Sindri fer fyrir dómara í Hollandi á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 15:17 Sindri sést hér á Keflavíkurflugvelli þegar hann flúði land í liðinni viku. Lögreglan á Suðurnesjum Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson verður leiddur fyrir dómara í Amsterdam á morgun þar sem úrskurðað verður hvort hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan á framsalsferlinu stendur. Þetta segir Evert Boerstra, talsmaður saksóknaraembættisins í Amsterdam í samtali við Vísi, en mbl greindi fyrst frá. Aðspurður hversu langan tíma framsalsferlið mun taka segir Boerstra að það gæti tekið innan við tíu daga ef Sindri samþykkir framsal til Íslands. Ef hann hins vegar leggst gegn því tekur við ferli fyrir dómstólum sem getur tekið marga mánuði að sögn Boerstra. Boerstra segir að úrskurður dómara varðandi gæsluvarðhald ætti að liggja fyrir síðdegis á morgun. Sindri Þór var handtekinn í miðborg Amsterdam um klukkan átta í gærkvöldi að staðartíma, eða um klukkan sex að íslenskum tíma. Hann hafði þá verið á flótta í tæpa viku en hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudag. Frá Sogni fór hann til Keflavíkur þaðan sem hann tók flug til Svíþjóðar en ekki hafa fengist upplýsingar um það hvernig hann kom sér frá Svíþjóð til Hollands. Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson verður leiddur fyrir dómara í Amsterdam á morgun þar sem úrskurðað verður hvort hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan á framsalsferlinu stendur. Þetta segir Evert Boerstra, talsmaður saksóknaraembættisins í Amsterdam í samtali við Vísi, en mbl greindi fyrst frá. Aðspurður hversu langan tíma framsalsferlið mun taka segir Boerstra að það gæti tekið innan við tíu daga ef Sindri samþykkir framsal til Íslands. Ef hann hins vegar leggst gegn því tekur við ferli fyrir dómstólum sem getur tekið marga mánuði að sögn Boerstra. Boerstra segir að úrskurður dómara varðandi gæsluvarðhald ætti að liggja fyrir síðdegis á morgun. Sindri Þór var handtekinn í miðborg Amsterdam um klukkan átta í gærkvöldi að staðartíma, eða um klukkan sex að íslenskum tíma. Hann hafði þá verið á flótta í tæpa viku en hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudag. Frá Sogni fór hann til Keflavíkur þaðan sem hann tók flug til Svíþjóðar en ekki hafa fengist upplýsingar um það hvernig hann kom sér frá Svíþjóð til Hollands. Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04
Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41
Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49