Langdregin fæðing Hildur Sólveig Ragnarsdóttir skrifar 30. apríl 2018 19:37 Engin fæðing er eins. Fæðingar eru eins misjafnar og þær eru margar. Sumar taka fljótt af, aðrar aðeins lengur og einhverjar verða langdregnar. Flestar enda með eðlilegri fæðingu en stundum kemur það til að það þurfi aðstoð með sogklukku, töngum eða keisaraskurði. Mér var hugsað til þessa þegar enn einn fundur ljósmæðra og samninganefndar ríkisins skilaði engu. Þetta ætlar greinilega verða langdregið. En það vill svo til að ljósmæður búa yfir þeim eiginleika að vera þolinmóðar, það hefur starfið kennt okkur. Verðandi mæður geta aftur á móti ekki leyft sér það í þessu ástandi. Hvernig ætla þeir sem ábyrgðina bera að láta þetta enda? Það er alveg ljóst að ástandið sem hefur skapast hefur áhrif á hóp kvenna og fjölskyldur á viðkvæmum tímapunkti í þeirra lífi. Margar konur hafa lýst yfir kvíða og vanlíðan tengda því ástandi sem hefur skapast og tala nú ekki um sem mun bara versna náist ekki lausn á þessari deildu. Ljósmæður á fæðingavakt og meðgöngu – og sængurkvennadeild hafa ákveðið frá og með 1. maí að taka ekki aukavaktir á meðan ekki er samið. Þetta getur skapað mjög ótryggt ástand. Að auki mun svo fjöldi reynslumikilla ljósmæðra ganga út af Landspítalanum í júlí og þá mun án efa skapast neyðarástand í fæðingarþjónustu spítalans. Hvar eru þeir sem ábyrgðina bera? Af hverju heyrist ekkert frá ráðamönnum þjóðarinnar. Hvað þarf til? Nú þegar setja þurfti af stað viðbragðsáætlun á Landspítalanum vegna þess að heimaþjónustu ljósmæður ákváðu að leggja niður störf vegna samninga sem ekki höfðu náðst við Sjúkratryggingar Íslands, tóku ráðamenn við sér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðismálaráðherra sendi frá sér skilaboð eftir undirritun þess samningsins að nú þyrftu samningsaðilar að taka sér tak fyrir næsta fund og klára málin. Ég geri ráð fyrir að þessi skilaboð frá Svandísi eigi að berast samninganefnd ríkisins. Ástandið sem hefur skapast og mun aðeins versna er ekki á ábyrgð ljósmæðra. Það er á ábyrgð þeirra sem fara með völdin í landinu. Á ábyrgð þeirra sem geta með einföldum hætti leyst þessa deildu með því að veita samninganefndinni umboð til þess. Það er komin tími til að leiðrétta kjör ljósmæðra í eitt skipti fyrir öll. Leiðrétta það misrétti sem ljósmæður hafa þurft að búa við til fjölda ára eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur bent á. Þetta er orðið langdregin fæðing og tími til komin að grípa inn í áður en í óefni fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Engin fæðing er eins. Fæðingar eru eins misjafnar og þær eru margar. Sumar taka fljótt af, aðrar aðeins lengur og einhverjar verða langdregnar. Flestar enda með eðlilegri fæðingu en stundum kemur það til að það þurfi aðstoð með sogklukku, töngum eða keisaraskurði. Mér var hugsað til þessa þegar enn einn fundur ljósmæðra og samninganefndar ríkisins skilaði engu. Þetta ætlar greinilega verða langdregið. En það vill svo til að ljósmæður búa yfir þeim eiginleika að vera þolinmóðar, það hefur starfið kennt okkur. Verðandi mæður geta aftur á móti ekki leyft sér það í þessu ástandi. Hvernig ætla þeir sem ábyrgðina bera að láta þetta enda? Það er alveg ljóst að ástandið sem hefur skapast hefur áhrif á hóp kvenna og fjölskyldur á viðkvæmum tímapunkti í þeirra lífi. Margar konur hafa lýst yfir kvíða og vanlíðan tengda því ástandi sem hefur skapast og tala nú ekki um sem mun bara versna náist ekki lausn á þessari deildu. Ljósmæður á fæðingavakt og meðgöngu – og sængurkvennadeild hafa ákveðið frá og með 1. maí að taka ekki aukavaktir á meðan ekki er samið. Þetta getur skapað mjög ótryggt ástand. Að auki mun svo fjöldi reynslumikilla ljósmæðra ganga út af Landspítalanum í júlí og þá mun án efa skapast neyðarástand í fæðingarþjónustu spítalans. Hvar eru þeir sem ábyrgðina bera? Af hverju heyrist ekkert frá ráðamönnum þjóðarinnar. Hvað þarf til? Nú þegar setja þurfti af stað viðbragðsáætlun á Landspítalanum vegna þess að heimaþjónustu ljósmæður ákváðu að leggja niður störf vegna samninga sem ekki höfðu náðst við Sjúkratryggingar Íslands, tóku ráðamenn við sér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðismálaráðherra sendi frá sér skilaboð eftir undirritun þess samningsins að nú þyrftu samningsaðilar að taka sér tak fyrir næsta fund og klára málin. Ég geri ráð fyrir að þessi skilaboð frá Svandísi eigi að berast samninganefnd ríkisins. Ástandið sem hefur skapast og mun aðeins versna er ekki á ábyrgð ljósmæðra. Það er á ábyrgð þeirra sem fara með völdin í landinu. Á ábyrgð þeirra sem geta með einföldum hætti leyst þessa deildu með því að veita samninganefndinni umboð til þess. Það er komin tími til að leiðrétta kjör ljósmæðra í eitt skipti fyrir öll. Leiðrétta það misrétti sem ljósmæður hafa þurft að búa við til fjölda ára eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur bent á. Þetta er orðið langdregin fæðing og tími til komin að grípa inn í áður en í óefni fer.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar