Fjarlægðu 8 milljón myndbönd á þremur mánuðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2018 06:27 Youtube bregst við gagnrýni með útgáfu nýrrar skýrslu. Vísir/Getty Myndbandaveitan Youtube segist hafa fjarlægt rúmlega 8,3 milljónir myndbanda af vefsíðunni á þriggja mánaða tímabili í fyrra. Youtube hefur sætt gagnrýni síðustu misseri fyrir að taka ekki harðar á ofbeldis- og hatursfullum myndböndum á síðunni. Stjórnendur síðunnar hafa nú sent frá sér skýrslu þar sem aðgerðir Youtube á síðasta ársfjórungi ársins 2017 eru reifaðar. Þar segja þeir meðal annars að þessi 8 milljón myndbönd sem fjarlægð voru á tímabilinu séu aðeins örlítið brot af öllum þeim myndböndunum sem hlaðið var upp á Youtube frá októbermánuði til ársloka í fyrra. Flest hinna fjarlægðu myndbanda hafi verið afrit af öðrum myndböndum eða innihaldið klámfengið efni. Youtube segir að öryggiskerfi síðunnar hafi í flestum tilfellum sjálft áttað sig á því að um óæskilegt efni væri að ræða. Því hafi um 76% allra fyrrnefndra myndbandanna verið eytt áður en þau fengu eitt einasta áhorf.Í kjölfar skotárásarinnar í Parkland í Flórída í upphafi árs fóru mörg samsæriskenningamyndbönd á flug á Youtube, eitt þeirra rataði jafnvel á lista yfir vinsælustu myndböndin þann daginn. Þó svo að notendareglur Youtube kveði ekki á um bann við falsupplýsingum eða samsæriskenningum segjast stjórnendur síðunnar ætla að hengja hlekk á vefalfræðiorðabókina Wikipedia við „augljósustu samsæriskenningarnar“ á síðunni, eins og það er orðað á vef Guardian. Google, sem er í eigu sama móðurfyrirtækis og Youtube, hefur heitið því að ráða þúsundir einstaklinga til að vakta efni sem hlaðið er upp á myndbandaveituna. Vonast fyrirtækið til að ritskoðunarstarfsmenn verði um 10 þúsund talsins fyrir lok þessa árs. Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Myndbandaveitan Youtube segist hafa fjarlægt rúmlega 8,3 milljónir myndbanda af vefsíðunni á þriggja mánaða tímabili í fyrra. Youtube hefur sætt gagnrýni síðustu misseri fyrir að taka ekki harðar á ofbeldis- og hatursfullum myndböndum á síðunni. Stjórnendur síðunnar hafa nú sent frá sér skýrslu þar sem aðgerðir Youtube á síðasta ársfjórungi ársins 2017 eru reifaðar. Þar segja þeir meðal annars að þessi 8 milljón myndbönd sem fjarlægð voru á tímabilinu séu aðeins örlítið brot af öllum þeim myndböndunum sem hlaðið var upp á Youtube frá októbermánuði til ársloka í fyrra. Flest hinna fjarlægðu myndbanda hafi verið afrit af öðrum myndböndum eða innihaldið klámfengið efni. Youtube segir að öryggiskerfi síðunnar hafi í flestum tilfellum sjálft áttað sig á því að um óæskilegt efni væri að ræða. Því hafi um 76% allra fyrrnefndra myndbandanna verið eytt áður en þau fengu eitt einasta áhorf.Í kjölfar skotárásarinnar í Parkland í Flórída í upphafi árs fóru mörg samsæriskenningamyndbönd á flug á Youtube, eitt þeirra rataði jafnvel á lista yfir vinsælustu myndböndin þann daginn. Þó svo að notendareglur Youtube kveði ekki á um bann við falsupplýsingum eða samsæriskenningum segjast stjórnendur síðunnar ætla að hengja hlekk á vefalfræðiorðabókina Wikipedia við „augljósustu samsæriskenningarnar“ á síðunni, eins og það er orðað á vef Guardian. Google, sem er í eigu sama móðurfyrirtækis og Youtube, hefur heitið því að ráða þúsundir einstaklinga til að vakta efni sem hlaðið er upp á myndbandaveituna. Vonast fyrirtækið til að ritskoðunarstarfsmenn verði um 10 þúsund talsins fyrir lok þessa árs.
Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira