350 þúsund króna sátt RÚV í meiðyrðamáli Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 RÚV samdi um annað meiðyrðamál utan dómstóla árið 2009 vegna fréttar frá árinu 2008. Sáttin kostaði 350 þúsund krónur. Vísir/ernir Ríkisútvarpið greiddi útgerðarfyrirtækinu FiskAra frá Súðavík 350 þúsund krónur í sáttagreiðslu vegna fréttar í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008 um yfirvofandi gjaldþrot fyrirtækisins sem reyndist röng. Trúnaði af sáttargreiðslunni hefur verið aflétt í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál á dögunum um að RÚV bæri að afhenda Vísi samkomulag sem stofnunin gerði við Guðmund Spartakus Ómarsson á síðasta ári. Fréttablaðið greindi frá því í október að ákvörðun RÚV um að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í miskabætur til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla sem hann hafði höfðað á hendur stofnuninni væri ekki einsdæmi. Slíkt hið sama hefði gerst vegna lítillar fréttar sem hljómaði í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008. RÚV neitaði þá beiðni Fréttablaðsins um efni sáttarinnar og vildi ekki upplýsa um hversu há sáttargreiðslan var fyrr en niðurstaða fengist hjá úrskurðarnefndinni um sátt RÚV við Guðmund. Nú hefur RÚV veitt Fréttablaðinu þessar upplýsingar.Sjá einnig: RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutningÍ mars 2009 höfðaði FiskAri ehf. mál á hendur RÚV vegna fréttarinnar um að FiskAri ætti í „verulegum fjárhagslegum erfiðleikum og rambaði á barmi gjaldþrots“. Krafist var að ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk, RÚV yrði gert að greiða félaginu 400 þúsund krónur til að kosta birtingu dóms í fjórum dagblöðum og að RÚV greiddi málskostnað.Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.Vísir/StefánÍ samkomulagi FiskAra og RÚV kemur fram að stofnunin fallist á að ummælin hafi falið í sér fullyrðingar um staðreyndir sem hafi ekki átt sér viðhlítandi stoð í raunveruleikanum, er fyrirtækið beðið afsökunar auk þess sem leiðrétting og afsökunarbeiðni yrðu birt á textavarpi RÚV, í fréttum svæðisútvarpsins og í dagblaðinu Bæjarins besta á Ísafirði. Þá féllst RÚV einnig á að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað en að gegn greiðslunni og birtingu leiðréttingar og afsökunarbeiðni skuldbatt FiskAri sig til að fella niður meiðyrðamálið og lýsa því yfir að félagið ætti engar frekari kröfur á hendur stofnuninni vegna málsins. Munurinn á samkomulagi RÚV við FiskAra og Guðmund Spartakus felst einna helst í því að í sáttinni við Guðmund var kveðið á um að engin leiðrétting yrði gerð á fréttunum sem stefnt var vegna, sáttin væri ekki viðurkenning á bótaskyldu og enginn yrði beðinn afsökunar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var útvarpsstjóri þegar sáttin við FiskAra ver gerð en hann hefur gagnrýnt miskabótagreiðslu RÚV til Guðmundar. Furðaði hann sig á að stofnunin væri að kaupa sig frá því að biðjast afsökunar eða leiðrétta frétt. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Ríkisútvarpið greiddi útgerðarfyrirtækinu FiskAra frá Súðavík 350 þúsund krónur í sáttagreiðslu vegna fréttar í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008 um yfirvofandi gjaldþrot fyrirtækisins sem reyndist röng. Trúnaði af sáttargreiðslunni hefur verið aflétt í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál á dögunum um að RÚV bæri að afhenda Vísi samkomulag sem stofnunin gerði við Guðmund Spartakus Ómarsson á síðasta ári. Fréttablaðið greindi frá því í október að ákvörðun RÚV um að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í miskabætur til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla sem hann hafði höfðað á hendur stofnuninni væri ekki einsdæmi. Slíkt hið sama hefði gerst vegna lítillar fréttar sem hljómaði í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008. RÚV neitaði þá beiðni Fréttablaðsins um efni sáttarinnar og vildi ekki upplýsa um hversu há sáttargreiðslan var fyrr en niðurstaða fengist hjá úrskurðarnefndinni um sátt RÚV við Guðmund. Nú hefur RÚV veitt Fréttablaðinu þessar upplýsingar.Sjá einnig: RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutningÍ mars 2009 höfðaði FiskAri ehf. mál á hendur RÚV vegna fréttarinnar um að FiskAri ætti í „verulegum fjárhagslegum erfiðleikum og rambaði á barmi gjaldþrots“. Krafist var að ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk, RÚV yrði gert að greiða félaginu 400 þúsund krónur til að kosta birtingu dóms í fjórum dagblöðum og að RÚV greiddi málskostnað.Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.Vísir/StefánÍ samkomulagi FiskAra og RÚV kemur fram að stofnunin fallist á að ummælin hafi falið í sér fullyrðingar um staðreyndir sem hafi ekki átt sér viðhlítandi stoð í raunveruleikanum, er fyrirtækið beðið afsökunar auk þess sem leiðrétting og afsökunarbeiðni yrðu birt á textavarpi RÚV, í fréttum svæðisútvarpsins og í dagblaðinu Bæjarins besta á Ísafirði. Þá féllst RÚV einnig á að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað en að gegn greiðslunni og birtingu leiðréttingar og afsökunarbeiðni skuldbatt FiskAri sig til að fella niður meiðyrðamálið og lýsa því yfir að félagið ætti engar frekari kröfur á hendur stofnuninni vegna málsins. Munurinn á samkomulagi RÚV við FiskAra og Guðmund Spartakus felst einna helst í því að í sáttinni við Guðmund var kveðið á um að engin leiðrétting yrði gerð á fréttunum sem stefnt var vegna, sáttin væri ekki viðurkenning á bótaskyldu og enginn yrði beðinn afsökunar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var útvarpsstjóri þegar sáttin við FiskAra ver gerð en hann hefur gagnrýnt miskabótagreiðslu RÚV til Guðmundar. Furðaði hann sig á að stofnunin væri að kaupa sig frá því að biðjast afsökunar eða leiðrétta frétt.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00