Jón: Langar að kveðja íslenska landsliðið, sjáum til í kjölfarið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. apríl 2018 22:45 Jón Arnór (fyrir miðju) fagnar fimmta titlinum í röð með KR vísir/bára Maðurinn sem margir segja vera besta körfuboltamann Íslandssögunnar var að vinna sinn fjórða Íslandsmeistaratitil og titillinn var jafnframt sá fimmti hjá KR í röð. Er þessi titill sætari enn allir hinir? „Já, ég myndi segja það. Náttúrulega bara útaf þessu afreki. Við erum að slá met með þessu, fimm í röð og svo er þetta búið að vera tímabil sem er upp og niður allan tímann og mikið af róteringum og drama í kringum liðið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir frábæran sigur á Tindastól, 89-73 þar sem hann setti 14 stig. „Við höfum ekki verið að spila eftir okkar bestu getu og erum að koma í fyrsta skipti sem litla liðið inn í úrslitakeppnina, á útivelli til að byrja með og við höfum aldrei gert það áður og það var áskorun fyrir okkur sem við vildum takast á við. Við settum upp gott „game-plan“ og framkvæmdum það. Fyrir vikið er þetta ótrúlega sætt.“ Afrek KR er eitthvað sem líklegast verður ekki leikið aftur, að taka fimm titla í röð. „Það verður mjög erfitt. Auðvitað vonast ég til þess að það séu fleiri lið að byggja upp og vinna titla og titillinn flakki á milli, það er best fyrir íslenskan körfubolta. KR er búið að vera með yfirburði síðustu tíu ár og maður vill kannski sjá þetta þróast út í það að verða aðeins jafnara.“ „Deildin var mjög flott í ár og það var mikið af liðum sem voru búin að bæta sig mikið og áttu skilið að vinna þennan titil alveg eins og við.“ Jón Arnór er orðinn 35 ára gamall og hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili. Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir þennan magnaða leikmann? „Ég verð alltaf KR-ingur. Spurning hvað maður spilar lengi í viðbót. Ég þarf að vera mjög duglegur í sumar að taka skrokkinn á mér í gegn ef ég ætla að taka þátt og vera góður. Ég hef oft sagt það að ef ég er ekki góður og mér líður eins og ég sé ekki góður þá vil ég ekkert spila.“ „Það bara kemur í ljós. Það eru landsleikir núna sem ég er búin að gefa það út að ég ætli að spila. Fram að þeim tíma þarf ég að vera rosalega duglegur, ég má eiginlega ekkert taka mér neina pásu, þarf að teygja á náranum þangað til. Það er áskorun fyrir mig og mig langar að kveðja íslenska landsliðið með þessum leikjum og fá minn kveðjuleik og drama og allt það.“ „Það er fyrsta verkefnið og svo sjáum við til í kjölfarið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Maðurinn sem margir segja vera besta körfuboltamann Íslandssögunnar var að vinna sinn fjórða Íslandsmeistaratitil og titillinn var jafnframt sá fimmti hjá KR í röð. Er þessi titill sætari enn allir hinir? „Já, ég myndi segja það. Náttúrulega bara útaf þessu afreki. Við erum að slá met með þessu, fimm í röð og svo er þetta búið að vera tímabil sem er upp og niður allan tímann og mikið af róteringum og drama í kringum liðið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir frábæran sigur á Tindastól, 89-73 þar sem hann setti 14 stig. „Við höfum ekki verið að spila eftir okkar bestu getu og erum að koma í fyrsta skipti sem litla liðið inn í úrslitakeppnina, á útivelli til að byrja með og við höfum aldrei gert það áður og það var áskorun fyrir okkur sem við vildum takast á við. Við settum upp gott „game-plan“ og framkvæmdum það. Fyrir vikið er þetta ótrúlega sætt.“ Afrek KR er eitthvað sem líklegast verður ekki leikið aftur, að taka fimm titla í röð. „Það verður mjög erfitt. Auðvitað vonast ég til þess að það séu fleiri lið að byggja upp og vinna titla og titillinn flakki á milli, það er best fyrir íslenskan körfubolta. KR er búið að vera með yfirburði síðustu tíu ár og maður vill kannski sjá þetta þróast út í það að verða aðeins jafnara.“ „Deildin var mjög flott í ár og það var mikið af liðum sem voru búin að bæta sig mikið og áttu skilið að vinna þennan titil alveg eins og við.“ Jón Arnór er orðinn 35 ára gamall og hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili. Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir þennan magnaða leikmann? „Ég verð alltaf KR-ingur. Spurning hvað maður spilar lengi í viðbót. Ég þarf að vera mjög duglegur í sumar að taka skrokkinn á mér í gegn ef ég ætla að taka þátt og vera góður. Ég hef oft sagt það að ef ég er ekki góður og mér líður eins og ég sé ekki góður þá vil ég ekkert spila.“ „Það bara kemur í ljós. Það eru landsleikir núna sem ég er búin að gefa það út að ég ætli að spila. Fram að þeim tíma þarf ég að vera rosalega duglegur, ég má eiginlega ekkert taka mér neina pásu, þarf að teygja á náranum þangað til. Það er áskorun fyrir mig og mig langar að kveðja íslenska landsliðið með þessum leikjum og fá minn kveðjuleik og drama og allt það.“ „Það er fyrsta verkefnið og svo sjáum við til í kjölfarið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Leik lokið: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15