Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. apríl 2018 07:47 Ed Royce (t.v.) og Eliot Engel taka höndum saman í bréfi sínu til íslenskra stjórnvalda. Vísir/AP Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. „Þrátt fyrir að það séu ekki margir múslimar eða gyðingar á Íslandi myndi bann ykkar vera vatn á myllu þeirra sem hagnýta sér kynþáttafordóma og gyðingaandúð í löndum þar sem lýðfræðilegi fjölbreytni er meiri,“ segir í bréfi þeirra Ed Royce, repúblikanans sem fer fyrir utanríkisnefndinni, og Eliot Engel, leiðtoga demókrata í nefndinni. Bréfið er dagsett 5. apríl en rataði fyrst erlenda í fjölmiðla í gær eftir að því hafði verið lekið til samtakanna Orthodox Union sem talað hafa gegn íslenska frumvarpinu á alþjóðavettvangi. „Sem vinaþjóð ykkar hvetjum við ríkisstjórnina til að koma í veg fyrir að þetta óumburðarlynda frumvarp nái fram að ganga,“ segir ennfremur í bréfi þeirra Royce og Engel. Frumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi Alþingi felur í sér að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið kveður einnig á um að lagt verði bann við umskurði á kynfærum drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Brot á lögunum gæti varðað við sex ára fangelsi en umskurður af læknisfræðilegum ástæðum yrði áfram leyfður. Frumvarpið fékk strax mikil viðbrögð frá trúarleiðtogum í Evrópu en verði frumvarpið að lögum yrði Ísland fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð. Umskurður er ekki algengur á Íslandi en talið er að um á annað hundrað gyðinga og rúmlega 1100 múslimar búi hér á landi. Frá árinu 2006 hefur 21 drengur undir 18 ára aldri verið umskorinn á Íslandi að sögn heilbrigðisráðuneytisins. Hversu margir voru umskornir af trúarlegum ástæðum fylgir hins vegar ekki sögunni. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. „Þrátt fyrir að það séu ekki margir múslimar eða gyðingar á Íslandi myndi bann ykkar vera vatn á myllu þeirra sem hagnýta sér kynþáttafordóma og gyðingaandúð í löndum þar sem lýðfræðilegi fjölbreytni er meiri,“ segir í bréfi þeirra Ed Royce, repúblikanans sem fer fyrir utanríkisnefndinni, og Eliot Engel, leiðtoga demókrata í nefndinni. Bréfið er dagsett 5. apríl en rataði fyrst erlenda í fjölmiðla í gær eftir að því hafði verið lekið til samtakanna Orthodox Union sem talað hafa gegn íslenska frumvarpinu á alþjóðavettvangi. „Sem vinaþjóð ykkar hvetjum við ríkisstjórnina til að koma í veg fyrir að þetta óumburðarlynda frumvarp nái fram að ganga,“ segir ennfremur í bréfi þeirra Royce og Engel. Frumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi Alþingi felur í sér að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið kveður einnig á um að lagt verði bann við umskurði á kynfærum drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Brot á lögunum gæti varðað við sex ára fangelsi en umskurður af læknisfræðilegum ástæðum yrði áfram leyfður. Frumvarpið fékk strax mikil viðbrögð frá trúarleiðtogum í Evrópu en verði frumvarpið að lögum yrði Ísland fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð. Umskurður er ekki algengur á Íslandi en talið er að um á annað hundrað gyðinga og rúmlega 1100 múslimar búi hér á landi. Frá árinu 2006 hefur 21 drengur undir 18 ára aldri verið umskorinn á Íslandi að sögn heilbrigðisráðuneytisins. Hversu margir voru umskornir af trúarlegum ástæðum fylgir hins vegar ekki sögunni.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07
Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45