Ívar: Þetta var viljandi hjá Brynjari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. apríl 2018 11:32 Ívar Ásgrímsson ræðir við sína menn. vísir/bára Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sér ekki eftir orðum sínum efir annan leik KR og Hauka og er enn fremur mjög ósáttur við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. „Ég er hundfúll. Mér fannst við ekki spila vel og þetta er fyrsti leikurinn þar sem KR-ingarnir spila betur en við. Við vorum máttlausir og ég var mjög ósáttur við hvernig við komum til leiks. Við vorum undir í baráttunni og töpum út af því,“ segir Ívar í morgun en það náðist ekki að taka viðtal við hann eftir leik í gær. Ívar talaði nokkuð digurbarkalega eftir tapið gegn KR í öðrum leik liðanna. „Þeir komu ekki til baka. Við réttum þeim þetta. Við sýndum öllum í húsinu að við erum betra liðið og þeir vita það innst inni,“ sagði Ívar við Vísi og bætti í er hann talaði við karfan.is. „Þetta var sumargjöf okkar Hafnfirðinga í Vesturbæinn. Við sýndum að við erum betra liðið. KR-ingar þurfa að koma skjálfandi til okkar. Eina sem þeir geta gert er að reyna að æsa leikinn upp til þess að vinna okkur,“ sagði Ívar við karfan.is. Margir hafa gagnrýnt þessi orð Ívars og sagt óþarfi hjá honum að æsa KR-ingana upp með þessum orðum. Hann sér þó ekki eftir neinu. „Ég sé ekkert eftir þessu því við vorum búnir að vera betri en KR-ingarnir í tveimur leikjum. Ég sagði hlutina bara eins og þeir voru. Ef þeir geta komið með rök á móti þá er það bara fínt,“ segir Ívar ákveðinn.Haukamaðurinn Emil Barja endaði blóðugur á gólfinu í leiknum eftir að hafa fengið högg frá KR-ingnum Brynjar Þór Björnssyni. Það atvik var ekki til þess að kæta þjálfara Hauka og má sjá hér að ofan. „Þetta var viljandi brot. Þannig blasti það við mér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann lemur okkar menn. Ég held að þetta sé í fjórða eða fimmta skiptið sem hann gerir þetta viljandi,“ segir Ívar ósáttur og bætir við að mikið hafi blætt úr Emil sem sé með glóðarauga í dag. „Eftir síðasta leik þá gaf hann viljandi olnbogaskot eftir leik. Dómararnir horfðu á þetta og gerðu ekki neitt. Þetta er orðið frekar pirrandi en við þurfum að taka þessu eins og öðru.“ Er þessi frétt er skrifuð liggur ekki fyrir hvort þetta mál verði tekið fyrir hjá KKÍ en Haukarnir eru að íhuga að kvarta. „Þetta mál er á borði stjórnar og ég kem ekki nálægt því. Ég veit að það var umræða innan stjórnar um að kvarta til KKÍ en ég sagðist ekkert ætla að koma nálægt því.“ Fjórði leikur liðanna fer fram í DHL-höllinni klukkan 20.00 á laugardag. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur blóðgaði Kristófer: Trúi ekki að þetta hafi verið viljaverk Blóðið streymdi á Ásvöllum í gær í þriðja leik Hauka og KR í undaúrslitum Dominos-deildar karla. Einn leikmaður úr hvoru liði lá eftir blóðugur í parketinu. 12. apríl 2018 14:27 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 83-84 | KR komið yfir í einvíginu KR-ingar sýndu rosalega seiglu til að landa sigri á Ásvöllum. Andlegur styrkur mikilvægt einkenni liðsins og skilaði sér í kvöld 11. apríl 2018 22:30 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sér ekki eftir orðum sínum efir annan leik KR og Hauka og er enn fremur mjög ósáttur við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. „Ég er hundfúll. Mér fannst við ekki spila vel og þetta er fyrsti leikurinn þar sem KR-ingarnir spila betur en við. Við vorum máttlausir og ég var mjög ósáttur við hvernig við komum til leiks. Við vorum undir í baráttunni og töpum út af því,“ segir Ívar í morgun en það náðist ekki að taka viðtal við hann eftir leik í gær. Ívar talaði nokkuð digurbarkalega eftir tapið gegn KR í öðrum leik liðanna. „Þeir komu ekki til baka. Við réttum þeim þetta. Við sýndum öllum í húsinu að við erum betra liðið og þeir vita það innst inni,“ sagði Ívar við Vísi og bætti í er hann talaði við karfan.is. „Þetta var sumargjöf okkar Hafnfirðinga í Vesturbæinn. Við sýndum að við erum betra liðið. KR-ingar þurfa að koma skjálfandi til okkar. Eina sem þeir geta gert er að reyna að æsa leikinn upp til þess að vinna okkur,“ sagði Ívar við karfan.is. Margir hafa gagnrýnt þessi orð Ívars og sagt óþarfi hjá honum að æsa KR-ingana upp með þessum orðum. Hann sér þó ekki eftir neinu. „Ég sé ekkert eftir þessu því við vorum búnir að vera betri en KR-ingarnir í tveimur leikjum. Ég sagði hlutina bara eins og þeir voru. Ef þeir geta komið með rök á móti þá er það bara fínt,“ segir Ívar ákveðinn.Haukamaðurinn Emil Barja endaði blóðugur á gólfinu í leiknum eftir að hafa fengið högg frá KR-ingnum Brynjar Þór Björnssyni. Það atvik var ekki til þess að kæta þjálfara Hauka og má sjá hér að ofan. „Þetta var viljandi brot. Þannig blasti það við mér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann lemur okkar menn. Ég held að þetta sé í fjórða eða fimmta skiptið sem hann gerir þetta viljandi,“ segir Ívar ósáttur og bætir við að mikið hafi blætt úr Emil sem sé með glóðarauga í dag. „Eftir síðasta leik þá gaf hann viljandi olnbogaskot eftir leik. Dómararnir horfðu á þetta og gerðu ekki neitt. Þetta er orðið frekar pirrandi en við þurfum að taka þessu eins og öðru.“ Er þessi frétt er skrifuð liggur ekki fyrir hvort þetta mál verði tekið fyrir hjá KKÍ en Haukarnir eru að íhuga að kvarta. „Þetta mál er á borði stjórnar og ég kem ekki nálægt því. Ég veit að það var umræða innan stjórnar um að kvarta til KKÍ en ég sagðist ekkert ætla að koma nálægt því.“ Fjórði leikur liðanna fer fram í DHL-höllinni klukkan 20.00 á laugardag.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur blóðgaði Kristófer: Trúi ekki að þetta hafi verið viljaverk Blóðið streymdi á Ásvöllum í gær í þriðja leik Hauka og KR í undaúrslitum Dominos-deildar karla. Einn leikmaður úr hvoru liði lá eftir blóðugur í parketinu. 12. apríl 2018 14:27 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 83-84 | KR komið yfir í einvíginu KR-ingar sýndu rosalega seiglu til að landa sigri á Ásvöllum. Andlegur styrkur mikilvægt einkenni liðsins og skilaði sér í kvöld 11. apríl 2018 22:30 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Finnur blóðgaði Kristófer: Trúi ekki að þetta hafi verið viljaverk Blóðið streymdi á Ásvöllum í gær í þriðja leik Hauka og KR í undaúrslitum Dominos-deildar karla. Einn leikmaður úr hvoru liði lá eftir blóðugur í parketinu. 12. apríl 2018 14:27
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 83-84 | KR komið yfir í einvíginu KR-ingar sýndu rosalega seiglu til að landa sigri á Ásvöllum. Andlegur styrkur mikilvægt einkenni liðsins og skilaði sér í kvöld 11. apríl 2018 22:30