Gini hvað? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 21. apríl 2018 10:00 Það mætti halda, svona miðað við umræðuna, að hvergi á byggðu bóli væri meiri ójöfnuð að finna en hér á Íslandi. Aftur og aftur koma stjórnmálamenn fram, einkum af vinstri vængnum, og fullyrða að hér sé gríðarlegur ójöfnuður í tekjum og sá ójöfnuður fari vaxandi. Þetta er fullyrt þrátt fyrir að alþjóðlegur samanburður bendi til hins gagnstæða. Nú er auðvitað erfitt að mæla svona hluti og bera saman á milli landa. En mælingarnar benda í sömu átt og til dæmis virðist tekjumunur vera minnstur hér á landi miðað við Norðurlöndin. En samt heyrum við aftur og aftur sömu tugguna, bilið breikkar. Það væri mjög gagnlegt ef fréttamenn spyrðu næsta mann, sem fullyrðir að launamunur sé hér mikill og fari vaxandi, í hvaða gögn sé verið að vísa. En mikilvægara er samt að spyrja hvert lokamarkmiðið sé. Hvenær er kominn nægjanlegur jöfnuður? Viljum við að þessi margfrægi Gini-stuðull sem mælir tekjudreifinguna sé núll, það er allir með sömu tekjur, eða viljum við kannski að hann sé lægstur hér miðað við Norðurlöndin – sem er staðan núna? Vegna þessa var ánægjulegt að heyra forsætisráðherrann segja á fundi SA að tekjujöfnuðurinn væri mikill hér í alþjóðlegum samanburði og að Gini-stuðullinn sýndi að við værum í verðlaunasæti OECD-ríkja, jafnframt því sem hér væri fátækt einna minnst. Það er óskandi að ýmsir stjórnmálamenn á vinstri vængnum taki vel eftir þessum orðum forsætisráðherrans. Það er nefnilega lítill munur á því að draga upp falska mynd af stöðu mála og því að dreifa fölskum fréttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það mætti halda, svona miðað við umræðuna, að hvergi á byggðu bóli væri meiri ójöfnuð að finna en hér á Íslandi. Aftur og aftur koma stjórnmálamenn fram, einkum af vinstri vængnum, og fullyrða að hér sé gríðarlegur ójöfnuður í tekjum og sá ójöfnuður fari vaxandi. Þetta er fullyrt þrátt fyrir að alþjóðlegur samanburður bendi til hins gagnstæða. Nú er auðvitað erfitt að mæla svona hluti og bera saman á milli landa. En mælingarnar benda í sömu átt og til dæmis virðist tekjumunur vera minnstur hér á landi miðað við Norðurlöndin. En samt heyrum við aftur og aftur sömu tugguna, bilið breikkar. Það væri mjög gagnlegt ef fréttamenn spyrðu næsta mann, sem fullyrðir að launamunur sé hér mikill og fari vaxandi, í hvaða gögn sé verið að vísa. En mikilvægara er samt að spyrja hvert lokamarkmiðið sé. Hvenær er kominn nægjanlegur jöfnuður? Viljum við að þessi margfrægi Gini-stuðull sem mælir tekjudreifinguna sé núll, það er allir með sömu tekjur, eða viljum við kannski að hann sé lægstur hér miðað við Norðurlöndin – sem er staðan núna? Vegna þessa var ánægjulegt að heyra forsætisráðherrann segja á fundi SA að tekjujöfnuðurinn væri mikill hér í alþjóðlegum samanburði og að Gini-stuðullinn sýndi að við værum í verðlaunasæti OECD-ríkja, jafnframt því sem hér væri fátækt einna minnst. Það er óskandi að ýmsir stjórnmálamenn á vinstri vængnum taki vel eftir þessum orðum forsætisráðherrans. Það er nefnilega lítill munur á því að draga upp falska mynd af stöðu mála og því að dreifa fölskum fréttum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar