Tryggja þurfi rétt feðra vegna fósturláta Sveinn Arnarsson skrifar 16. apríl 2018 06:00 VÍSIR/VILHELM Feður búa ekki yfir jöfnum rétti til fæðingarorlofs þegar kemur að andvana fæðingum eða fósturlátum barna. Þessu vill Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, breyta. Andrés hefur spurt dómsmálaráðherra um skráningu faðernis hjá Þjóðskrá Íslands hvað varðar andvana fædd börn eða fósturlát fyrir 22. viku fæðingar. „Það á sér ekki stað nokkur skráning á faðerninu,“ segir Andrés. „Því eru mæður og feður ekki í sömu stöðunni þegar kemur til þess að fá fæðingarorlof vegna andvana fæðingar frá Vinnumálastofnun. Ef þau eru skráð í sambúð eða eru gift þá er rétturinn tryggður. Hins vegar er ekki hægt með nokkru móti fyrir föður að vera skráður fyrir þessu andvana fædda barni og því hefur hann engan rétt til fæðingarorlofs vegna þessa skráningarleysis. “ Vinnumálastofnun segir að mat á því hvort foreldrar eigi rétt á fæðingarorlofi í þessum tilvikum byggt á því að fyrir liggi hjá Þjóðskrá Íslands undirrituð yfirlýsing móður og föður um faðerni barns þegar ekki er um að ræða hjúskap eða skráða sambúð foreldra. Hins vegar er það svo að Þjóðskrá skráir ekki andvana fædd börn. „Börn sem fæðast andvana eru ekki skráð í þjóðskrá, en börn sem fæðast andvana eftir 22 vikna meðgöngu fá útgefna svonefnda kerfiskennitölu vegna skráningar í fæðingarskrá Embættis landlæknis. Í ljósi þess að andvana fædd börn eru ekki skráð í þjóðskrá er hvorki móðerni né faðerni þeirra skráð,“ segir í svari þjóðskrár til dómsmálaráðuneytisins um skráningar andvana fædda barna. Vinnumálastofnun segir jafnframt að foreldrar verði að vera gift eða skráðir í sambúð til þess að faðirinn eigi rétt á fæðingarorlofi. „Ef þetta eru hnökrar á kerfinu þarf að laga það, frekar en að fólk þurfi að berjast fyrir því að sækja sjálfsögð réttindi sín á þessum viðkvæma tíma,“ segir Andrés Ingi. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Feður búa ekki yfir jöfnum rétti til fæðingarorlofs þegar kemur að andvana fæðingum eða fósturlátum barna. Þessu vill Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, breyta. Andrés hefur spurt dómsmálaráðherra um skráningu faðernis hjá Þjóðskrá Íslands hvað varðar andvana fædd börn eða fósturlát fyrir 22. viku fæðingar. „Það á sér ekki stað nokkur skráning á faðerninu,“ segir Andrés. „Því eru mæður og feður ekki í sömu stöðunni þegar kemur til þess að fá fæðingarorlof vegna andvana fæðingar frá Vinnumálastofnun. Ef þau eru skráð í sambúð eða eru gift þá er rétturinn tryggður. Hins vegar er ekki hægt með nokkru móti fyrir föður að vera skráður fyrir þessu andvana fædda barni og því hefur hann engan rétt til fæðingarorlofs vegna þessa skráningarleysis. “ Vinnumálastofnun segir að mat á því hvort foreldrar eigi rétt á fæðingarorlofi í þessum tilvikum byggt á því að fyrir liggi hjá Þjóðskrá Íslands undirrituð yfirlýsing móður og föður um faðerni barns þegar ekki er um að ræða hjúskap eða skráða sambúð foreldra. Hins vegar er það svo að Þjóðskrá skráir ekki andvana fædd börn. „Börn sem fæðast andvana eru ekki skráð í þjóðskrá, en börn sem fæðast andvana eftir 22 vikna meðgöngu fá útgefna svonefnda kerfiskennitölu vegna skráningar í fæðingarskrá Embættis landlæknis. Í ljósi þess að andvana fædd börn eru ekki skráð í þjóðskrá er hvorki móðerni né faðerni þeirra skráð,“ segir í svari þjóðskrár til dómsmálaráðuneytisins um skráningar andvana fædda barna. Vinnumálastofnun segir jafnframt að foreldrar verði að vera gift eða skráðir í sambúð til þess að faðirinn eigi rétt á fæðingarorlofi. „Ef þetta eru hnökrar á kerfinu þarf að laga það, frekar en að fólk þurfi að berjast fyrir því að sækja sjálfsögð réttindi sín á þessum viðkvæma tíma,“ segir Andrés Ingi.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira