Meirihluti andvígur áfengissölu í matvöruverslunum samkvæmt nýrri könnun Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2018 13:22 Í tilkynningu frá MMR segir að stuðningur við leyfi til sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum hafi aukist lítillega frá skoðanakönnun MMR sem framkvæmd var í febrúar 2017, eða um 3,1%. Vísir/ERNIR Meirihluti landsmanna segist andvígur því að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum samkvæmt könnun MMR sem framkvæmd var dagana 2.-12. mars. Tæplega 74% svarenda kváðust andvíg því að heimila sölu á sterku áfengi (meira en 22% áfengisinnihald) í matvöruverslunum, þar af rúm 61% mjög andvíg. Minni andstaða var gegn sölu á léttu áfengi og bjór (minna en 22% áfengisinnihald) en tæp 55% svarenda sögðust andvíg sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum, þar af tæplega 43% mjög andvíg. Stuðningur við leyfi til sölu var rúmlega 15% við sölu á sterku áfengi og tæplega 36% við sölu á léttu áfengi og bjór. Í tilkynningu frá MMR segir að stuðningur við leyfi til sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum hafi aukist lítillega frá skoðanakönnun MMR sem framkvæmd var í febrúar 2017, eða um 3,1%. Andstaða gegn slíkri sölu hefur að sama skapi lækkað um 2%. Nær engar breytingar hafa átt sér stað á afstöðu landsmanna gagnvart sölu á sterku áfengi.Þeir sem eru eldri helst á móti Andstaða gegn sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum jókst með auknum aldri. Af yngsta aldurshópnum (18-29 ára) kváðust 56% vera andvíg sölu á sterku áfengi, samanborið við 92% í elsta aldurshópnum (68 ára og eldri). Andstaða reyndist nokkuð minni hjá körlum (67%) heldur en konum (81%) og lýstu karlar (20%) frekar stuðningi við leyfi til sölu á sterku áfengi heldur en konur (11%). Þá bar minna á andstöðu á meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins (72%) heldur en þeirra sem búa á landsbyggðinni (77%). Lítill munur var á afstöðu með tilliti til menntunar svarenda.Framsóknarfólk nær algjörlega á móti Nokkur munur var á afstöðu svarenda sé horft til stjórnmálaskoðana. Stuðningsfólk Framsóknarflokks var nær algjörlega á móti sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum (96%) en þar af var stór meirihluti mjög andvígur (91%). Mikla andstöðu var einnig að finna hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (85%), Vinstri grænna (85%) og Samfylkingar (82%). Mestan stuðning við leyfi til sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum mátti finna hjá stuðningsfólki Viðreisnar (36%), Pírata (38%) og Sjálfstæðisflokks (22%).Andstaðan minni þegar kom að léttu áfengi Andstaða við sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum var nokkuð minni en andstaða gegn sölu á sterku áfengi. Svarendur yngsta aldurshópsins (18-29 ára) sögðust voru í meira mæli hlynnt heimilun sölu á léttu áfengi og bjór (52%) heldur en andstæð henni (35%). Andstaða jókst með auknum aldri en 84% svarenda elsta aldurshópsins (68 ára og eldri) kváðust andvíg sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum, þar af 70% mjög andvíg. Konur (62%) kváðust frekar andstæðar heldur en karlar (49%) og voru karlar (42%) líklegri til að styðja slíka sölu heldur en konur (29%). Andstaða var minni meðal svarenda með búsetu á höfuðborgarsvæðinu (52%) heldur en þeirra á landsbyggðinni (59%). Lítinn mun var að finna á afstöðu ef litið var til menntunar svarenda.Viðreisnarfólk og Píratar helst með Mun var að finna á afstöðu svarenda með tilliti til stjórnmálaskoðana. Stuðningsfólk Framsóknarflokks sýndi mesta andstöðu gegn sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum (87%) en þar af var meirihluti mjög andvígur (68%). Stuðningsfólk Flokks fólksins (71%), Vinstri grænna (62%) og Samfylkingar (62%) greindu einnig frá andstöðu við slíka sölu. Mestan stuðning við heimilun sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum mátti finna hjá stuðningsfólki Viðreisnar (61%), Pírata (61%) og Sjálfstæðisflokks (49%) en athygli vekur að tæplega helmingur stuðningsfólks bæði Pírata (48%) og Viðreisnar (48%) sögðust mjög hlynnt heimilun. Áfengi og tóbak Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Meirihluti landsmanna segist andvígur því að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum samkvæmt könnun MMR sem framkvæmd var dagana 2.-12. mars. Tæplega 74% svarenda kváðust andvíg því að heimila sölu á sterku áfengi (meira en 22% áfengisinnihald) í matvöruverslunum, þar af rúm 61% mjög andvíg. Minni andstaða var gegn sölu á léttu áfengi og bjór (minna en 22% áfengisinnihald) en tæp 55% svarenda sögðust andvíg sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum, þar af tæplega 43% mjög andvíg. Stuðningur við leyfi til sölu var rúmlega 15% við sölu á sterku áfengi og tæplega 36% við sölu á léttu áfengi og bjór. Í tilkynningu frá MMR segir að stuðningur við leyfi til sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum hafi aukist lítillega frá skoðanakönnun MMR sem framkvæmd var í febrúar 2017, eða um 3,1%. Andstaða gegn slíkri sölu hefur að sama skapi lækkað um 2%. Nær engar breytingar hafa átt sér stað á afstöðu landsmanna gagnvart sölu á sterku áfengi.Þeir sem eru eldri helst á móti Andstaða gegn sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum jókst með auknum aldri. Af yngsta aldurshópnum (18-29 ára) kváðust 56% vera andvíg sölu á sterku áfengi, samanborið við 92% í elsta aldurshópnum (68 ára og eldri). Andstaða reyndist nokkuð minni hjá körlum (67%) heldur en konum (81%) og lýstu karlar (20%) frekar stuðningi við leyfi til sölu á sterku áfengi heldur en konur (11%). Þá bar minna á andstöðu á meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins (72%) heldur en þeirra sem búa á landsbyggðinni (77%). Lítill munur var á afstöðu með tilliti til menntunar svarenda.Framsóknarfólk nær algjörlega á móti Nokkur munur var á afstöðu svarenda sé horft til stjórnmálaskoðana. Stuðningsfólk Framsóknarflokks var nær algjörlega á móti sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum (96%) en þar af var stór meirihluti mjög andvígur (91%). Mikla andstöðu var einnig að finna hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (85%), Vinstri grænna (85%) og Samfylkingar (82%). Mestan stuðning við leyfi til sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum mátti finna hjá stuðningsfólki Viðreisnar (36%), Pírata (38%) og Sjálfstæðisflokks (22%).Andstaðan minni þegar kom að léttu áfengi Andstaða við sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum var nokkuð minni en andstaða gegn sölu á sterku áfengi. Svarendur yngsta aldurshópsins (18-29 ára) sögðust voru í meira mæli hlynnt heimilun sölu á léttu áfengi og bjór (52%) heldur en andstæð henni (35%). Andstaða jókst með auknum aldri en 84% svarenda elsta aldurshópsins (68 ára og eldri) kváðust andvíg sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum, þar af 70% mjög andvíg. Konur (62%) kváðust frekar andstæðar heldur en karlar (49%) og voru karlar (42%) líklegri til að styðja slíka sölu heldur en konur (29%). Andstaða var minni meðal svarenda með búsetu á höfuðborgarsvæðinu (52%) heldur en þeirra á landsbyggðinni (59%). Lítinn mun var að finna á afstöðu ef litið var til menntunar svarenda.Viðreisnarfólk og Píratar helst með Mun var að finna á afstöðu svarenda með tilliti til stjórnmálaskoðana. Stuðningsfólk Framsóknarflokks sýndi mesta andstöðu gegn sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum (87%) en þar af var meirihluti mjög andvígur (68%). Stuðningsfólk Flokks fólksins (71%), Vinstri grænna (62%) og Samfylkingar (62%) greindu einnig frá andstöðu við slíka sölu. Mestan stuðning við heimilun sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum mátti finna hjá stuðningsfólki Viðreisnar (61%), Pírata (61%) og Sjálfstæðisflokks (49%) en athygli vekur að tæplega helmingur stuðningsfólks bæði Pírata (48%) og Viðreisnar (48%) sögðust mjög hlynnt heimilun.
Áfengi og tóbak Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira