Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2018 15:30 Áslaug Valsdóttir er formaður Ljósmæðrafélags Íslands. vísir/gva Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lét þau ummæli falla á Alþingi í gær að kröfur ljósmæðra væru algjörlega óaðgengilegar af hálfu ríkisins. Áslaug segir fordæmi fyrir kröfum ljósmæðra en spurð út í það hvaða fordæmi hún sé að vísa í nefnir hún ýmsar launahækkanir kjararáðs. „Prestarnir hækkuðu til dæmis um 26 prósent og svo voru það þeir sem eru í kjararáði sem sendu einn tölvupóst og fengu 7,3 prósent hækkun með einu pennastriki. Það er allt mögulegt svona og þegar það er verið að tala um að við setjum allt á hliðina þá er ekkert verið að tala um það að aðrir setji allt á hliðina þó að þeir hækki um fleiri prósentur. Ljósmæður eru fáar þannig að þetta er klink. Staða ríkissjóðs hefur aldrei verið jafngóð og ef einhvern tímann á að leiðrétta laun fólks þá er tíminn til þess núna,“ segir Áslaug.Átti alltaf von á því að Bjarni yrði harður í horn að taka Fyrir liggur að ljósmæður eru að fara fram á meiri launahækkun en önnur félög innan BHM fengu á árinu. Sú hækkun nam 4,21 prósenti en á móti hafa ljósmæður bent á að þær hafi dregist aftur úr í launaþróun. Launaþróun þeirra sé 17 prósent frá árinu 2013 en innan SALEK-rammans sé miðað við 32 prósent.En eru ljósmæður þá að fara fram á þennan mismun, 15 prósent, í hækkun á grunnlaunum? „Við erum að fara fram á hækkun á grunnlaunum og að við lækkum ekki við útskriftina, það er nú kannski krafa númer eitt. Svo viljum við auðvitað líka hagræðingu á vinnutíma og bætingu á aðbúnaði. Ég veit ekki hvernig maður reiknar það í prósentum en ég viðurkenni það alveg að þetta er dýrara en sá kostnaðarrammi sem búið var að setja utan um BHM-félögin,“ segir Áslaug og kveðst ekki vilja ræða nákvæmar um prósentutölur, meðal annars vegna beiðni frá ríkissáttasemjara til deiluaðila þar um. Hún segist alltaf hafa átt von á því að fjármálaráðherra yrði harður í horn að taka. „Og að hann myndi vísa í stöðugleika á vinnumarkaði. Það er bara ekki hægt að segja það í einu orðinu og hækka alls konar annað fólk í hinu orðinu. Mér finnst þetta skrýtin harka að leyfa sér þetta við okkur meðan hin höndin hækkar með einu pennastriki,“ segir Áslaug.Segir deiluna snúast um margt annað en laun Aðspurð segir hún að afstaða ljósmæðra á aðalfundi félagsins hafi komið sér á óvart. Greint hafi verið frá því fyrir fundinn að lítið bæri á milli deiluaðila og segir Áslaug að hún hafi haldið að verið væri að fara að landa nýjum kjarasamningi. „Það kom mér á óvart hvað félagsmenn voru ákveðnir og ég fann það bara að þolinmæði þeirra er á þrotum. Þær ætla ekki að vinna undir svona kjörum lengur.“ Hún segir að þungt hljóð í ljósmæðrum og að þær séu algjörlega tilbúnar til að hætta í faginu. Sú staða sé hrikaleg þar sem ekki sé aðeins um uppsagnir að ræða heldur einnig séu margar ljósmæður að komast á aldur. Þá snúist deilan um margt annað en laun. Þannig snúist hún líka um vinnutíma, starfsumhverfi og svo framkomu ríkisins. Það sitji til að mynda enn í mörgum ljósmæðrum að hafa ekki enn fengið greidd laun frá ríkinu vegna vinnu sem þær inntu af hendi í verkfallinu 2015. Héraðsdómur dæmdi ríkið til að greiða þeim umrædd laun en ríkið áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málið fyrir. „En það þarf að fara að klára þetta á einhvern hátt og leysa þetta þannig að allir geti gengið sáttir frá borði,“ segir Áslaug um kjaradeiluna. Kjaramál Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Spyr sig hvort heilbrigðisráðherra vilji eitt ríkisrekið stéttarfélag Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. 10. apríl 2018 20:30 Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Nítján af þeim þrjátíu ljósmæðrum sem þegar hafa sagt upp störfum, starfa á Landspítalanum 9. apríl 2018 18:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lét þau ummæli falla á Alþingi í gær að kröfur ljósmæðra væru algjörlega óaðgengilegar af hálfu ríkisins. Áslaug segir fordæmi fyrir kröfum ljósmæðra en spurð út í það hvaða fordæmi hún sé að vísa í nefnir hún ýmsar launahækkanir kjararáðs. „Prestarnir hækkuðu til dæmis um 26 prósent og svo voru það þeir sem eru í kjararáði sem sendu einn tölvupóst og fengu 7,3 prósent hækkun með einu pennastriki. Það er allt mögulegt svona og þegar það er verið að tala um að við setjum allt á hliðina þá er ekkert verið að tala um það að aðrir setji allt á hliðina þó að þeir hækki um fleiri prósentur. Ljósmæður eru fáar þannig að þetta er klink. Staða ríkissjóðs hefur aldrei verið jafngóð og ef einhvern tímann á að leiðrétta laun fólks þá er tíminn til þess núna,“ segir Áslaug.Átti alltaf von á því að Bjarni yrði harður í horn að taka Fyrir liggur að ljósmæður eru að fara fram á meiri launahækkun en önnur félög innan BHM fengu á árinu. Sú hækkun nam 4,21 prósenti en á móti hafa ljósmæður bent á að þær hafi dregist aftur úr í launaþróun. Launaþróun þeirra sé 17 prósent frá árinu 2013 en innan SALEK-rammans sé miðað við 32 prósent.En eru ljósmæður þá að fara fram á þennan mismun, 15 prósent, í hækkun á grunnlaunum? „Við erum að fara fram á hækkun á grunnlaunum og að við lækkum ekki við útskriftina, það er nú kannski krafa númer eitt. Svo viljum við auðvitað líka hagræðingu á vinnutíma og bætingu á aðbúnaði. Ég veit ekki hvernig maður reiknar það í prósentum en ég viðurkenni það alveg að þetta er dýrara en sá kostnaðarrammi sem búið var að setja utan um BHM-félögin,“ segir Áslaug og kveðst ekki vilja ræða nákvæmar um prósentutölur, meðal annars vegna beiðni frá ríkissáttasemjara til deiluaðila þar um. Hún segist alltaf hafa átt von á því að fjármálaráðherra yrði harður í horn að taka. „Og að hann myndi vísa í stöðugleika á vinnumarkaði. Það er bara ekki hægt að segja það í einu orðinu og hækka alls konar annað fólk í hinu orðinu. Mér finnst þetta skrýtin harka að leyfa sér þetta við okkur meðan hin höndin hækkar með einu pennastriki,“ segir Áslaug.Segir deiluna snúast um margt annað en laun Aðspurð segir hún að afstaða ljósmæðra á aðalfundi félagsins hafi komið sér á óvart. Greint hafi verið frá því fyrir fundinn að lítið bæri á milli deiluaðila og segir Áslaug að hún hafi haldið að verið væri að fara að landa nýjum kjarasamningi. „Það kom mér á óvart hvað félagsmenn voru ákveðnir og ég fann það bara að þolinmæði þeirra er á þrotum. Þær ætla ekki að vinna undir svona kjörum lengur.“ Hún segir að þungt hljóð í ljósmæðrum og að þær séu algjörlega tilbúnar til að hætta í faginu. Sú staða sé hrikaleg þar sem ekki sé aðeins um uppsagnir að ræða heldur einnig séu margar ljósmæður að komast á aldur. Þá snúist deilan um margt annað en laun. Þannig snúist hún líka um vinnutíma, starfsumhverfi og svo framkomu ríkisins. Það sitji til að mynda enn í mörgum ljósmæðrum að hafa ekki enn fengið greidd laun frá ríkinu vegna vinnu sem þær inntu af hendi í verkfallinu 2015. Héraðsdómur dæmdi ríkið til að greiða þeim umrædd laun en ríkið áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málið fyrir. „En það þarf að fara að klára þetta á einhvern hátt og leysa þetta þannig að allir geti gengið sáttir frá borði,“ segir Áslaug um kjaradeiluna.
Kjaramál Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Spyr sig hvort heilbrigðisráðherra vilji eitt ríkisrekið stéttarfélag Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. 10. apríl 2018 20:30 Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Nítján af þeim þrjátíu ljósmæðrum sem þegar hafa sagt upp störfum, starfa á Landspítalanum 9. apríl 2018 18:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00
Spyr sig hvort heilbrigðisráðherra vilji eitt ríkisrekið stéttarfélag Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. 10. apríl 2018 20:30
Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Nítján af þeim þrjátíu ljósmæðrum sem þegar hafa sagt upp störfum, starfa á Landspítalanum 9. apríl 2018 18:45