Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2018 18:09 Frá blaðamannafundi Netanyahu. Vísir/AFP Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. Sú vinna hafi ekki endilega hætt eftir að Íran skrifaði undir kjarnorkusamkomulagið svokallaða og samþykkti að láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni í skiptum fyrir það að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Íran yrði hætt. Forsætisráðherrann boðaði til blaðamannafundar nú í dag þar sem hann byrjaði á því að spila yfirlýsingar frá hæst settu embættismönnum Íran þar sem þeir sögðu ríkið aldrei hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna. Þá sýndi hann skjöl og myndefni sem hann sagði sanna að yfirvöld Íran hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu svokallaða í laumi. Leyniþjónusta íran mun hafa öðlast þessi gögn frá Íran. Hann sagði Ísrael hafa deilt umræddu efni með Bandaríkjunum og að yfirvöld Bandaríkjanna myndu staðfesta að það væri raunverulegt. Þá sagðist Netanyahu tilbúinn til að útvega fleiri ríkjum gögnin og til stæði að koma þeim til Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.Project Amad Netanyahu sagði yfirvöld Ísrael hafa um árabil vitað af leynilegu verkefni Írana sem bæri nafnið „Project Amad“. Það verkefni sneri að þróun kjarnorkuvopna. „Við getum nú sannað að Project Amad var umfangsmikið verkefni sem snerist um það að þróa, byggja og prófa kjarnorkuvopn,“ sagði Netanyahu. „Við getum einnig sannað að Íran hefur geymt öll gögn úr þessu verkefni til að nota þau til að þróa kjarnorkuvopn þegar þeim hentar.“ Forsætisráðherrann sýndi glæru sem hann sagði vera úr kynningu yfirvalda Íran og fjallaði um markmið Amad-verkefnisins. Það væri að þróa, framleiða og prófa fimm, tíu kílótonna kjarnorkuvopn og þróa leiðir til að koma þeim á eldflaugar. Netanyahu sýndi þó ekki fram á að yfirvöld Íran hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. þar að auki felur samkomulagið ekki í sér að Íran megi ekki eiga gömul gögn um kjarnorkuvopnaþróun. Hann sagði að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, myndi „taka rétta ákvörðun“ um kjarnorkusamkomulagið. Trump hefur ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við samkomulagið og gefið í skyn að hann muni slíta Bandaríkin frá því. Eftir blaðamannafund Netanyahu sagði Trump við blaðamenn að það væri til marks um það að hann hefði haft rétt fyrir sér varðandi samkomulagið. Hann sagðist ætla að taka ákvörðun fyrir 12. maí. Sjá má blaðamannafund Netanyahu hér að neðan. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Íranir hafa engan áhuga á að breyta kjarnorkusamningnum Forsetar Bandaríkjanna og Frakklands hafa sagst vinna að nýjum og breyttum samningi um kjarnorkufrmaleiðslu Írana. 25. apríl 2018 14:54 Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. Sú vinna hafi ekki endilega hætt eftir að Íran skrifaði undir kjarnorkusamkomulagið svokallaða og samþykkti að láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni í skiptum fyrir það að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Íran yrði hætt. Forsætisráðherrann boðaði til blaðamannafundar nú í dag þar sem hann byrjaði á því að spila yfirlýsingar frá hæst settu embættismönnum Íran þar sem þeir sögðu ríkið aldrei hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna. Þá sýndi hann skjöl og myndefni sem hann sagði sanna að yfirvöld Íran hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu svokallaða í laumi. Leyniþjónusta íran mun hafa öðlast þessi gögn frá Íran. Hann sagði Ísrael hafa deilt umræddu efni með Bandaríkjunum og að yfirvöld Bandaríkjanna myndu staðfesta að það væri raunverulegt. Þá sagðist Netanyahu tilbúinn til að útvega fleiri ríkjum gögnin og til stæði að koma þeim til Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.Project Amad Netanyahu sagði yfirvöld Ísrael hafa um árabil vitað af leynilegu verkefni Írana sem bæri nafnið „Project Amad“. Það verkefni sneri að þróun kjarnorkuvopna. „Við getum nú sannað að Project Amad var umfangsmikið verkefni sem snerist um það að þróa, byggja og prófa kjarnorkuvopn,“ sagði Netanyahu. „Við getum einnig sannað að Íran hefur geymt öll gögn úr þessu verkefni til að nota þau til að þróa kjarnorkuvopn þegar þeim hentar.“ Forsætisráðherrann sýndi glæru sem hann sagði vera úr kynningu yfirvalda Íran og fjallaði um markmið Amad-verkefnisins. Það væri að þróa, framleiða og prófa fimm, tíu kílótonna kjarnorkuvopn og þróa leiðir til að koma þeim á eldflaugar. Netanyahu sýndi þó ekki fram á að yfirvöld Íran hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. þar að auki felur samkomulagið ekki í sér að Íran megi ekki eiga gömul gögn um kjarnorkuvopnaþróun. Hann sagði að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, myndi „taka rétta ákvörðun“ um kjarnorkusamkomulagið. Trump hefur ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við samkomulagið og gefið í skyn að hann muni slíta Bandaríkin frá því. Eftir blaðamannafund Netanyahu sagði Trump við blaðamenn að það væri til marks um það að hann hefði haft rétt fyrir sér varðandi samkomulagið. Hann sagðist ætla að taka ákvörðun fyrir 12. maí. Sjá má blaðamannafund Netanyahu hér að neðan.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Íranir hafa engan áhuga á að breyta kjarnorkusamningnum Forsetar Bandaríkjanna og Frakklands hafa sagst vinna að nýjum og breyttum samningi um kjarnorkufrmaleiðslu Írana. 25. apríl 2018 14:54 Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30
Íranir hafa engan áhuga á að breyta kjarnorkusamningnum Forsetar Bandaríkjanna og Frakklands hafa sagst vinna að nýjum og breyttum samningi um kjarnorkufrmaleiðslu Írana. 25. apríl 2018 14:54
Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27