Lyfjaeftirlitið fær sjálfstæði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. apríl 2018 12:13 Frá fundinum í dag. Frá vinstri eru Óskar Þór Ármannsson, Lilja Alfreðsdóttir, Lárus L. Blöndal og Líney Rut Halldórsdóttir. Vísir/E. Stefán Lyfjaeftirlit íþróttamanna á Íslandi verður framvegis framkvæmt af nýrri sjálfseignarstofnun, Lyfjaeftirliti Íslands, sem var formlega stofnuð í dag. Þetta þýðir að lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ verður ekki lengur starfrækt og lyfjaeftirlitið sjálft fært undan hatti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Lyfjaeftirlitinu verður stýrt af sjálfstæðri stofnun, eins og tíðkast víða um heim. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skrifaði undir skipulaggskrá Lyfjaeftirlits Íslands á blaðamannafundi í húsakynnum ÍSÍ í dag ásamt Lárusi L. Blöndal, forseta ÍSÍ. „Þetta er mjög mikilvægur dagur í íslenskum íþróttum,“ sagði Lilja á fundinum í dag. „Þetta hefur átt sér mjög langan aðdraganda. Það er mikilvægt að við sinnum þessum málefnum við og sinnum þeim skyldum sem alþjóðastofnanir mælast til um.“ Ný stofnun mun hafa sama hlutverk og forveri hennar, að skipuleggja og framkvæma lyfjaeftirlit á Íslandi sem og að birta og kynna bannlista um efni sem óheimilt er að nota í íþróttum. Hún mun einnig standa að fræðslu og forvörnum og taka þát í alþjóðlegu samstarfi. Menntamálaráðuneyti hefur borið ábyrgð á lyfjaeftirliti á Íslandi frá 1989 og frá 2005 hefur lyfjaeftirlit á Íslandi verið undir sameiginlegri ábyrgð ÍSÍ og ríkisvalds. Árið 2012 mælti lyfjaeftirlit Evrópuráðsins með því að sjálfstæð stofnun myndi annars lyfjaeftirlit, sem verður raunin á Íslandi frá og með deginum í dag. Fram kom á fundinum í dag að væntanleg stjórn Lyfjaeftirlits ÍSlands mun skipuleggja starfsemina á næstu misserum. Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Lyfjaeftirlit íþróttamanna á Íslandi verður framvegis framkvæmt af nýrri sjálfseignarstofnun, Lyfjaeftirliti Íslands, sem var formlega stofnuð í dag. Þetta þýðir að lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ verður ekki lengur starfrækt og lyfjaeftirlitið sjálft fært undan hatti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Lyfjaeftirlitinu verður stýrt af sjálfstæðri stofnun, eins og tíðkast víða um heim. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skrifaði undir skipulaggskrá Lyfjaeftirlits Íslands á blaðamannafundi í húsakynnum ÍSÍ í dag ásamt Lárusi L. Blöndal, forseta ÍSÍ. „Þetta er mjög mikilvægur dagur í íslenskum íþróttum,“ sagði Lilja á fundinum í dag. „Þetta hefur átt sér mjög langan aðdraganda. Það er mikilvægt að við sinnum þessum málefnum við og sinnum þeim skyldum sem alþjóðastofnanir mælast til um.“ Ný stofnun mun hafa sama hlutverk og forveri hennar, að skipuleggja og framkvæma lyfjaeftirlit á Íslandi sem og að birta og kynna bannlista um efni sem óheimilt er að nota í íþróttum. Hún mun einnig standa að fræðslu og forvörnum og taka þát í alþjóðlegu samstarfi. Menntamálaráðuneyti hefur borið ábyrgð á lyfjaeftirliti á Íslandi frá 1989 og frá 2005 hefur lyfjaeftirlit á Íslandi verið undir sameiginlegri ábyrgð ÍSÍ og ríkisvalds. Árið 2012 mælti lyfjaeftirlit Evrópuráðsins með því að sjálfstæð stofnun myndi annars lyfjaeftirlit, sem verður raunin á Íslandi frá og með deginum í dag. Fram kom á fundinum í dag að væntanleg stjórn Lyfjaeftirlits ÍSlands mun skipuleggja starfsemina á næstu misserum.
Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira