Birna Rún fékk höfuðhögg í gær en stígur á sviðið í kvöld Stefán Árni Pálsson skrifar 12. apríl 2018 16:00 Birna Rún er klár. Eins og Vísir greindi frá í gærkvöld þurfti að hætta sýningu á farsanum Sýningin sem klikkar í Borgarleikhúsinu eftir að leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir fékk þungt högg þegar hurð skall á andliti hennar. Atvikið átti sér stað rétt fyrir hlé en Birna hélt ótrauð áfram leik. Mikið gekk á í verkinu þegar þetta gerðist og áttuðu hvorki leikarar né áhorfendur sig á því að eitthvað hefði komið upp á að sögn leikhússtjórans. Þegar hugað var að Birnu í hléi kom hins vegar í ljós að hún hafði hlotið skurð á vörina sem hafði bólgnað mikið og var því ákveðið að hætta sýningu. Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins og þar segir að sýningin verði sýndi í kvöld samkvæmt áætlun. „Eins og komið hefur fram í fréttum varð slys á sýningunni miðvikudagskvöldið 11. apríl sem varð til þess að stöðva þurfti sýninguna. Ein leikkona sýningarinnar varð fyrir höfuðhöggi með þeim afleiðingum að hún marðist og sprengdi vör. Betur fór en á horfðist og getur leikkonan stigið á svið í kvöld,“ segir í tilkynningunni. Þeir sem þurftu að yfirgefa sýninguna í hléi í gær verður boðið aftur á sýninguna og eru beðnir um að hafa samband við miðasölu Borgarleikhússins. Tengdar fréttir Stöðva þurfti Sýninguna sem klikkar eftir að leikkona fékk þungt högg í andlitið Áhorfendur héldu að um grín væri að ræða sem væri hluti af sýningunni þegar þeim var tilkynnt þetta. 11. apríl 2018 22:09 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gærkvöld þurfti að hætta sýningu á farsanum Sýningin sem klikkar í Borgarleikhúsinu eftir að leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir fékk þungt högg þegar hurð skall á andliti hennar. Atvikið átti sér stað rétt fyrir hlé en Birna hélt ótrauð áfram leik. Mikið gekk á í verkinu þegar þetta gerðist og áttuðu hvorki leikarar né áhorfendur sig á því að eitthvað hefði komið upp á að sögn leikhússtjórans. Þegar hugað var að Birnu í hléi kom hins vegar í ljós að hún hafði hlotið skurð á vörina sem hafði bólgnað mikið og var því ákveðið að hætta sýningu. Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins og þar segir að sýningin verði sýndi í kvöld samkvæmt áætlun. „Eins og komið hefur fram í fréttum varð slys á sýningunni miðvikudagskvöldið 11. apríl sem varð til þess að stöðva þurfti sýninguna. Ein leikkona sýningarinnar varð fyrir höfuðhöggi með þeim afleiðingum að hún marðist og sprengdi vör. Betur fór en á horfðist og getur leikkonan stigið á svið í kvöld,“ segir í tilkynningunni. Þeir sem þurftu að yfirgefa sýninguna í hléi í gær verður boðið aftur á sýninguna og eru beðnir um að hafa samband við miðasölu Borgarleikhússins.
Tengdar fréttir Stöðva þurfti Sýninguna sem klikkar eftir að leikkona fékk þungt högg í andlitið Áhorfendur héldu að um grín væri að ræða sem væri hluti af sýningunni þegar þeim var tilkynnt þetta. 11. apríl 2018 22:09 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Stöðva þurfti Sýninguna sem klikkar eftir að leikkona fékk þungt högg í andlitið Áhorfendur héldu að um grín væri að ræða sem væri hluti af sýningunni þegar þeim var tilkynnt þetta. 11. apríl 2018 22:09