Stemmningin var svo svakaleg í Róm í gærkvöldi að forseti Roma gerði þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 08:30 Daniele De Rossi og Federico Fazio fagna sigri í gærkvöldi. Vísir/Getty Á kvöldi þegar flestir knattspyrnaáhugamenn voru að pæla í því hvort Manchester City tækist að vinna upp þriggja marka forskot Liverpool þá voru endurkomudísirnar að hjálpa öðru félagi að vinna upp þriggja marka forskot mun sunnar í álfunni. Ítalska félagið AS Roma gerði nánast hið ómögulega í gærkvöldi þegar liðið sló stórlið Barcelona út úr Meistardeildinni. AS Roma komst þar með í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 1984 en þá hét keppnin reyndar Evrópukeppni meistaraliða. Barcelona kom með 4-1 forskot úr fyrri leiknum á Spáni en Roma vann leikinn 3-0 og komst áfram á fleirum mörkum skoruðum á útivelli. Það var magnað að sjá leikmenn, þjálfara, starfsmenn og stuðningsfólk Rómarliðsins gjörsamlega missa sig í leikslok og það leyndist ekki að þarna var félagið að afreka nánast hið ómögulega. Það er eitt að dragast á móti Barelona í Meistaradeildinni en það er annað að þurfa að vinna upp þriggja marka forskot á móti Lionel Messi og félögum. Sigurinn var því afar sætur. Stemmningin var líka svo svakaleg í Rómarborg í gærkvöldi og nótt að forseti Roma var einn af þeim sem gjörsamlaga misstu sig. Bandaríkjamaðurinn James Pallotta er forseti félagsins og hann lét sig bara vaða í gosbrunninn Piazza del Popolo í sigurgleðinni. Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri, sem vinnur nú hjá CNN en var áður hjá Gazzetta dello Sport, birti myndband af því Twitter þegar James Pallotta lét sig vaða í brunninn eins og sjá má hér fyrir neðan.UNBELIEVABLE! Roma president Pallotta throwing himself in the fountain surrounded by fans! pic.twitter.com/tqSnehrMbp — Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 10, 2018 Stuðningsfólk Rómarliðsins var mjög ánægt með uppátæki James Pallotta eins og heyra má líka í þessu myndbandi hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Á kvöldi þegar flestir knattspyrnaáhugamenn voru að pæla í því hvort Manchester City tækist að vinna upp þriggja marka forskot Liverpool þá voru endurkomudísirnar að hjálpa öðru félagi að vinna upp þriggja marka forskot mun sunnar í álfunni. Ítalska félagið AS Roma gerði nánast hið ómögulega í gærkvöldi þegar liðið sló stórlið Barcelona út úr Meistardeildinni. AS Roma komst þar með í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 1984 en þá hét keppnin reyndar Evrópukeppni meistaraliða. Barcelona kom með 4-1 forskot úr fyrri leiknum á Spáni en Roma vann leikinn 3-0 og komst áfram á fleirum mörkum skoruðum á útivelli. Það var magnað að sjá leikmenn, þjálfara, starfsmenn og stuðningsfólk Rómarliðsins gjörsamlega missa sig í leikslok og það leyndist ekki að þarna var félagið að afreka nánast hið ómögulega. Það er eitt að dragast á móti Barelona í Meistaradeildinni en það er annað að þurfa að vinna upp þriggja marka forskot á móti Lionel Messi og félögum. Sigurinn var því afar sætur. Stemmningin var líka svo svakaleg í Rómarborg í gærkvöldi og nótt að forseti Roma var einn af þeim sem gjörsamlaga misstu sig. Bandaríkjamaðurinn James Pallotta er forseti félagsins og hann lét sig bara vaða í gosbrunninn Piazza del Popolo í sigurgleðinni. Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri, sem vinnur nú hjá CNN en var áður hjá Gazzetta dello Sport, birti myndband af því Twitter þegar James Pallotta lét sig vaða í brunninn eins og sjá má hér fyrir neðan.UNBELIEVABLE! Roma president Pallotta throwing himself in the fountain surrounded by fans! pic.twitter.com/tqSnehrMbp — Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 10, 2018 Stuðningsfólk Rómarliðsins var mjög ánægt með uppátæki James Pallotta eins og heyra má líka í þessu myndbandi hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira