Brotinn húsnæðismarkaður Sigurður Hannesson skrifar 26. apríl 2018 07:00 Þak yfir höfuðið á ekki að vera draumur fólks heldur veruleiki enda er húsnæði grunnþörf. Undanfarna áratugi var jafnan nægt framboð af húsnæði enda gripið til aðgerða ef húsnæði skorti og framboð og eftirspurn héldust þannig ágætlega í hendur. Nú hefur orðið breyting á þar sem of lítið hefur verið byggt síðastliðinn áratug. Húsnæðisverð hefur því hækkað umtalsvert og umfram fjárhagsstöðu heimilanna. Færri geta keypt íbúð, ungt fólk er lengur í foreldrahúsum og fleiri eru á leigumarkaði. Fjölga þarf lóðum og hraða skipulagi en báðir þessir þættir hafa dregið úr nauðsynlegri uppbyggingu. Sveitarstjórnarmanna bíður það mikla verk að bæta úr þessu að loknum kosningum og ríkisstjórnin þarf að sýna aukna forystu í málinu. Margt bendir til þess að stjórnsýslan hér á landi sé flóknari en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Fjögur ráðuneyti, 74 sveitarfélög og nokkrar stofnanir setja sitt mark á málaflokkinn. Kerfið er óskilvirkt og vinnubrögð ekki samræmd. Því þarf að breyta og forsætisráðherra í ríkisstjórn sem leggur áherslu á löngu tímabæra innviðauppbyggingu hlýtur að byrja á því að færa húsnæðis- og skipulagsmál í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið svo úr verði öflugt innviðaráðuneyti. Það er sama ferli við að byggja íbúðarhús og Hörpu. Regluverkið er allt of flókið og hindrar nýsköpun sem sannarlega er þörf á nú þegar byggja þarf hagkvæmar íbúðir. Með reglulegu millibili á fullveldistímanum hefur íslenskur iðnaður leyst húsnæðisvanda landsmanna. Svo verður einnig nú en þá þarf að leyfa hugviti landsmanna að njóta sín án þess að regluverkið hamli um of. Skipulag á sinn þátt í lítilli uppbyggingu. Það ferli er á ábyrgð sveitarfélaga og hefur verið allt of þungt í vöfum undanfarin ár, ekki síst hjá stærstu sveitarfélögum landsins. Það sem leyft er í einu sveitarfélagi er bannað í því næsta. Miklar vonir eru bundnar við kjörna fulltrúa og að þau taki af skarið. Með því að koma húsnæðismarkaðnum í lag er ekki eingöngu stutt við efnahagslegan stöðugleika heldur er styrkari stoðum skotið undir félagslegan stöðugleika. Það er því til mikils að vinna og ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er framkvæmdastjóri SI Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Sigurður Hannesson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Þak yfir höfuðið á ekki að vera draumur fólks heldur veruleiki enda er húsnæði grunnþörf. Undanfarna áratugi var jafnan nægt framboð af húsnæði enda gripið til aðgerða ef húsnæði skorti og framboð og eftirspurn héldust þannig ágætlega í hendur. Nú hefur orðið breyting á þar sem of lítið hefur verið byggt síðastliðinn áratug. Húsnæðisverð hefur því hækkað umtalsvert og umfram fjárhagsstöðu heimilanna. Færri geta keypt íbúð, ungt fólk er lengur í foreldrahúsum og fleiri eru á leigumarkaði. Fjölga þarf lóðum og hraða skipulagi en báðir þessir þættir hafa dregið úr nauðsynlegri uppbyggingu. Sveitarstjórnarmanna bíður það mikla verk að bæta úr þessu að loknum kosningum og ríkisstjórnin þarf að sýna aukna forystu í málinu. Margt bendir til þess að stjórnsýslan hér á landi sé flóknari en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Fjögur ráðuneyti, 74 sveitarfélög og nokkrar stofnanir setja sitt mark á málaflokkinn. Kerfið er óskilvirkt og vinnubrögð ekki samræmd. Því þarf að breyta og forsætisráðherra í ríkisstjórn sem leggur áherslu á löngu tímabæra innviðauppbyggingu hlýtur að byrja á því að færa húsnæðis- og skipulagsmál í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið svo úr verði öflugt innviðaráðuneyti. Það er sama ferli við að byggja íbúðarhús og Hörpu. Regluverkið er allt of flókið og hindrar nýsköpun sem sannarlega er þörf á nú þegar byggja þarf hagkvæmar íbúðir. Með reglulegu millibili á fullveldistímanum hefur íslenskur iðnaður leyst húsnæðisvanda landsmanna. Svo verður einnig nú en þá þarf að leyfa hugviti landsmanna að njóta sín án þess að regluverkið hamli um of. Skipulag á sinn þátt í lítilli uppbyggingu. Það ferli er á ábyrgð sveitarfélaga og hefur verið allt of þungt í vöfum undanfarin ár, ekki síst hjá stærstu sveitarfélögum landsins. Það sem leyft er í einu sveitarfélagi er bannað í því næsta. Miklar vonir eru bundnar við kjörna fulltrúa og að þau taki af skarið. Með því að koma húsnæðismarkaðnum í lag er ekki eingöngu stutt við efnahagslegan stöðugleika heldur er styrkari stoðum skotið undir félagslegan stöðugleika. Það er því til mikils að vinna og ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er framkvæmdastjóri SI
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar