Ari fyrir stóru stundina: „Get ekki beðið, þetta verður æðislegt“ Stefán Árni Pálsson í Lissabon skrifar 8. maí 2018 16:00 „Ég er alveg rosalega vel stemmdur og hlakka alveg ofboðslega mikið til,“ segir Ari Ólafsson sem stígur á sviðið í Altice höllinni í Lissabon í Portúgal í kvöld og flytur lagið lagið Our Choice í fyrri undanúrslitariðlinum. Evrópa mun gefa sín atkvæði í kvöld og ræðst þá hvort Ari Ólafsson og íslenski hópurinn komist áfram í úrslitin sem fram fara á laugardagskvöldið. Ari er sáttur með hvernig gekk á dómararennslinu í gær. „Þetta var í raun minn besti flutningur á þessu lagi frá upphafi. Vonandi geri ég eins í kvöld og þá get ég farið glaður heim.“ Ara er farið að líða betur og betur á sviðinu i Altice-höllinni. „Krafturinn í fólkinu á sviðinu með mér er ótrúlegur og þetta verður eitthvað í kvöld. Ég er í raun ekkert stressaður. Dagurinn í gær var yndislegur, og núna veit maður allt sem maður þarf að vita. Ég get ekki beðið, þetta verður æðislegt.“Þórunn Erna Clausen er spennt fyrir kvöldinu.Þórunn Erna Clausen er lagahöfundur lagsins Our Choice og syngur einnig í bakraddarsveit Ara Ólafssonar. Hún segir að það sé komin mikil orka í allan hópinn. „Við erum mjög vel stemmd en það er auðvitað alveg fiðringur í maganum, ég get ekki neitað því. Það var gott að fara vel í gegnum þetta í gær og núna í dag líður okkur ennþá betur,“ segir Þórunn og bætir við að dómararennslið í gær hafi gengið mjög vel. „Það er rosalega góð orka í hópnum og mikill kærleikur. Við knúsumst bara, öndum saman og róum okkur þannig. Ég get ekki sagt að við séum að fara yfir um úr stressi, það líður öllum mjög vel.“ Hér að neðan má sjá viðtöl við þau Ara Ólafsson og Þórunni Ernu Clausen.Ítarlega verður fjallað um Eurovision í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem komið verður við í Eurovision-partýi og púlsinn tekinn í Portúgal. Eurovision Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
„Ég er alveg rosalega vel stemmdur og hlakka alveg ofboðslega mikið til,“ segir Ari Ólafsson sem stígur á sviðið í Altice höllinni í Lissabon í Portúgal í kvöld og flytur lagið lagið Our Choice í fyrri undanúrslitariðlinum. Evrópa mun gefa sín atkvæði í kvöld og ræðst þá hvort Ari Ólafsson og íslenski hópurinn komist áfram í úrslitin sem fram fara á laugardagskvöldið. Ari er sáttur með hvernig gekk á dómararennslinu í gær. „Þetta var í raun minn besti flutningur á þessu lagi frá upphafi. Vonandi geri ég eins í kvöld og þá get ég farið glaður heim.“ Ara er farið að líða betur og betur á sviðinu i Altice-höllinni. „Krafturinn í fólkinu á sviðinu með mér er ótrúlegur og þetta verður eitthvað í kvöld. Ég er í raun ekkert stressaður. Dagurinn í gær var yndislegur, og núna veit maður allt sem maður þarf að vita. Ég get ekki beðið, þetta verður æðislegt.“Þórunn Erna Clausen er spennt fyrir kvöldinu.Þórunn Erna Clausen er lagahöfundur lagsins Our Choice og syngur einnig í bakraddarsveit Ara Ólafssonar. Hún segir að það sé komin mikil orka í allan hópinn. „Við erum mjög vel stemmd en það er auðvitað alveg fiðringur í maganum, ég get ekki neitað því. Það var gott að fara vel í gegnum þetta í gær og núna í dag líður okkur ennþá betur,“ segir Þórunn og bætir við að dómararennslið í gær hafi gengið mjög vel. „Það er rosalega góð orka í hópnum og mikill kærleikur. Við knúsumst bara, öndum saman og róum okkur þannig. Ég get ekki sagt að við séum að fara yfir um úr stressi, það líður öllum mjög vel.“ Hér að neðan má sjá viðtöl við þau Ara Ólafsson og Þórunni Ernu Clausen.Ítarlega verður fjallað um Eurovision í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem komið verður við í Eurovision-partýi og púlsinn tekinn í Portúgal.
Eurovision Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira