Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar 24. apríl 2018 14:41 Katrín Jakobsdóttir segir að unnið sé af heilindum í máli Hauks Hilmarssonar Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu og mælir jafnframt gegn því að íslenskir ríkisborgarar ferðist til svæðisins þar sem Haukur er talin hafa fallið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á facebook síðu Katrínar. Hún segir borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks og lögð hafi verið áhersla á að vinna náið með fjölskyldu hans. „Því miður hefur enn ekkert komið fram sem varpað getur ljósi á hvað orðið hefur um Hauk. Áfram er unnið að málinu af alúð og heilindum innan borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með þeim úrræðum sem til staðar eru af fullum þunga,“ segir Katrín. Strax haft samband við Tyrki Katrín segir íslensk stjórnvöld hafa sett sig í samband við Tyrki um leið og fregnir bárust af andláti hans. Það var gert í gegnum sendiherra Tyrklands í Osló, æðsta fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda gagnvart Íslandi. Stjórnvöld á Íslandi og í Tyrklandi hafa verið í stöðugu sambandið eftir ýmsum leiðum og fullyrðir hún að mál Hauks hafi verið tekið upp við utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra og fjölskyldumálaráðherra Tyrklands. Þaðan fengust upplýsingar um að Haukur hafi ekki verið í haldi Tyrkja og hans verði leitað meðal látinna og særðra á svæðinu. Mannúðarsamtök, lögregluyfirvöld og vinaþjóðir Katrín segir einnig hafa verið leitað upplýsinga í gegnum óformlegri leiðir, eins og við mannúðarsamtök sem hafa aðgang að svæðinu. Lögregluyfirvöld, sem fara með rannsókn mannshvarfa, hafa einnig rannsakað mál Hauks. Stjórnvöld hér á landi hafa einnig haft samband við sjö vinaþjóðir til að afla upplýsinga um hvernig sé staðið að svipuðum borgaraþjónustumálum. Ríkin hafi öll árétt að þessi staða sé einstaklega flókin, erfitt sé að afla upplýsinga og enn erfiðara sé að veita aðstoð. Katrín segir aðrar upplýsingar ekki liggja fyrir að svo stöddu. Eins og fram hefur komið ræddi Katrín við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og bað hana um aðstoð við að afla upplýsinga um afdrif Hauks. Hún segir að íslenskir embættismenn hafa átt samskipti við þýska embættismenn í kjölfarið af fundi þeirra Merkel. Ekki unnt að afhenda öll gögn Katrín að ekki sé hægt að afhenda öll gögn sem séu til um framgang og niðurstöðu íslenskra stjórnvalda í máli Hauks vegna trúnaðs um milliríkjasamskipti. Einnig innihalda sum göng upplýsingar um einstaklinga sem geti ógnað öryggi þeirra. Aðstandendur Hauks hafi hins vegar verið upplýstir um efni og niðurstöðu þeirra samskipta eftir því sem kostur hefur verið. Að lokum ráðleggur hún íslenskum ríkisborgurum gegn því að fara til Sýrlands þar sem þeim geti stafað mikil hætta af átökum sem geisa enn á svæðinu. Lesa má facebook færslu Katrínar í heild sinni hér fyrir neðan. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu og mælir jafnframt gegn því að íslenskir ríkisborgarar ferðist til svæðisins þar sem Haukur er talin hafa fallið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á facebook síðu Katrínar. Hún segir borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks og lögð hafi verið áhersla á að vinna náið með fjölskyldu hans. „Því miður hefur enn ekkert komið fram sem varpað getur ljósi á hvað orðið hefur um Hauk. Áfram er unnið að málinu af alúð og heilindum innan borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með þeim úrræðum sem til staðar eru af fullum þunga,“ segir Katrín. Strax haft samband við Tyrki Katrín segir íslensk stjórnvöld hafa sett sig í samband við Tyrki um leið og fregnir bárust af andláti hans. Það var gert í gegnum sendiherra Tyrklands í Osló, æðsta fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda gagnvart Íslandi. Stjórnvöld á Íslandi og í Tyrklandi hafa verið í stöðugu sambandið eftir ýmsum leiðum og fullyrðir hún að mál Hauks hafi verið tekið upp við utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra og fjölskyldumálaráðherra Tyrklands. Þaðan fengust upplýsingar um að Haukur hafi ekki verið í haldi Tyrkja og hans verði leitað meðal látinna og særðra á svæðinu. Mannúðarsamtök, lögregluyfirvöld og vinaþjóðir Katrín segir einnig hafa verið leitað upplýsinga í gegnum óformlegri leiðir, eins og við mannúðarsamtök sem hafa aðgang að svæðinu. Lögregluyfirvöld, sem fara með rannsókn mannshvarfa, hafa einnig rannsakað mál Hauks. Stjórnvöld hér á landi hafa einnig haft samband við sjö vinaþjóðir til að afla upplýsinga um hvernig sé staðið að svipuðum borgaraþjónustumálum. Ríkin hafi öll árétt að þessi staða sé einstaklega flókin, erfitt sé að afla upplýsinga og enn erfiðara sé að veita aðstoð. Katrín segir aðrar upplýsingar ekki liggja fyrir að svo stöddu. Eins og fram hefur komið ræddi Katrín við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og bað hana um aðstoð við að afla upplýsinga um afdrif Hauks. Hún segir að íslenskir embættismenn hafa átt samskipti við þýska embættismenn í kjölfarið af fundi þeirra Merkel. Ekki unnt að afhenda öll gögn Katrín að ekki sé hægt að afhenda öll gögn sem séu til um framgang og niðurstöðu íslenskra stjórnvalda í máli Hauks vegna trúnaðs um milliríkjasamskipti. Einnig innihalda sum göng upplýsingar um einstaklinga sem geti ógnað öryggi þeirra. Aðstandendur Hauks hafi hins vegar verið upplýstir um efni og niðurstöðu þeirra samskipta eftir því sem kostur hefur verið. Að lokum ráðleggur hún íslenskum ríkisborgurum gegn því að fara til Sýrlands þar sem þeim geti stafað mikil hætta af átökum sem geisa enn á svæðinu. Lesa má facebook færslu Katrínar í heild sinni hér fyrir neðan.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45