Rauði þráður Reykjavíkur Hildur Björnsdóttir skrifar 23. apríl 2018 07:00 Ilmurinn er lokkandi. Hann fyllir vitin og freistar. Dáleiðir íbúana í biðröðinni. Nýbakað brauð og dísætir snúðar. Skilvirk röðin er engum til ama. Þar mætist fólk og á samskipti. Einn gengur leiðar sinnar í eril kjörbúðar. Annar á stefnumót við kaffibolla. Þriðji sækir heimilisprýði til blómasala. Börn með ísbráð í munnvikum þeysast um hverfið. Örugg og óhrædd. Fólk mætist. Fólk á samskipti. Þetta er hverfið mitt. Vesturbærinn í Reykjavík. Sjálfbært hverfi með öfluga nærþjónustu. Þar skríður fólk úr híðinu. Hverfið verður hluti heimilisins. Fólk fórnar fermetrum fyrir líflegt nærsamfélag – enda smærri búsetukostir ráðandi í sjálfbærum hverfum. Þéttleiki styður við blómlega þjónustukjarna – því verslun og þjónusta þarfnast fólksfjölda. Mörg hverfi Reykjavíkur eru einangruð. Byggðin dreifð og samgöngur erfiðar. Skipulag sem styður illa við verslun. Þjónusta illfær þeim fótgangandi. Hverfi þar sem fólk þekkir bíl nágrannans betur en nágrannann sjálfan. Hverfi sem skortir mannlíf. Reykjavík þarf fleiri sjálfbær hverfi. Lifandi hverfi sem draga íbúa úr fylgsnum sínum. Eitt lítillátt kaffihús kemur einangruðum úr húsi. Það er mikilvægt – enda lífsnauðsyn mannlegra samskipta margsönnuð. Mikilvægi þess að draga úr einsemd og félagslegri einangrun. Þannig ætti forgrunnur alls skipulags – rauði þráður Reykjavíkur – að vera samskipti. Borgarskipulag hefur áhrif á lífsgæði. Það er samofið lýðheilsu og fjölbreyttum félagslegum þáttum. Við þurfum hverfi sem styðja við samskipti ólíkra þjóðfélagshópa. Úr öllum þjóðfélagsþrepum. Ungra sem aldinna. Við þurfum hverfi þar sem fólk sækir verslun og þjónustu. Þar sem fólk mætist og þekkist. Hverfi sem ekki aðallega er gott að yfirgefa – heldur hverfi þar sem aðallega er gott að dvelja. Ég vil Reykjavík sem býður frelsi og val. Höfuðborg í forystu um grænar og vistvænar lausnir. Fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Reykjavík sem mætir alls kyns þörfum. Sjálfbær hverfi með öflugri nærþjónustu. Borg sem dregur úr einsemd og félagslegri einangrun. Borgarskipulag sem stuðlar að samskiptum. Reykjavík sem bannar minna og leyfir meira – styður við framtakssemi og fagnar hugmyndaauðgi. Borg sem setur mannlíf í forgrunn. Reykjavík þar sem fólki líður vel.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ilmurinn er lokkandi. Hann fyllir vitin og freistar. Dáleiðir íbúana í biðröðinni. Nýbakað brauð og dísætir snúðar. Skilvirk röðin er engum til ama. Þar mætist fólk og á samskipti. Einn gengur leiðar sinnar í eril kjörbúðar. Annar á stefnumót við kaffibolla. Þriðji sækir heimilisprýði til blómasala. Börn með ísbráð í munnvikum þeysast um hverfið. Örugg og óhrædd. Fólk mætist. Fólk á samskipti. Þetta er hverfið mitt. Vesturbærinn í Reykjavík. Sjálfbært hverfi með öfluga nærþjónustu. Þar skríður fólk úr híðinu. Hverfið verður hluti heimilisins. Fólk fórnar fermetrum fyrir líflegt nærsamfélag – enda smærri búsetukostir ráðandi í sjálfbærum hverfum. Þéttleiki styður við blómlega þjónustukjarna – því verslun og þjónusta þarfnast fólksfjölda. Mörg hverfi Reykjavíkur eru einangruð. Byggðin dreifð og samgöngur erfiðar. Skipulag sem styður illa við verslun. Þjónusta illfær þeim fótgangandi. Hverfi þar sem fólk þekkir bíl nágrannans betur en nágrannann sjálfan. Hverfi sem skortir mannlíf. Reykjavík þarf fleiri sjálfbær hverfi. Lifandi hverfi sem draga íbúa úr fylgsnum sínum. Eitt lítillátt kaffihús kemur einangruðum úr húsi. Það er mikilvægt – enda lífsnauðsyn mannlegra samskipta margsönnuð. Mikilvægi þess að draga úr einsemd og félagslegri einangrun. Þannig ætti forgrunnur alls skipulags – rauði þráður Reykjavíkur – að vera samskipti. Borgarskipulag hefur áhrif á lífsgæði. Það er samofið lýðheilsu og fjölbreyttum félagslegum þáttum. Við þurfum hverfi sem styðja við samskipti ólíkra þjóðfélagshópa. Úr öllum þjóðfélagsþrepum. Ungra sem aldinna. Við þurfum hverfi þar sem fólk sækir verslun og þjónustu. Þar sem fólk mætist og þekkist. Hverfi sem ekki aðallega er gott að yfirgefa – heldur hverfi þar sem aðallega er gott að dvelja. Ég vil Reykjavík sem býður frelsi og val. Höfuðborg í forystu um grænar og vistvænar lausnir. Fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Reykjavík sem mætir alls kyns þörfum. Sjálfbær hverfi með öflugri nærþjónustu. Borg sem dregur úr einsemd og félagslegri einangrun. Borgarskipulag sem stuðlar að samskiptum. Reykjavík sem bannar minna og leyfir meira – styður við framtakssemi og fagnar hugmyndaauðgi. Borg sem setur mannlíf í forgrunn. Reykjavík þar sem fólki líður vel.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun