Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 10:57 Björn Leví (t.h.) segist ekki telja árásirnar í Sýrlandi réttlætanlegar. Vísir/Anton Brink Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur áhyggjur af ósamræmi í yfirlýsingu Nató annars vegar og íslenskra ráðamanna hins vegar um stuðning Íslands við loftárásirnar í Sýrlandi um helgina. Hann segist telja það afsagnarsök ef ráðherrar hafi ekki sagt satt um stuðning Íslands. Atlantshafsbandalagið (NATO) sagði í gær að öll aðildarríki þess hefðu lýst stuðningi við loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi á aðfaranótt laugardags. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði hins vegar að íslensk stjórnvöld hefðu ekki lýst við sérstökum stuðningi við árásirnar í viðtali við RÚV í gær. Af þessu ósamræmi sagðist Björn Leví hafa áhyggjur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Það væri mjög alvarlegt ef annað hvort Nató eða íslenskir ráðherrar væru að segja ósátt um stuðninginn. „Ef að íslenskir ráðamenn tóku þá ákvörðun að segja já við þessum árásum og segja svo ekki satt um það finnst mér það vera afsagnarsök,“ sagði Björn Leví sem líkti stuðningnum við ákvörðun Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um að styðja innrásina í Írak árið 2003. Um árásirnar sjálfar sagði Björn Leví að hann teldi þær örugglega ekki réttlætanlegar. Sjálfur væri hann friðarsinni og teldi ofbeldi aldrei svar við neinu, óháð því hver hafi átt upptökin að átökunum. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar réðust á skotmörk sem þeir segja tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar. Með þeim vildu ríkin bregðast við efnavopnaárás í bænum Douma um síðustu helgi sem þau segja ríkisstjórn Bashars al-Assad bera ábyrgð á. Sýrland Tengdar fréttir Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur áhyggjur af ósamræmi í yfirlýsingu Nató annars vegar og íslenskra ráðamanna hins vegar um stuðning Íslands við loftárásirnar í Sýrlandi um helgina. Hann segist telja það afsagnarsök ef ráðherrar hafi ekki sagt satt um stuðning Íslands. Atlantshafsbandalagið (NATO) sagði í gær að öll aðildarríki þess hefðu lýst stuðningi við loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi á aðfaranótt laugardags. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði hins vegar að íslensk stjórnvöld hefðu ekki lýst við sérstökum stuðningi við árásirnar í viðtali við RÚV í gær. Af þessu ósamræmi sagðist Björn Leví hafa áhyggjur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Það væri mjög alvarlegt ef annað hvort Nató eða íslenskir ráðherrar væru að segja ósátt um stuðninginn. „Ef að íslenskir ráðamenn tóku þá ákvörðun að segja já við þessum árásum og segja svo ekki satt um það finnst mér það vera afsagnarsök,“ sagði Björn Leví sem líkti stuðningnum við ákvörðun Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um að styðja innrásina í Írak árið 2003. Um árásirnar sjálfar sagði Björn Leví að hann teldi þær örugglega ekki réttlætanlegar. Sjálfur væri hann friðarsinni og teldi ofbeldi aldrei svar við neinu, óháð því hver hafi átt upptökin að átökunum. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar réðust á skotmörk sem þeir segja tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar. Með þeim vildu ríkin bregðast við efnavopnaárás í bænum Douma um síðustu helgi sem þau segja ríkisstjórn Bashars al-Assad bera ábyrgð á.
Sýrland Tengdar fréttir Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05
Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25