af rafmynt Cointelegraph.com Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. Áhuginn byggir því að hluta til á getgátum og misskilningi. Sindri var í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á innbrotum í gagnaver og stórfelldum þjófnaði á tölvubúnaði sem var notaður til að framleiða rafmyntina Bitcoin. Ekki liggur fyrir hvort þjófarnir ásældust sjálfan tölvubúnaðinn eða rafmyntina sem var vistuð á hörðum diskum. Þá er vissulega full langt seilst að eigna forsætisráðherra heila farþegaflugvél þó að hún hafi verið um borð á sama tíma og Sindri. Sænskir fjölmiðlar hafa eðlilega áhuga á málinu þar sem Sindri Þór flaug til Stokkhólms í gærmorgun eftir að hafa farið út um glugga í opnu fangelsi að Sogni um nóttina. Aftonbladet kallar málið „den stora bitcoin-kuppen på Island” og fullyrðir að um stærsta þjófnað Íslandssögunnar sé að ræða. Sænska ríkissjónvarpið gerir einnig ýtarlega grein fyrir málinu. Einnig er sagt frá flóttanum í fjölmiðlum í Bretlandi og Bandaríkjunum og þá oftast í samhengi við umfjöllun um Bitcoin rafmyntina. Breska ríkisútvarpið, BBC, slær auk þess upp fyrirsögn um að strokufangi hafi sloppið með flugvél forsætisráðherra. Daily Mail gerir það sama og fær fréttin væntanlega aukinn lestur fyrir vikið. Margir miðlar, þar á meðal Washington Post, styðjast við nákvæmari frásögn alþjóðlegu fréttaveitunnar Associated Press sem er skrifuð af íslenskum fréttaritara. Fréttasíður sem tileinkaðar eru fréttum af rafmynt og tækni hafa heldur ekki látið málið framhjá sér fara. Þar má nefna miðla á borð við Crypto Globe, PYMNTS og Cointelegraph sem lagði í dramatíska Photoshop vinnslu til myndskreytingar. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. Áhuginn byggir því að hluta til á getgátum og misskilningi. Sindri var í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á innbrotum í gagnaver og stórfelldum þjófnaði á tölvubúnaði sem var notaður til að framleiða rafmyntina Bitcoin. Ekki liggur fyrir hvort þjófarnir ásældust sjálfan tölvubúnaðinn eða rafmyntina sem var vistuð á hörðum diskum. Þá er vissulega full langt seilst að eigna forsætisráðherra heila farþegaflugvél þó að hún hafi verið um borð á sama tíma og Sindri. Sænskir fjölmiðlar hafa eðlilega áhuga á málinu þar sem Sindri Þór flaug til Stokkhólms í gærmorgun eftir að hafa farið út um glugga í opnu fangelsi að Sogni um nóttina. Aftonbladet kallar málið „den stora bitcoin-kuppen på Island” og fullyrðir að um stærsta þjófnað Íslandssögunnar sé að ræða. Sænska ríkissjónvarpið gerir einnig ýtarlega grein fyrir málinu. Einnig er sagt frá flóttanum í fjölmiðlum í Bretlandi og Bandaríkjunum og þá oftast í samhengi við umfjöllun um Bitcoin rafmyntina. Breska ríkisútvarpið, BBC, slær auk þess upp fyrirsögn um að strokufangi hafi sloppið með flugvél forsætisráðherra. Daily Mail gerir það sama og fær fréttin væntanlega aukinn lestur fyrir vikið. Margir miðlar, þar á meðal Washington Post, styðjast við nákvæmari frásögn alþjóðlegu fréttaveitunnar Associated Press sem er skrifuð af íslenskum fréttaritara. Fréttasíður sem tileinkaðar eru fréttum af rafmynt og tækni hafa heldur ekki látið málið framhjá sér fara. Þar má nefna miðla á borð við Crypto Globe, PYMNTS og Cointelegraph sem lagði í dramatíska Photoshop vinnslu til myndskreytingar.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira