Útlánavöxtur til ferðaþjónstunnar dróst mikið saman frá miðju ári 2017 Helgi Vífill Júlíusson skrifar 9. maí 2018 06:00 Jafnframt hefur hægt á fjölgun ferðamanna. Vísir/stefán Útlán viðskiptabankanna þriggja til fyrirtækja í ferðaþjónustu jukust um 20 prósent á milli ára. Lánin námu 212 milljörðum króna við árslok 2017. Útlánavöxturinn hefur dregist mikið saman frá miðju ári 2017 samhliða minnkandi vexti atvinnugreinarinnar. Þetta kemur fram í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins. Útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja í ferðaþjónustu námu um 15,2 prósentum af útlánum þeirra til fyrirtækja. Útlán með veði í hótelbyggingum jukust um 46 prósent frá árinu 2015 til 2017. Útlánin námu 144 milljörðum króna við lok síðasta árs, að því er fram kemur í skýrslunni. Útlán bankanna til bílaleiga námu 42,1 milljarði króna á miðju ári 2017 en drógust saman á síðustu sex mánuðum ársins 2017 og voru 34,5 milljarðar í lok árs 2017. Það er 18 prósenta samdráttur. Helsti áhættuþátturinn í útlánasafni viðskiptabankanna að mati FME eru lán með veði í atvinnuhúsnæði. Slík lán námu um 574 milljörðum króna við lok síðasta árs. Í ársskýrslunni segir að raunverð verslunar- og skrifstofuhúsnæðis sé nú orðið hærra en það var við topp hagsveiflunnar árið 2007. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir í ársskýrslunni, að heildarendurskoðun á evrópska regluverkinu í kjölfar fjármálakreppunnar sé að mestu leyti lokið. Verulegur uppsafnaður upptökuhalli sé hérlendis á evrópska regluverkinu varðandi fjármálamarkaði. Það muni gera það að verkum að á næstu misserum og árum verði áframhald á örri þróun laga og reglna á fjármálamarkaði. Hallinn stafi af því að hérlend stjórnvöld hafi ekki gert nægar ráðstafnir til að mæta fjölda og umfangi Evróputilskipana og -reglugerða. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Nokkuð skýr merki“ að fjölgunartoppinum sé náð Fjölgun ferðamanna á milli ársfjórðunga ekki verið minni síðan fyrir uppsveiflu. 27. apríl 2018 10:30 „Komst þú inn í Ísland? Ekki ég, það var fullt“ Doug Lansky, alþjóðlegur fyrirlesari og ráðgjafi í ferðamálum, segir að íslensk yfirvöld og ferðaþjónustufyrirtæki ættu að setja upp bókunarkerfi fyrir ferðamenn á helstu ferðamannastaði landsins. 2. maí 2018 15:15 Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
Útlán viðskiptabankanna þriggja til fyrirtækja í ferðaþjónustu jukust um 20 prósent á milli ára. Lánin námu 212 milljörðum króna við árslok 2017. Útlánavöxturinn hefur dregist mikið saman frá miðju ári 2017 samhliða minnkandi vexti atvinnugreinarinnar. Þetta kemur fram í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins. Útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja í ferðaþjónustu námu um 15,2 prósentum af útlánum þeirra til fyrirtækja. Útlán með veði í hótelbyggingum jukust um 46 prósent frá árinu 2015 til 2017. Útlánin námu 144 milljörðum króna við lok síðasta árs, að því er fram kemur í skýrslunni. Útlán bankanna til bílaleiga námu 42,1 milljarði króna á miðju ári 2017 en drógust saman á síðustu sex mánuðum ársins 2017 og voru 34,5 milljarðar í lok árs 2017. Það er 18 prósenta samdráttur. Helsti áhættuþátturinn í útlánasafni viðskiptabankanna að mati FME eru lán með veði í atvinnuhúsnæði. Slík lán námu um 574 milljörðum króna við lok síðasta árs. Í ársskýrslunni segir að raunverð verslunar- og skrifstofuhúsnæðis sé nú orðið hærra en það var við topp hagsveiflunnar árið 2007. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir í ársskýrslunni, að heildarendurskoðun á evrópska regluverkinu í kjölfar fjármálakreppunnar sé að mestu leyti lokið. Verulegur uppsafnaður upptökuhalli sé hérlendis á evrópska regluverkinu varðandi fjármálamarkaði. Það muni gera það að verkum að á næstu misserum og árum verði áframhald á örri þróun laga og reglna á fjármálamarkaði. Hallinn stafi af því að hérlend stjórnvöld hafi ekki gert nægar ráðstafnir til að mæta fjölda og umfangi Evróputilskipana og -reglugerða.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Nokkuð skýr merki“ að fjölgunartoppinum sé náð Fjölgun ferðamanna á milli ársfjórðunga ekki verið minni síðan fyrir uppsveiflu. 27. apríl 2018 10:30 „Komst þú inn í Ísland? Ekki ég, það var fullt“ Doug Lansky, alþjóðlegur fyrirlesari og ráðgjafi í ferðamálum, segir að íslensk yfirvöld og ferðaþjónustufyrirtæki ættu að setja upp bókunarkerfi fyrir ferðamenn á helstu ferðamannastaði landsins. 2. maí 2018 15:15 Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
„Nokkuð skýr merki“ að fjölgunartoppinum sé náð Fjölgun ferðamanna á milli ársfjórðunga ekki verið minni síðan fyrir uppsveiflu. 27. apríl 2018 10:30
„Komst þú inn í Ísland? Ekki ég, það var fullt“ Doug Lansky, alþjóðlegur fyrirlesari og ráðgjafi í ferðamálum, segir að íslensk yfirvöld og ferðaþjónustufyrirtæki ættu að setja upp bókunarkerfi fyrir ferðamenn á helstu ferðamannastaði landsins. 2. maí 2018 15:15
Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28